Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 21
DAGSKRA / XIII. VISINDARAÐSTEFNA Hl AGRIP GESTAFYRIRLESTRA G 1 Er sóri sjálfsofnæmissjúkdómur? Helgi Valdimarsson Rannsóknastofa í ónæmisfræði, HÍ og Landspítali helgiv@landspitali. is Sóri (psoriasis) er algengur og þrálátur bólgusjúkdómur í húð og einkennist af offjölgun hornfrumna í yfirhúð. Framundir 1990 beindust rannsóknir á orsökum sóra fyrst og fremst að því að leita að galla í yfirhúðarfrumunum sjálfum, og þær bólgufrumur sem eru áberandi í sóraútbrotum voru taldar vera afleiðing en ekki orsök offjölgunar hornfrumnanna. Sóri getur verið mjög ættlægur og vitað er að vefjaflokkasameindin HLA-Cwó tengist sjúkdómnum. Þó fá ekki nema um 10% þeirra sem eru Cw6 jákvæðir sóra. Ég mun gera mjög stuttlega grein fyrir helstu niðurstöðum rannsókna sem við unnum að milli 1980 og 1995. í fyrsta lagi virtist íferðT-eitilfrumna ónæmiskerfisins inn í húð sórasjúklinga orsaka offjölgun hornfrumnanna og koma útbrotunum af stað. í öðru lagi benti ýmislegt til þess að það séu T-frumur sem eru sérhæfðar til að bregðast við hálsbólgusýklum (streptókokkum) sem ráðast gegn keratíni í húð sórasjúklinga eins og um streptókokka væri að ræða. Vitað var að sóri getur byrjað skömmu eftir streptókokkasýkingar í koki. í ljós kom að M-prótein á yfirborði streptókokka hefur mjög áþekka byggingu og keratín sem er aðalstoðefni hornfrumna. Þannig blasti það við fyrir um 10 árum að kanna hvort sóri væri sjálfsofnæmissjúkdómur sem orsakast af víxlviðbrögðum (cross-reactivity) T-frumna sem eru upphaflega virkjaðar af streptókokkum en ráðast síðan gegn hornfrumum. I dag er staðan í stuttu máli þessi. 1.1 blóði sórasjúklinga eru T-frumur sem virkjast af peptíðum sem eru til staðar annars vegar í M-próteinum (M-peptíð) og hins vegar í keratínum (K-peptíð). í blóði náinna ættingja sjúklinganna, sem hafa ekki sóra þótt þeir séu HLA-Cw6 jákvæðir, finnast ekki T-frumur sem virkjast af K-peptíðum, en hins vegar finnast í blóði þeirra T-frumur sem virkjast af M-peptíðum. 2. Um 10% T-frumna í blóði tjá á yfirborði sínu sameindir sem gera þeim kleift að komast út úr blóðrás inní húð (húðsæknisameindir). Hins vegar tjá nær allar T-frumur sem bregðast við K-peptíðum slíkar húðsæknisameindir. 3. Margt bendir til þess að sá undirflokkur T-frumna (CD8), sem greinir ónæmisvaka, meðal annars í tengslum við HLA- Cw6, eigi beina aðild að myndun sóraútbrota. Þær T-frumur sem bregðast við K-peptíðunum eru nær allar CD8 T-frumur. 4. Margt bendir til þess að kverkeitlarnir séu uppeldisstöðvar fyrir þær T-frumur sem ráðast á húð sórasjúklinga. Við ætlum því að kanna hvort útbrot sórasjúklinga lagast eftir brottnám kverkeitla. G 2 Áhrif Transforming Growth Factor beta (TGFþ) á stofnfrumur úr fósturvísum Guörún Valdiinarsdóttir', Helga Eyja Hrafnkelsdóttir1, Níels Árni Árnason1, Sæmundur Oddsson1, Stieneke van den Brink2, Robert Passier2, Eiríkur Steingrímsson', Christine Mummery2 'Lífefna-og sameindalíffræðistofa, læknadeild HÍ, "Hubrecht Laboratory, Netherlands Institute for Developmental Biology and Heart-Lung Institute, Utrecht, Hollandi gudrunva@hi.is Stofnfrumur úr fósturvísum (embryonic stem cells, ES-frumur) eru einangraðar úr innri frumumassa fósturvísis á kímblöðrustigi. ES-frumur geta annað hvort endurnýjast óendanalega eða sérhæfst í hvaða frumugerð líkamans sem er. Þessir eiginleikar bjóða upp á einstaka möguleika í stofnfrumulækningum enda er markmiðið að nýta ES-frumur sem ótakmarkaða uppsprettu til að sérhæfa þær í frumulínur sem nota má til ígræðslu í skaddaðan vef. Auk þess geta ES-frumur hugsanlega skýrt þróun ýmissa sjúkdóma. Til að þetta verði að veruleika er nauðsynlegt að skilja samspil þeirra þátta sem viðhalda fjölhæfi eða ákvarða sérhæfingu ES-frumna. TGF boðleiðin hefur mikilvægu hlutverki að gegna í fósturþroskun eins og sýnt hefur verið fram á með “knockout” tilraunum á músum þar sem ákveðin gen TGF boðleiðarinnar hafa verið slegin út. ES-frumur virðast henta vel til að athuga nánar mikilvægi TGF í þroskun og sérhæfingu enda erfitt að athuga slíkt í spendýrum, þá sérstaklega í mönnum. Tilgangur þessa verkefnis er að kanna hlutverk TGF boðflutnings í endurnýjun og sérhæfingu ES-frumna og einblínum við á sérhæfingu ES-frumna í hjartavöðvafrumur en þær tilheyra miðlaginu. ES-frumum er haldið ósérhæfðum og fjölhæfum (pluripotent) í skilyrtu æti. Sérhæfingu ES-frumna er komið af stað með myndun frumukúla (embryoid bodies) sem sérhæfast enn frekar í hjartavöðvafrumur á gelatínhúðuðum brunnum. Til þess að betri heimtur fáist á sláandi hjartavöðvafrumum er hægt að rækta saman ES-frumur og innlagsfrumur (endoderm cells). Sláandi samdráttarsvæði (beating areas) voru greind og kom í Ijós að fjöldi þeirra eykst í samræktunum án sermis. ES- frumurnar voru örvaðar með vaxtarþáttum TGF fjölskyldunnar eða látnar yfirtjá sívirka TGF viðtaka. Frumurnar voru greindar á ólíkum tímapunktum með tilliti til tjáningar TGF gena með RT-PCR og virkni TGF boðleiðarinnar athuguð með “western blotting” aðferðinni. Ákveðnir meðlimir sem tilheyra TGF stórfjölskyldunni virðast örva ES-frumur til þess að sérhæfast í hj arta vöðvafrumur. G 3 Erfðafræði algengra sjúkdóma Kári Stefánsson Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.