Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 33
AGRIP ERINDA / XIII. VI'S NDARÁÐSTEFNA H í ■ fjölómettaðra fitusýra í frumuhimnum í hippókampus músanna. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að aukið magn DHA og E-vítamíns í heila geti dregið úr oxunarálagi. Tilgangurinn var að kanna hvort aukin neysla DHA hefði áhrif á magn DHA og E-vítamíns í frumuhimnum í heila eldri SAMP8 músa og á námsgetu og minni þeirra. Efniviður og aðferðir: Tíu mánaða gömlum músum var gefið fóður, sem innihélt annað hvort lítið (L-DHA) eða mikið magn af DHA (H-DHA). Tveimum mánuðum síðar var minnisgeta þeirra könnuð í T-laga völundarhúsi. Hippókampus og amygdala svæðum heilans var síðan safnað og þau fitudregin með klóróform-metanól blöndu. Gerðir FL í fituefni heilasýnanna voru aðskilin á þunnlagsskilju og fitusýrur þeirra aðgreindar í gasgreini. E-vítamín í fituefni var einangrað úr heilasýnunum með EtOH-hexan blöndu og mælt í vökvagreini (HPLC). Niðurstöður: DHA úr fóðrinu skilaði sér inn í himnu FL heilasýnanna. Hjá músunum, sem fengu H-DHA fóður var meira (P<0,05) DHA í himnu FL heilasýna og betri (P<0,01) námsgeta og minni en hjá þeim sem fengu L-DHA fóður. Enginn munur var á styrk E-vítamíns í heilasýnunum milli fóðurhópanna. Ályktanir: Niðurstöður Alzheimers músalíkansins styðja tilgátuna um að DH A í fæðu auki magn DH A í heila og dragi úr námstregðu og minnisleysi. E 26 Tengsl ómega-3 fitusýra í rauðum blóðkornum á fyrri hluta meðgöngu og hlutfalls fylgju- og fæðingarþyngdar Anna R. Magnúsardóttir1, Laufey Steingrímsdóttir2, Hólmfríður Porgeirs- dóttir2, Arnar Hauksson’, Guðrún V. Skúladóttir1 ‘Lífeðlisfræðistofnun HÍ, ’Lýðheilsustöð,’Miðstöð mæðraverndar arm@hi.is Inngangur: Ómega-3 fitusýran EPA er forveri prostaglandíns af gerð 3 sem er æðavíkkandi og minnkar seigju blóðs og eykur því blóðflæði. DHA er önnur ómega-3 fitusýra sem er nauðsynleg til þroskunar miðtaugakerfis fósturs. Fóstrið er háð því að fá þessar fitusýrur frá móðurinni um fylgjuna. Næring fósturs á fyrri hluta meðgöngu er ekki síður mikilvæg en seinna á meðgöngunni því þá eru líffæri fóstursins að þroskast, og talið er að skert blóðflæði um fylgju á þessu skeiði geti haft afleiðingar fyrir heilsu einstaklingsins seinna á ævinni. Hlutfall fylgju- og fæðingarþyngdar hefur verið notað til að meta hvort um ofvöxt fylgju er að ræða (hypertrophy), en ofvöxtur getur orðið þegar blóðflæði um fylgju er skert. Hlutfallið hefur lítt verið skoðað þegar meðganga er eðlileg og nýburi heilbrigður. Efniviður og aðferðir: Fitusýrusamsetning rauðra blóðkorna (RBK) var ákvörðuð hjá 86 heilbrigðum barnshafandi konum við 11.-15. viku meðgöngu. Konurnar svöruðu spurningalistum um neyslu og lífsstíl. Upplýsingum um útkomu meðgöngunnar var safnað og allar þær konur sem áttu í vandamálum tengdum meðgöngu eða fæðingu voru útilokaðar. Niðurstöður: Um neikvæða fylgni var að ræða milli ómega- 3 fitusýra í rauðum blóðkornum og hlutfalls fylgju- og fæðingarþyngdar (r=-0,27; P=0,013; n=86) eftir að leiðrétt var fyrir meðgöngulengd, þannig að því hærri sem hlutur ómega-3 fitusýra var í rauðum blóðkornum kvennanna, því léttari var fylgjan miðað við þyngd nýburans. Fylgnin var mun sterkari hjá þeim konum sem hvorki tóku lýsi né ómega-3 hylki/lýsisperlur (r=-0,48; P<0,001; n=53). Kyn barns og lífsstíll móður hafði engin áhrif. Ályktanir: Þessi rannsókn bendir til þess að það séu tengsl milli hærri hluts ómega-3 fitusýra í rauðum blóðkornum á fyrri hluta meðgöngu og betra blóðflæðis um fylgju. E 27 Alkalóíðar úr íslenskum jafnategundum (Lycopodium), andkólínesterasaverkun in vitro Elsa Steinunn Halldórsdóttir, Elín Soffía Ólafsdóttir Lyfjafræðideild HÍ esh2@hi.is Inngangur: Jafnar eru lágplöntur sem framleiða áhugaverð efnasambönd, alkalóíða, sem sýnt hafa hindrandi verkun á asetýlkólínesterasa ensímið, og gætu því reynst áhugaverð sem hugsanleg lyf við Alzheimers sjúkdómi. Yfir 500 tegundir jafna vaxa víðsvegar í heiminum, en aðeins fimm þeirra hér á landi. Þeir eru lyngjafni, mosajafni, litunarjafni, skollafingur og burstajafni. Meginmarkmið rannsóknarinnar voru tvíþætt. í fyrsta lagi að rannsaka alkalóíðainnihald í íslenskum jafnategundum, einangrun alkalóíða og byggingarákvörðun þeirra. í öðru lagi að kanna andkólínesterasavirkni þessara alkalóíða. Efniviður og aðferöir: Notaðar voru þrenns konar súluskiljunaraðferðir til einangrunar á alkalóíðum og við sannkenningu þeirra var stuðst við prótónu- og kolefniskjarnsegulróf (NMR). Mæling á andkólínesterasavirkni var framkvæmd á efnablöndum og hreinum efnum einangruðum úr j afnategundunum með hjálp sérhæfðar þunnlagsskiljunar- (TLC-) aðferðar. Niðurstöður: Frumrannsóknir sýndu að íslenskir jafnar innihalda fjölda alkalóíða. Einangraðir voru þrír alkalóíðar úr lyngjafna og reyndust þeir vera annotinin, annotin og annotin N-oxíð. í rannsóknum á verkun efnanna á asetýlkólínesterasa sýndu alls sex efni hindrandi verkun samkvæmt TLC-aðferð. Tveir þeirra eru annotin og annotin N-oxíð, en annotinin sýndi ekki virkni. Annotin og annotin N-oxíð hafa einungis fundist í lyngjafna og hefur asetýlkólínesterasaverkun þessara alkalóíða ekki verið líst fyrr. Ályktanir: Lyngjafni inniheldur lýkópódíum alkalóíða sem hemja asetýlkólínesterasa en einnig alkalóíða sem hemja ekki ensímið. Áhugavert er að rannsaka frekar samband milli byggingar og vikni þessara alkalóíða. E 28 Taugasækni mæði-visnuveirunnar Valgerður Andrésdóttir, Þórður Óskarsson, Hulda S. Hreggviðsdóttir, Sigurður Ingvarsson Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum valand@hi.is Inngangur: Mæði-visnuveiran (MVV) tilheyrir flokki lentiveira og er því náskyld eyðniveirunni (HIV). Veiran veldur aðallega Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.