Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 51
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ slímhúðar, munnbaktería og munnvatnsframleiðslu. Spurningar voru lagðar fyrir þátttakendur meðal annars til að meta heilsufar, munnhirðu og mataræði. Niðurstöður: Miðað við samanburðarhópinn höfðu Parkinsons sjúklingar tapað marktækt fleiri tönnum (P<0,05). Þeir höfðu hærra DMFT (P<0,05) og DMFS (p<0,01), dýpri meðaltalspokadýpt á mældum tönnum (p<0,05), hærri gingival index (p<0,01) og meiri tannsýklu (p<0,001). Ekki mældist marktækur munur á sykurneyslu, sælgætisneyslu, tannburstun eða munnvatnsframleiðslu meðal Parkinsons sjúklinga og samanburðarhóps. Alyktanir: Vitað er að vegna hreyfi-og farlömunar eiga Parkinsons sjúklingar erfitt með eigin munnhirðu og að sækja tannlæknaþjónustu. Hugsanlegt er að þetta valdi lakari útkomu Parkinssons sjúklinga í flestum mælingum á munnheilsu í rannsókn þessari. Niðurstöðurnar gætu komið heilbrigðisyfirvöldum að gagni við að móta forvarnir og skipuleggja aðstoð við þennan hóp. E 76 Að innleiða nýja tækni í meðgönguvernd: Orðræða í íslenskum fjölmiðlum um hnakkaþykktarmælingu Hclga Gottfreðsdóttir, Kristín Björnsdóttir Hjúkrunarfræðideild HÍ helgagot@hi.is Inngungur: í nútímasamfélögum eru fjölmiðlar áhrifamikill þáttur í að móta viðhorf fólks varðandi heilbrigði og heilbrigðisþjónustu. í þessari rannsókn er leitast við að skoða umræðu um hnakkaþykktarmælingu í fjölmiðlum á íslandi, áður en tekin var ákvörðun um að bjóða hana öllum verðandi foreldrum. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni sem felst í að skoða hvernig ákvörðun verðandi foreldra um að þiggja skimun fyrir fósturgöllum á fyrsta þriðjungi meðgöngu verður til. Efniviður og aðferðir: Þau gögn sem byggt er á í þessum hluta eru greinar og viðtöl sem birtust í dagblöðum frá ársbyrjun 2000 til loka árs 2005. Jafnframt voru skoðuð viðtöl og fréttaskýringar 1 Ijósvakamiðlum á sama tímabili, auk fræðsluefnis um hnakkaþykktarmælingu sem ætlað var verðandi foreldrum. Úrvinnsla gagna byggir á orðræðugreiningu þar sem lögð er áhersla á að tungumálið sé mikilvægasti þátturinn í að móta reynslu og vinnlag. Niðurstöður: Áberandi í textum og viðtölum er það sem hægt er að kalla gagnrýnislausa virðingu fyrir tækniframförum. Rík áhersla er lögð á lykilhugtök svo sem upplýst val og áhættu. Inn 1 umræðuna fléttast hins vegar sjaldan umfjöllun um siðfræði, félagslegar hliðar fósturskimunar eða fjárhagslegan ávinning. Akvörðun um að skima fyrir Downs heilkenni á meðgöngu er véfengd af örfáum aðilum. Alyktanir: Samfélagslegir þættir eiga án efa stóran þátt í þeirri þróun sem á sér stað hér á landi varðandi innleiðingu nýrra aðferða til skimunar fyrir fósturgöllum. íslenska þjóðin er fremur einsleit og rík áhersla er á neyslu og óheft val almennings varðandi hvers kyns þjónustu. Mikilvægt er að þeir sem koma að ráðgjöf og þjónustu við verðandi foreldra hafi þekkingu á samspili þeirra fjölmörgu þátta sem móta viðhorf og reynslu þess hóps, og skilji jafnframt mögulegar afleiðingar fósturskimunar. E 77 Þekking og viðhorf varðandi fósturskimun og fósturgreiningu á íslandi Vigdís Stcfánsdóttir'. Heather Skirton2, Jón Jóhannes Jónssonu, Hildur Harðardóttir4 'Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 2Plymouth University, ’Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ,4fósturgreiningadeild Landspítala vigdisst@lan dspitali. is Inngangur: Öllum þunguðum konum á íslandi er boðin fósturskimun á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Ef líkur á fósturgalla/ fráviki eru auknar, er boðið upp á fósturgreiningu með legástungu og litningarannsókn. Mikilvægt er að ákvörðun um þátttöku í fósturskimun sé tekin með réttar og nægar upplýsingar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingu og skilning barnshafandi kvenna á skimun og fósturgreiningu á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Efniviður og aðfcrðir: Rannsóknin var í tveim hlutum hjá tveimur hópum kvenna á fyrsta þriðjungi meðgöngu, í hvorum hópi 200 konur. Fyrri hópurinn fékk hefðbundnar upplýsingar en seinni fékk að auki upplýsingabækling um fósturskimun og fósturgreiningu. Ljósmæður afhentu konum spurningalista með 21 spurningu. Spurt var um fósturskimun og fósturgreiningu, upplýsingagjöf og rannsóknir. Einnig hverju væri skimað fyrir og hvernig niðurstaða skimunar væri túlkuð með tilliti til hugs- anlegra fósturgalla. Gefinn var kostur á því að svara með frjálsum texta á nokkrum stöðum. Niðurstöður: Yfir 50% þátttakenda sögðust myndu þiggja boð um fósturskimun. Af þátttakendum í fyrri hluta sögðu 63% upplýsingar í mæðravernd vera mjög gagnlegar en 37% í seinni hluta. Úr fyrri hópnun sögðu rúmlega 40% að skimað væri fyrir þrístæðu 13 og 18 en yfir 60% í seinni hópnum. Úr fyrri hluta rannsóknarinnar eru niðurstöður þær að 34% þátttakenda svara því að ólíklegt sé að barn sé með Downs heilkenni ef niðurstaða úr skimprófi sýnir litlar líkur en 78% úr seinni hópnum. Af heildarfjölda vissu 83% að fósturskimun er gerð með ómskoðun, 72% blóðrannsókn, 85% hnakkaþykkt. Þrjátíu og átta af hundraði höfðu fengið upplýsingar um rannsóknir á meðgöngu hjá ljósmóður. Um 60% vildu helst fá upplýsingar frá ljósmóður en 30% frá lækni. Greining á frjálsum texta, þar sem þátttakendur útskýra í eigin orðum fósturskimun og fósturgreiningu, sýndi að talsverð þörf er á aukinni fræðslu til verðandi foreldra varðandi fósturskimun og fósturgreiningu. Ályktanir: Niðurstöður úr valspurningum og innihaldsgreining á frjálsum texta sýna að þekking verðandi mæðra á fósturskimun og fósturgreiningu er takmörkuð. Brýn þörf er að bæta úr upplýs- ingagjöf til verðandi foreldra. E 78 Hlutverk hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra við skimun vanlíðunar eftir fæðingu og við meðferð hennar. Fræðileg úttekt Marga Tliome,Anna ísabela Górska, Hrafnhildur Björk Brynjarsdóttir Hjúkrunarfræðideild HÍ marga@hi.is Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.