Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 90
Það gefur (köngul)augaleið að broddakemban hefur það allt í höfðinu,
meira að segja ratvísina.
NÁTTÚRA/VÍSINDI
Ratvísi eðla
Eðlur rata um umhverfi sitt
með því að beina tveimur
augum að leiðinni framundan
og einu á himininn, að því er
virðist.
Ef eðla er flutt að heiman er
hún nokkuð fljót að átta sig og
rata til baka. Eðlur sem rann-
sakaðar hafa verið rata nokkuð
örugglega á vegalengdum sem
eru 180 til 280 metrar. Þetta
eru ekki miklar vegalengdir
þegar tekið er mið af afkom-
endum þeirra, fuglunum, en
þær benda samt til þess að eðl-
ur geti skynjað áttir.
Tveir líffræðingar við City-
háskólann í New York hafa
komist að því að þessi skynjun
tengist svokölluðu þriðja aug-
anu eða köngulauganu sem er
efst á höfðinu. Það nemur ljós
og hefur glæru, linsu og sjónu
eins og venjuleg augu.
Rannsóknin var gerð á
broddakembunni (Sceloporus
jarrovi) í Arisóna. Þær Barb-
ara Ellis-Quinn og Carol Si-
mon máluðu yfir köngulaugu
40 eðla til þess að kanna hvort
það hefði áhrif á ratvísi þeirra.
Síðan settu þær eðlurnar í
poka og slepptu þeim 150
metrum frá heimilum sínum.
Hlutfall þeirra sem rötuðu
rakleitt heim féll úr 61% í 21%
hjá þeim sem voru með köngu-
laugað yfirmálað. Ef málað var
yfir önnur svæði á höfðinu
hafði það engin áhrif.
Niðurstöður frekari rann-
sókna á ratvísi eðlanna gaf til
kynna að þær noti afstöðu sól-
ar til að rata heim, köngulaug-
að nemur skautun sólarljóss-
ins. Býflugur nota einnig mæl-
ingar á skautun sólarljóssins til
þess að finna áttina til kúpunn-
ar.
0
Þjónusta alla leið
TOLLVÖRU -
GEYMSLAN HF
FRÍOCY USLA ■ VÓRUHÓTCL
Við önnumst flutninga Við sækjum vörur
• SAFNSENDINCAR • FRAKTFLUG
• FLUTNINCSMIDLUN • SKIPAAFGREIDSLA
• PÓSTAFGREIÐSLA
Við sjáum um skýrslugerð Við meðhöndlum vörui
• TOLLSKÝRSLA
• ALMENN TOLLSKÝRSLA
• TRANSIT
• ENDURSENDINCAR
• VERÐBREYTINCAR
• ÚTFLUTNINGUR
• GÁMALOSUN
• VÖRUMERKINGAR
• VÖRUFLOKKUN
•PÖKKUN
90 ÞJÓÐLÍF