Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 31
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
E 20 Greining endurþrengsla í stoðnetum kransæða með
klínísku einkennamati og áreynsluþolprófi
Sandra Dís Steinþórsdóttir', Sigurdís Haraldsdóttir2, Karl Andersen1-2
'Læknadeild HÍ, 2hjartadeild Landspítala
sandras@hi.is
Inngangur: Kransæðavíkkun með stoðnetsísetningu er
árangursrík meðferð við kransæðaþrengslum. Þrátt fyrir góðan
árangur víkkana verða endurþrengsli í stoðneti í allt að 20-
30% tilfella innan fjögurra til sex mánaða og takmarkar það
verulega meðferðarárangur. Hluti þessara endurþrengsla er
án einkenna. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu
vel áreynsluþolpróf og klínískt einkennamat segja til um hvort
endurþrenging í stoðneti hafi orðið.
Efniviður og aðferðir: Úrtakið var 36 sjúklingar sem allir komu
til kransæðavíkkunar með stoðnetsísetningu í fyrsta sinn. Þeir
voru skoðaðir að hálfu ári liðnu með klínísku einkennamati,
sem byggðist á hjartalínuriti og einkennum um áreynslutengda
brjóstverki, og með áreynsluþolprófi á þrekhjóli þar sem leitað
var að hjartalínuritsbreytingum sem benda til endurþrengsla.
Að lokum voru endurþrengsli í stoðnetum metin með
kransæðaþræðingu.
Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinganna var 62,5±9,1 ár. Tvær
konur (5,6%) og 34 karlar, með samtals 61 stoðnet, voru
rannsökuð. Klínískt einkennamat reyndist hafa 11,1% næmi,
81,5% sértæki, 16,7% spágildi jákvæðs prófs og 73,3% spágildi
neikvæðs prófs. Áreynsluþolprófin reyndust hafa 33,3% næmi,
55,6% sértæki, 20,0% spágildi jákvæðs prófs og 71,4% spágildi
neikvæðs prófs. Jákvæð fylgni mældist milli áreynsluþolprófs og
klínísks einkennamats (R=0,661). Hittni áreynsluþolprófa var
50% en klíníska einkennamatsins 63,9%.
Ályktanir: Hvorki klínískt einkennamat né áreynsluþolpróf eru
áreiðanleg til að meta endurþrengingu í stoðnetum kransæða,
áreynsluþolprófin hafa þó heldur skárra næmi. Neikvætt spágildi
prófanna er gott en jákvætt spágildi er lélegt. Áreynsluþolpróf
eru oftar falskt jákvæð en klínískt einkennamat.
E 21 Magnakerfiðgegnirhlutverkiímeinþróunfæðumiðlaðs
kransæðasjúkdóms
Perla Þorbjörnsdóttir', Ragnhildur Kolka1, Eggert Gunnarsson . Slavko H.
Bambir2, Guðmundur Þorgeirsson3, Girish J. Kotwal4, Guðmundur Jóhann
Arason1
'Rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisfræðideild, 2Tilraunastofa HÍ í
meinafræði að Keldum, 3lyfjadeild Landspítala, 4University of Cape Town,
Höfðaborg
garason@landspitali.is
Inngangur: Æðakölkunarsjúkdómur er ein aðal orsök hjarta-
og æðasjúkdóma og er aðal dánarorsökin um allan heim, að
undanskildri Afríku sunnan Sahara. Algengi sjúkdómsins er
85% hjá fólki um fimmtugt og sjúkdómurinn á sök á yfir 30%
dauðsfalla í heiminum öllum. Kransæðasjúkdómur er þrálátur
bólgusjúkdómur. Magnakerfið er einn öflugasti bólgumiðill
mannslíkamans og gæti því komið við sögu í meinþróun
kransæðasjúkdóms. í þessari rannsókn voru áhrif magnahindrans
VCP (vaccinia virus complement control protein) athuguð í
músalíkani.
Efniviður og aðferðir: Fiturákir voru framkallaðar í kvenkyns
C57BL/6 músum með fituríku fæði í 15 vikur og saltvatni eða
magnahindranum VCP (20 mg/kg) sprautað í æð á viku 8-15 (sex
mýs hvor hópur). Til samanburðar voru þrjár mýs sem fengu
venjulegt fæði og voru sprautaðar með saltvatni. Æðaskemmdir
(sem hlutfall af umfangi æðar) voru metnar með smásjárskoðun
á ósæð eftir litun með “oil-red-O”, og bornar saman með aðstoð
Leica Qwin forrits. Til athugunar voru sneiðar teknar af 280pm
bili við upptök ósæðar (fjórða hver sneið) samkvæmt aðferð
Paigen og félaga (Atherosclerosis 1987; 68:231-240).
Niðurstöður: Greinilegar vefjaskemmdir mynduðust í músum
sem fengu fituríkt fæði og voru sprautaðar með saltvatni (0,75%
ósæðar). Pær einkenndust af samsöfnun fitu og átfrumna í
innri lögum æðarinnar (tunica intima/media). Marktækt minni
fiturákir (0,41% ósæðar) mynduðust hjá músum sem fengu 20
mg/kg VCP (p=0,004). Engar skemmdir sáust í æðum músa sem
fengu venjulegt fæði (0,04% ósæðar).
Ályktanir: Hindrun magnakerfis hefur marktæk áhrif á
fæðumiðlaðan kransæðasjúkdóm í músalíkani.
E 22 Áhrif fisk- og fiskolíuneyslu á blóðfitur. íhlutandi
rannsókn á þyngdartapi meðal of þungra einstaklinga
Ingibjörg Gunnarsdóttir1, Helgi Tómasson2, Mairead Kiely3, J. Alfredo
Martinéz4, Narcisa M. Bandarra5, Maria G. Morais6, Inga Þórsdóttir1
'Rannsóknastofa í næringarfræði Landspítal og matvæla- og
næringarfræðiskor HÍ, 2viðskipta- og hagfræðideild HÍ, 3Department of
Food and Nutritional Sciences, University College Cork, írlandi, 4The
Department of Physiology and Nutrition, University of Navarra, Spáni,
5The National Research Institute on Agriculture and Fisheries Research,
Lissabon, Portúgal, 6Faculty of Medical Sciences of Lisbon, Portúgal
ingigun@landspitlai. is
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif af
fiskneyslu á blóðfitur í íhlutandi rannsókn á þyngdartapi.
Efniviður og aðferðir: Alls hófu 324 karlar og konur (20-40 ára)
frá íslandi, Spáni og írlandi þátttöku. Líkamsþyngdarstuðul
(LÞS) þeirra var á bilinu 27,5-32,5 kg/m2. íhlutun stóð yfir í átta
vikur. Dagleg orka sem þarf til að halda óbreyttri þyngd var
metin fyrir hvern þátttakanda í upphafi íhlutunarinnar og hver
einstaklingur fékk matseðil sem svaraði 30% orkuskerðingu.
Þátttakendum var af handahófi skipt í fjóra rannsóknarhópa: 1)
viðmiðunarhópur (sólblómaolíuhylki, hvorki fiskur né fiskiolíur),
2) þorskhópur (þrisvar í viku 150g af þorski), 3) laxhópur (þrisvar
í viku 150g af laxi), 4) fiskolíuhópur (DHA/EPA hylki, enginn
fiskur). Mælingar á styrk kólesteróls, LDL og HDL, þríglýceríða
(TG) auk líkamsmála voru gerðar við upphaf og lok íhlutunar.
Hclstu niðurstöður: Lækkun á heildarkólesteróli var
meiri í þorskhópnum (-0,2 mmól/L; p=0,047) heldur en í
viðmiðunarhópnum, þegar tekið hafði verið tillit til upphafsgildis,
kyns og þyngdartaps. Lækkun í heildarkólesteróli í þorskhópi
var að hluta til hægt að skýra með lækkun í HDL fremur en
LDL. HDL lækkun virtist minni í þeim hópum sem fengu langar
Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 31