Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 22
ÁGRIP GESTAFYRIRLESTRA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ G 4 Kennsl borin á menn í stórslysum og stríði Svend Richter Tannlækningastofnun, tannlæknadeild HÍ svend@hi.is Inngangur: Til að bera kennsl á menn eru fyrst og fremst notaðar þrjár greiningaraðferðir sem hver getur staðið ein og sér. Tannfræðileg greining, DNA greining og fingrafaragreining. Aðrar greiningaraðferðir eins og persónuskilríki, fatnaður, skartgripir og aðrar persónulegar eigur geta einar og sér ekki staðfest greiningu en geta stutt önnur gögn. Trúverðugri eru ýmis líkamleg kennileiti eins og húðflúr, ör og merki eftir áverka eða uppskurði og brottnám líffæra. Hér á landi er rannsókn óþekktra einstaklinga, lífs eða liðinna, í höndum DVI-kennslanefndar ríkislögreglustjóra. Scandinavian Star ferjuslysið: Þann 7. apríl 1990 kom upp eldur í ferjunni á Oslóarfirði á leið milli Noregs og Danmerkur. Eitt hundrað fimmtíu og átta farþegar af 494 fórust. Ferjan var dregin til Svíþjóðar og látnir fluttir til Osló til greiningar. Rannsóknarhópar voru myndaðir til að starfa um borð í ferjunni, safna gögnum um hina horfnu, samanburðar- og kennsluhópar og krufningshópar. Danska DVI-nefndin kom til Osló, enda margir Danir sem fórust. í þessum vinnuhópum störfuðu 17 tannlæknar, þar af tveir Danir og einn íslendingur. Eldur kom upp á nokkrum stöðum nánast samtímis við stigaganga sem lokaði útgönguleiðum. Merki um neyðarútganga voru fjarlægð og fundust í káetu þekkts brennuvargs sem talinn er valdur slyssins. Hann var einn þeirra sem fórust. Yfir 1.000 tilkynningar um horfna menn bárust lögreglu, þar á meðal falskar tilkynningar. Dánarorsök var fyrst og fremst eitraður reykur. Á aðalbruna- svæðinu brann nánast allt. Þar fór hitastig yfir 1.000°C og aðeins brunnin bein og tennur voru eftir. Niðurstaða tannfræðilegrar greiningar varð sú að greining var staðfest hjá 107, greining sennileg hjá 16, möguleg hjá 23, en engin niðurstaða hjá 12 eða alls 158. Með öðrum greiningaraðferðum tókst að staðfesta kennsl á öllum. Við lok greiningaferilsins komu í ljós mistök þar sem greining tveggja stúlkna á sama aldri víxlaðist eftir að útför annarrar hafði farið fram. Mistökin voru leiðrétt. Rannsókn fjöldagrafa í Kosovo í ágúst 1999:Tilgangur verkefnisins var að bregðast við ósk Stríðsglæpadómstólsins í Haag (ICTY) og Interpol um rannsókn meintra fjöldamorða í Kosovo. Sendir voru þrír fulltrúar íslensku DVI-kennslanefndarinnar. Hópnum var falið að starfa á friðargæslusvæði Bandaríkjamanna í Suðaustur-Kosovo í teymi með sex austurrískum lögreglumönnum. Starf íslenska hópsins yrði uppgröftur, krufning, skráning persónueinkenna og frágangur hinna látnu, með það meginhlutverk að finna dánarorsök. Hlutverk Austurríkismanna yrði vettvangsrannsókn, ljósmyndun, fingrafaragreining og rannsókn skotfæra. Áður en rannsókn á vettvangi hófst var svæðið sprengjuleitað, girt af með gaddavír og þungvopnaðir hermenn settir í gæslu allan sólahringinn. Við rannsókn látinna var útbúin krufningsaðstaða í hertjaldi á vettvangi þar sem hiti fór oft í 40°C. Eftir uppgröft voru málmleitartæki notuð til að staðsetja byssukúlur. Við skráningu notaði íslenski hópurinn í fyrsta sinn tölvuforrit frá danska fyrirtækinu Plass Data. Áverkar voru flokkaðir eftirfarandi: skotáverkar (high velo- city damage), áverkar eftir hnífa, byssustingi, axir og þess háttar (sharp or semi-sharp trauma) og höggáverkar af þungum áhöld- um (blunt trauma). Skotáverki var staðfestur ef fannst skotgang- ur í gegnum lög af fatnaði, hringlaga op og skotgangur (tractus) í mjúkvefjum með/án áverka á beini. Sennilegur skotáverki ef op fannst á húð og rekjanlegur gangur í mjúkvefjum. Mögulegur skotáverki ef op fannst á húð, gangur í mjúkvefjum, sem var illa rekjanlegur vegna rotnunar. Rannsakað var 21 lík. Hægt var að staðfesta dánarorsök 16 einstaklinga, mögulega dánarorsök þriggja, en í tveimur tilvikum voru líkin það illa farin að ekki var hægt að greina dánarorsök. Dánarorsök flestra voru skotáverkar, en einnig komu við sögu höggáverkar, stungusár og skorinn háls. Heildarskýrslu var skilað til Haag-dómstólsins í desember sama ár. Tsunami. Rannsókn látinna á flóðasvæðum Thailands: Talið er að um 283.000 manns hafi látist í flóðbylgjunni miklu í Suðaustur- Asíu 26. desember 2004, þar af um 5.400 íThailandi.Tveir íslensk- ir tannlæknar og einn lögreglumaður voru sendir til að starfa með norrænum starfsbræðrum. í greiningarstöðum látinna var fórnarlömbum komið fyrir í kæligámum eftir að hafa verið án kælingar í eina til tvær vikur. Af trúarlegum ástæðum voru grein- ingarstaðir staðsettir til bráðbirgða í Búddahofum, en síðar var sett upp fullkomin stöð á Phuketeyju. Alþjóðasamfélagið brást fljótt við og 37 lönd sendu sérfræðinga til aðstoðar. Upplýsingar um tennur hinna látnu (PM) og hinna horfnu (AM) voru færðar í tölvuforritið DVI System International (Plass Data, Danmörk). Forritið leitar að mögulegum greiningum sem staðfestar eru með samanburði frumgagna. Sér tölvuforrit (AFIS) var notað fyrir fingraför. Öll meðferð AM- og PM-gagna svo og samanburður var unninn af erlendum sérfræðingum í samvinnu við innlend stjórnvöld íTTVI-IMC miðstöðinni á Phuketeyju. í desember 2005, þegar greiningarstöðinni á Phuketeyju var lokað, hafði tekist að bera kennsl á tæplega 3.000 af þeim 3.750 látnum sem skráðir voru í miðstöðinni. Þá voru 1.392 (47,62%) greindir af tönnum, 997 (34,11%) af fingraförum, 506 (17,31%) af DNA og 28 (0,96%) af öðrum líkamlegum einkennum. Tannfræðileg greining reyndist árangursrík, áreiðanleg og hraðvirk aðferð. Hún gagnaðist síst börnum sem voru án tann- fyllinga. Tækni við fingrafaragreiningu fleygir fram meðal annars með möguleikum á að nota undirhúð (dermis) þegar húðþekju (epidermis) vantar. Ólíkt því sem verið hefur í öðrum stórslysum á seinni árum, til dæmis í árásinni áTvíburaturnana 11. september 2001, þar sem stór hluti greininga byggðist á DNA, reyndist DNA-greining illa í Thailandi vegna mikillar rotnunar. G 5 Hugur og heilsa: Forvörn þunglyndis meðal ung- menna Eiríkur Örn Arnarson'.William Ed Craighead' 'Sálfræðiþjónusta Landspítala endurhæfingarsviði og læknadeild HÍ, 2sál- fræðideild Emory-háskóla, Atlanta, Georgia, Bandaríkjunum eiriknr@landspit(di. is Inngangur: Meiriháttar þunglyndiskast (major depressive episode) og óyndi (dysthymia) er algengt, hamlandi og á oftast upptök seint á táningsaldri. Allt að fjórðungur ungmenna er talin Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.