Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 52
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Inngangur: Markmið fræðilegrar úttektar var að kanna hvaða efni er til á alþjóðavísu um hlutverk hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra um skimun við vanlíðan kvenna eftir barnsburð og meðferð hennar og að lýsa stöðu þekkingar á þessu sviði. Efniviður og aðferðir: Gögnum var safnað við Ieitarvélarnar www.scholar.google.com, Ovid, PubMed, CINHAL, www.hvar. is, Scopus og www.tennedia.pl. Einnig var leitað á netinu að námskeiðum fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður og eftir rannsóknum sem lýstu meðferðum, veittum af þessum stéttum. Leitin fór fram á ensku, íslensku og pólsku. Önnur gögn voru fræðslunámskeið á netinu og ýmsir bæklingar. Niðurstöður: Tuttugu og fjórar rannsóknargreinar fundust og nið- urstöður sýndu að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður í nokkrum vestrænum löndum eru í lykilstöðu til að skima fyrir vanlíðan eftir barnsburð og til að veita samtals- og stuðningsmeðferðir fyrir konur sem þjást af vanlíðan eftir barnsburð. Alyktanir: Ályktað er að þrátt fyrir vaxandi hlutverk hjúkrunar- fræðinga og ljósmæðra við skimun eftir vanlíðan eftir barnsburð og meðferð hennar, gefi niðurstöður til kynna að í mörgum lönd- um vanti menntun og þjálfun þessara heilbrigðisstétta til að skima fyrir vanlíðan og veita viðeigandi meðferð. E 79 Ráðgjöf um getnaðarvarnir á kvennasviði Landspítala í tíu ár Sóley S. Bcnder 1-\ ReynirT. Geirsson2-3 'Hjúkrunarfræðideild HI, 2læknadeild Hl, 3kvennasvið Landspítala ssb@hi.is Inngangur: í ljósi hækkandi tíðni fóstureyðinga meðal kvenna á frjósemisskeiði, einkum meðal unglingsstúlkna, lagalegra ákvæða frá 1975 um kynheilbrigðisþjónustu og alþjóðlegra samþykkta um slíka þjónustu var árið 1997 opnuð móttakan, Ráðgjöf um getnaðarvarnir, á kvennadeild landspítala og var hún einkum ætluð konum sem fóru í fóstureyðingu á spítalanum. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða þróun þjónustunnar yfir 10 ára tímabil. Efniviöur og aðferðir: Skoðaðar voru komur kvenna á móttökuna á árunum 1997-2006 með tilliti til fjölda, tegundar getnaðarvarna og aldurs kvenna. Niðurstöður: Fyrstu árin fer komum hægt fjölgandi frá 135 árið 1997 og nær hámarki á árunum 2002-03, um 400 komur. Frá upphafi hafa unglingsstúlkur verið fjölmennasti hópurinn en næstflestar eru á aldrinum 21-25 ára. Ráðandi getnaðarvarnir yfir tímabilið eru getnaðarvarnarpillan og hormónasprautan. í byrjun tímabilsins voru flestar komur vegna pillunnar en smám saman dregur úr notkun hennar og hormónasprautan verður algengari valkostur kvenna. Notkun lykkjunnar er mismikil milli ára, um 5%-20% af öllum getnaðarvörnum. Lítil notkun er á hormónahringnum og hormónaplástrinum. Ályktanir: Sú þróun átti sér stað á árunum 1976-2000 að tíðni fóstureyðinga meðal unglingsstúlkna fór hækkandi. Hins vegar lækkar þessi tíðni á árunum 2001-2004 og er að meðaltali 20,3 á hverjar þúsund unglingsstúlkur. Pað er líklegt að móttakan sé einn af skýringarþáttum þessarar lækkunar. í því sambandi má gera ráð fyrir að ráðgjöfin stuðli að meðferðarheldni kvennanna en slíkt krefst frekari rannsókna. Niðurstöður sýna að hormónasprautan verður oft fyrir valinu og byggist það val iðulega á því að þetta er ódýr getnaðarvörn. Mikilsvert er að niðurgreiða getnaðarvarnir til að konur hafi val um fleiri tegundir getnaðarvarna. E 80 Algengi brjóstagjafar á íslandi hjá börnum fædd 1999-2003 Hjördís Þorstcinsdóttir1, Geir Gunnlaugsson2 'Læknadeild HÍ, 2Miðstöð heilsuverndar barna hjordit@hi.is Inngangur: Brjóstamjólk er flókinn seytingarvöki og talin besta næringin fyrir nýbura og ung börn. Hún er haldin ýmsum sérstökum eiginleikum. Pannig verndar brjóstamjólk gegn margs konar sýkingum hjá nýburum og ungbörnum en hefur einnig áhrif til lengri tíma hvað varðar vitsmunaþroska og ýmsa sjúkdóma. Mælt er með af WHO að börn séu eingöngu á brjósti fyrstu sex mánuðina eftir fæðingu. Algengi brjóstagjafar er hins vegar mjög breytileg í heiminum og er hún háð ýmsum menningarlegum venjum og siðum. Markmið rannsóknarinnar er að kanna algengi brjóstagjafar á fyrsta aldursárinu hjá íslenskum börnum fæddum árin 1999-2003. Efniviður og aðfcrðir: Upplýsingum um brjóstagjöf var safnað á sérstakt eyðublað úr heilsufarsskrám barna í ung- og smábarnavernd á heilsugæslustöðvum um allt land. Allar upplýsingarnar voru ópersónugreinanlegar og skráðar í sértakan gagnagrunn en tölfræðileg úrvinnsla var framkvæmd í JMR Niðurstöður: Rannsóknin nær til 13.003 barna eða um 63% barna fæddra á tímabilinu. Við einnar viku aldur voru 98% á brjósti og þar af 91% eingöngu á brjósti. Við fjögurra mánaða aldur voru 79% barna á brjósti en 48% eingöngu á brjósti. Við 6 mánaða aldur voru 66% barna á brjósti en 11% eingöngu á brjósti. Við 12 mánaða aldur voru 15% barna enn á brjósti. Ályktanir: Niðurstöðurnar ná til stórs hluta af íslenskum börnum sem eru fædd á tímabilinu og gefa því góða mynda af algengi brjóstagjafar á íslandi. Langflestar mæður hefja brjóstagjöf og eru með barn sitt á brjósti við einnar viku aldur. Aftur á móti er hlutfall barna sem eru eingöngu á brjósti við sex mánaða aldur langt frá því sem alþjóðlegar leiðbeiningar mæla fyrir um og mun lægra en til dæmis í Noregi og Svíþjóð. Efla þarf fræðslu um brjóstagjöf til íslenskra mæðra og styðja þær á þann hátt að brjóstagjöf verði ánægjuleg fyrir móður og barn. E 81 Að mennta hjúkrunarfræðinga með internetnámskeiði til að bæta geðheilsu kvenna eftirfæðingu. Tilraunarannsókn frá 2001 til 2005 Marga Thome1, Eygló Ingadóttir1, Brynja Örlygsdóttir1, Anna Jóna Magnúsdóttir1 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali marga@hi.is Inngangur: Efling geðheilsu eftir barnsburð er þríþætt: 1. Að fræða heilsugæsluhjúkrunarfræðinga um vanlíðan eftir fæðingu; Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.