Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 24
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ ÁGRIP ERINDA E1 Bernard-Soulier á íslandi. Blæöingaeinkenni og blóðflögumælingar hjá sjúklingum, arfberum og viðmiðunarhópi Páll Torfi Önundarson1'3, Elísabet Rós Birgisdóttir1, Bylgja Hilmarsdóttir2, Brynja R. Guðmundsdóttir', Brynjar Viðarsson1, Magnús K. Magnússon12 'Blóðmeinafræðideild Landspítala, 2erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 3læknadeild HÍ brynjarg@landspitali.is Inngangur: Bernard Soulier (BS) er sjaldgæfur arfbundinn blóðflögusjúkdómur sem einkennist af stórum blóðflögum með skerta starfhæfni vegna stökkbreytinga í viðloðunasameindinni glýkóprótein lb alfa (GPlba). Þessi rannsókn er gerð til að kanna arfgerð íslenskra BS-sjúklinga (BSS) og arfbera, meta blæðingaeinkenni og blóðflöguvirkni hjá sjúklingum og arfberum og bera saman við heilbrigðan viðmiðunarhóp. Efniviður og aðferðir: Af 12 sjúklingum á íslandi náðist í 10 ásamt 21 arfblendinn einstakling og 25 heilbrigða einstaklinga. Allir þátttakendur svöruðu spurningum um blæðingasögu. Gerðar voru eftirfarandi mælingar: Blóðhagur, storkupróf, blóðflögukekkjun, PFA-100 lokunartími, frumuflæðisjárgreining á blóðflögum og arfgerðargreining til að kanna stökkbreytingar í GPlb“. Helstu niðurstöður: Greining BS-sjúklinga var staðfest með blóðflögukekkjun og flæðisjárgreiningu. Af 10 sjúklingum voru sjö arfhreinir, með sérstaka íslenska stökkbreytingu, T777 —> C (Cys65 —> Arg).Tveir sjúklingar voru tvíarfblendnir (compound heterozygosity), Cys65 —> Arg ásamt þekktri stökkbreytingu (Karlstad stökkbreyting), G2078 —> A (Trp 498 —> Stop). Einn sjúklingur var arfblendinn, með Karlstad stökkbreytingu og óskilgreinda BS stökkbreytingu. Af 21 arfbera, voru 14 með íslensku stökkbreytinguna, sex voru með Karlstad og einn með óskilgreinda stökkbreytingu. Eins og búast mátti við voru allir sjúklingar með stórar og fáar blóðflögur og enga tjáningu af GPlb komplex í flæðisjá og enga kekkjun með ristócetín. Miðað við viðmiðunarhóp voru BS-sjúklingar með umtalsvert meiri blæðingaeinkenni. Arfberar voru með fækkun á blóðflögun og óeðlilega stórar blóðflögur. Einnig voru þeir með marktæk blæð- ingaeinnkenni samkvæmt spurningarlistum þó svo að einkenni þeirra væru væg. Alyktanir: Eins og búast mátti við voru sjúklingarnir með umtals- vert meiri slímhúðarblæðingaeinkenni, einnig óeðlilegri blæð- ingapróf. Einnig var áhugavert að arfberarnir voru líka með einkenni blóðflögugalla, það er aukin blæðingaeinkenni og færri og stærri blóðflögur en viðmiðunarhópur. E 2 Aukin blæðingaeinkenni hjá heilbrigðum unglingum tengjast vægum, mælanlegum frumstorkugöilum Brynja R. Guömundsdóttir'. Páll Torfi Önundarson1-2 ‘Blóðmeinafræöideild Landspítala, 2læknadeild HÍ brynjarg@landspita!i. is Inngangur: Blæðingaeinkenni eru það algeng í samfélaginu, að það er mögulegt að þau finnist fyrir tilviljun hjá fólki, sem mælist með mjög væga frumstorkugalla. Efniviður og aðferðir: Til þess að meta hvort vægir frum- storkugallar valdi aukinni blæðingahneigð könnuðum við blæð- ingaeinkenni hjá hópi heilbrigðra unglinga. Síðan var undirhópur unglinga með aukin blæðingaeinkenni og samanburðarhópur rannsakaður nánar til þess að ákvarða aukna blæðingahættu, sem tengist vægri tölfræðilegri lækkun á von Willebrand þætt (von Willebrand faktor, VWF), og hjá þeim sem höfðu væga skerðingu á blóðflöguvirkni samkvæmt blóðflögukekkjun. Flelstu niðurstöður: Aukin blæðingahneigð var til staðar hjá 63 af 809 táningum (7,8%) og 48 (76%) komu til blóðrannsóknar. Af 48 komu 39 (62%) í aðra blóðprufu til að endurtaka VWF-mæl- inguna. Til viðmiðunar komu 162 einkennalausir í eina mælingu en 151 í tvær. Lág gildi VWF samkvæmt þremur mælingaraðferð- um voru algengari hjá einkennahópnum en hinum einkennalausu, það er lág virkni ristocetin cofactors (23,1 % á móti 5,3%; OR 5,3), lág kollagenbinding-virkni (15,3% á móti 4,6%; OR 3,7) og lágt VWF-prótein (25,6% á móti 6,6%; OR 4,8). Lág gildi ristocetin cofactors voru frá 35-45 U/dL nema hjá einum sem var með gildið 26 U/dL. Matshæf blóðflögukekkjun var gerð hjá 47 af 63 með blæðingahneigð (75%) og 159 einkennalausum. Væg óeðlileg kekkjun (það er óeðlileg kekkjun samtfmis með ADP og epinep- hrini) var algengari hjá táningum sem höfðu blæðingarhneigð en hjá viðmiðunarhópnum (12,8% á móti 4,8%; OR 3,2). Alyktanir:Táningar með vægt lækkaðan VWF og væga óeðlilega blóðflögukekkjun eru í 5,3-faldri og 3,2-faldri hlutfallslega auk- inni blæðingahættu. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að geta metið nánar klíníska þýðingu þessarar áhættu. E3 Um notagildi PFA-100® lokunartíma við greiningu á frumstorkugöllum Margrét Ágústsdóttir', Brynja R. Guðmundsdóttir1, Páll Torfi Önundarsonu 'Blóðmeinafræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ brynjarg@landspitali.is Inngangur: Von Willebrand sjúkdómur (VWD) og ýmsir blóð- flögugallar valda afbrigðilegri blæðingahneigð vegna truflunar á myndun frumstorku. Erfitt getur reynst og kostnaðarsamt að greina þessa sjúkdóma sökum breytileika í mælingum og skorts á góðu skimprófi. Við rannsökuðum notagildi lokunartíma (clos- ure time mælt, á Platelet function analyzer, PFA-100® frá Dade- Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.