Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 39
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ berkjufrumulínu sem nefnist VAIO. Þessi frumulína var útbúin með retróveiruinnskoti (E6 og E7 æxlisbæligen) í berkjufrumur úr mannslunga. Aðferðir: Við beittum litningagreiningu, mótefnalitunum, Western blot greiningu, confocal smásjárskoðun og sérhæfðum ræktunaraðstæðum til að rannsaka svipgerð og starfsemi VAIO. Frumulínan hefur verið ræktuð í meira en tvö ár (um 60 umsáningar). Niðurstöður: VA10 sýnir hefðbundna þekjuvefssvipgerð í tvívíðri rækt.Tjáning á Keratín 5,13,14 og 17 bendir til þess að VA10 hafi basalfrumusvipgerð. Einnig tjáir VA10 K6þ4 integrin og p63 sem er einkennandi fyrir basalfrumur í hinum ýmsu vefjum. VA10 myndar hátt rafviðnám þegar hún er ræktuð á himnum í sérhæfðu ræktunaræti sem bendir til þess að frumulínan myndi starfræn þéttitengi milli frumna. Mótefnalitanir sýna að VA10 tjáir flesta þætti þéttitengsla- flókans svo sem Claudin-1, Occludin, JAM, and ZOl. Confocal skönnun sýnir að þéttitengsla-flókinn skiptir þekjunni í “apical” og “basolateral” hluta og að aktin stoðgrindin binst greinilega við þéttitengslaflókann. Pegar frumulínan er ræktuð í þrívíðu millifrumuefni myndar hún skautað byggingarform þar sem integrin eru tjáð á basolateral-hlutanum og tengja þar með frumurnar við millifrumuefnið. Ályktanir: Þessi frumulína býr yfir eiginleika sem gerir okkur kleift að rannsaka áhrif sýkla og lyfja á varnir lungna en þéttitengslaflókinn gegnir miklu hlutverki í því sambandi. Auk þess sýnir basalfrumusvipgerð frumulínunnar að mögulegt er að nýta hana til rannsókna á vefjasamsetningu berkjuþekju. E 43 Samanburður í Mitf geninu milli fjarskyldra tegunda leiðir í Ijós ný varðveitt svæði Bencdikta S. Hafliðadóttir', Jón H. Hallsson2, Alexander Schepsky1, Heins Arnheiter3, Eiríkur Steingrímsson1 'Lífefna- og sameindalíffræðistofa, læknadeild HÍ, 2Landbúnaðarháskóli Íslands/Keldnaholt, -’Mammalian Development Section, National Institute of Neurological Disorders and Stroke, National Institutes of Health, Bethesda, MD, USA bsh@hi.is Inngangur: Mitf umritunarþátturinn (microphthahnia-assoáaXeá transcription factor) tilheyrir fjölskyldu MYC próteina sem innihalda basic Helix-Loop-Helix Leucine Zipper svæði. Stökkbreytingar í Mitf geninu hafa áhrif á þroskun mismunandi frumutegunda og valda meðal annars heyrnleysi í mönnum. Nýlega hefur komið í ljós að Mitf kemur við sögu í myndun sortuæxla og skiptir miklu máli við viðhald á stofnfrumum litfrumna. Hér berum við saman Mitf genið og próteinið milli fjarskyldra tegunda, bæði hryggdýra og hryggleysingja og finnum ný varðveitt svæði. Einnig berum við saman stýrisvæði Mitf gensins sem notað er í litfrumum (1M promoter) og 3XJTR svæðið. Efniviður og aðferðir: Raðirnar sem notaðar eru koma úr almennum gagnabönkum eða fengust með raðgreiningu. Raðirnar voru bornar saman með ClustalW forritinu. Við notuðum Mitf 3 UTR röðina og 1M stýrilinn úr mús til að finna viðeigandi raðir í öðrum tegundunum með BLAST. TargetScan forritið var notað til að finna miRNA bindiset í 3TJTR röð Mitt og rVISTA forritið til að finna varðveitt bindiset í stýriröðunum. Helstu niöurstöður: Ný varðveitt svæði í Mitf próteininu fundust sem sýna mikla varðveislu milli fjarskyldra tegunda. Vel varðveitt miRNA bindiset komu í ljós í 3TJTR svæði Mitf og bindiset í stýrilsvæði Mitf eru einnig vel varðveitt milli tegunda. Ályktanir: Ný varðveitt svæði sem komið hafa í ljós við samanburð á Mitf geninu í fjarskyldum tegundum veita frekari innsýn í hlutverk og stjórnun Mitf próteinsins. Varðveitt miRNA bindiset í 3'UTR svæði Mitf benda til þess að stjórnun á genastarfsemi Mitf sé flóknari en áður var talið og að miRNA taki þátt í stjórnun þess. Frekari rannsóknir á þessum svæðum munu auka skilning á stjórnun og hlutverki Mitf gensins enn frekar. E 44 Tvívíður rofháður rafdráttur, greiningar á basa- breytingum í flóknum sýnum Guðmundur Heiðar Gunnarsson1-2, Bjarki Guðmundsson2, Hans Guttormur Þormar1, Jón Jóhannes Jónsson1-3 'Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2Lffeind, 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala jonjj@hi.is Inngangur: Stöðugt eru gerðar meiri kröfur um öflugar og áreiðanlegar aðferðir til að skima fyrir öllum, bæði þekktum og óþekktum, stökkbreytingum sem fram koma í einstökum genum. Nýlega hafa verið skilgreind ensím sem með rjúfa annan þátt DNA sameinda sem innihalda mispörun vegna breytinga á stökum bösum (SNP) eða lítilla innskota/úrfellinga. Slíkt ensímrof er greint með einvíðum rafdrætti. Þetta hefur takmarkað afkastagetu greininganna þar sem aðeins er hægt að skoða eina DNA sameind í einu. Við lýsum þróun tvívíðs rafdráttarkerfis fyrir greiningar á rofsetum í flóknum DNA sýnum. Með aðferðinni er hægt að greina mislangar DNA sameindir samtímis með tilliti til hvort þær innihaldi rofset og greina þannig samtímis flókin sýni sem ná yfir heil gen. Aðferðir: Mynduð voru tvíþátta prófefni með skurði á lambda erfðaefni. Hluti prófefnanna var rofinn með ensími sem veldur rofi þegar það binst við bindiset sitt ( GAGTCNNNNAN). Efniviðurinn var svo notaður til að þróa og staðla tvívíðu rafdráttaraðferðina. í framhaldinu voru prófefni sem innihéldu allar einfaldar misparanir mynduð og þau notuð til að skilgreina sértækt rof með endónúkleasa V og CEL I. Prófefnum var svo blandað við flóknari sýni og sýnt fram á sértækni rofsins með tvívíðum rofháðum rafdrætti. Niðurstöður: Hægt var að aðskilja flókin sýni af rofnum og heilum DNA sameindum. Sýnt var fram á skilvirkan aðskilnað á DNA sameindum sem innihéldu einfalda mispörun úr safni réttparaðra DNA sameinda með því að meðhöndla sýnið fyrst með Cell núkleasa. Ályktanir: Við höfum þróað tvívíðan rofháðan rafdrátt til að aðgreina DNA sameindir sem innihalda rofset frá DNA sameindum sem eru heilar. Pessi aðferð opnar nýja möguleika á greiningu flókinna sýna og gæti reynst öflug við mispörunarskimun á heilum genum. Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.