Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 3

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 3
i IL Úð'h \J(k Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Þrettánda ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla íslands Á síðasta ári var samþykkt stefna Háskóla íslands til næstu fimm ára. Þessi stefna grundvallast á því að háskólinn hafi ríkar skyldur við þjóðfélagið og að honum beri að byggja hér upp nám og rannsóknir í fremstu röð. Þetta er mjög metnaðarfull stefna þar sem lögð er sérstök áhersla á eflingu rannsókna og framhaldsnáms. I ljósi þessa leggjum við sem stöndum að 13. ráðstefnu HI um rannsóknir í Iíf- og heilbrigðisvísindum sérstaka áherslu á framlög nema í doktors- og meistaranámi. Ráðstefnan er haldin á vegum læknadeildar, tannlæknadeildar, lyfjafræðideildar og hjúkrunarfræðideildar HÍ og umsjón með henni hefur sameiginleg undirbúningsnefnd þessara deilda. Rannsóknavirkni er mikil innan þessara deilda þrátt fyrir erfiðar aðstæður og oftast takmarkað fjármagn. Þetta sýnir sig í birtingum í virtum alþjóðlegum vísindaritum. Rannsóknatækifærin eru mikil og á sumum sviðum einstök, meðal annars vegna tengsla háskólans við Landspítala og vönduð gagnasöfn.Töluvert vantar hins vegar á að háskólakennarar geti sinnt rannsóknum sem skyldi. Hér vantar til dæmis nær alveg stöður nýdoktora sem eru helsti drifkraftur í rannsóknum flestra virtra háskóla í heiminum. Þessu verður að breyta ef HÍ á að ná settum markmiðum. Virkt samstarf við erlendar rannsóknastofnanir og háskóla er okkur bráðnauðsynlegt og það er ánægjulegt að sjá þess merki í framlögum til þessarar ráðstefnu þar sem margir erlendir samstarfsmenn eru meðal höfunda. Rektor háskólans, Kristín Ingólfsdóttir, hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að hægt sé að stunda doktorsnám og meistaranám við HI. Um þetta hefur náðst góð samstaða bæði innan háskólans og utan. Styrkir til framhaldsnáms frá Háskólasjóði Eimskipafélags Islands eru frábært framlag til þessa. Við ákváðum því að kynna sérstaklega þau verkefni í heilbrigðisvísindum sem hlutu styrk við fyrstu úthlutun styrkja úr þessum sjóði. Þessi verkefni verða kynnt með stuttum erindum í lok ráðstefnunnar og einnig á veggspjöldum. Alls bárust 260 framlög til ráðstefnunnar og verða þau kynnt með stuttum erindum eða veggspjöldum. Að auki verða haldnir fjórir gestafyrirlestrar og einnig tvö lengri erindi sem valin voru úr aðsendum framlögum. Efni ráðstefnunnar er mjög fjölbreytt og mörg metnaðarfull verkefni verða kynnt. Veggspjöld verða uppi báða dagana og það er von okkar að þau, jafnt og erindi, fái verðskuldaða athygli. Birna Þórðardóttir er nú framkvæmdastjóri ráðstefnunnar í fimmta sinn og undirbúningsnefnd þakkar henni frábær störf. Jórunn Erla Eyfjörð formaður Vísindanefndar lœknadeildar og undirbúningsnefndar ^ÍÓkasafnT^ Fylgirit 53, 93. árg. Janúar 2007 Aðsetur Hlíðasmári 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag (slands Læknafélag Reykjavíkur Símar Læknafélög: 564 4100 Læknablaðið: 564 4104 Bréfsími (fax): 564 4106 Læknablaðið á netinu www. laeknabladid. is Ritstjórn Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Karl Andersen Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Jóhannes Björnsson, ábm. og ritstjóri Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Blaðamaður Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 2100 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun og bókband íslandsprent ehf. Steinhellu 10 221 Hafnarfirði Pökkun Plastpökkun ehf. Skemmuvegi 8m 200 Kópavogi ISSN: 0254-1394 Læknablaðið/ Fylgirit 53 2007/93 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.