Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 53
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ 2. að kanna hvort þjónusta í kjölfar fræðslunnar dragi úr vanlíðan mæðra og 3. að þróa skráningu á hjúkrunargreiningu og meðferðir samkvæmt NANDA og NIC. Efniviður og aðferðir: Rannsóknasniðið var tilraunasnið og skiptust heilsugæslustöðvar í meðferðar- og samanburðarstöðvar og hjúkrunarfræðingar á meðferðarstöðvum sóttu netnámskeiðið Geðvernd eftir fceðingu. Konum var boðin þátttaka í rannsókninni ef þær fengu gildið 12 eða hærra á Edinborgar- þunglyndiskvarðanum (EPDS) níu vikum eftir barnsburð. í þátttöku fólst að svara þremur spurningalistum, níu, 15 og 24 vikum eftir barnsburð sem mæla foreldrastreitu, þreytu, þunglyndiseinkenni og fleira. Starfsfólk á meðferðarstöðvum fékk fyrirmæli um að hjúkrunarfræðingar hefðu að lágmarki fjórum sinnum samskipti við hverja konu á tímabilinu, milli níundu og 24. viku eftir barnsburð. Á öllum stöðvum voru skráðar hjúkrunargreiningar (NANDA) og meðferðir (NIC). Niðurstöður: Tuttugu og sjö heilsugæslustöðvar á landsvísu völd- ust í úrtakið, þar af 16 meðferðar- og 11 samanburðarstöðvar. Af 136 konum, sem fengu 12 stig og meira á EPDS, samþykktu 98 þátttöku. í byrjun rannsóknar greindist ekki munur á þunglynd- iseinkennum (EPDS),streitu (PSI/SF) og þreytu (fatigue scale) á milli kvenna á meðferðar- og samanburðarstöðvum. Hins vegar var marktækur munur á þunglyndiseinkennum kvenna milli þess- ara hópa 15 og 24 vikum eftir barnsburð. Prófun á klínískri mark- tækni EPDS sýndi að 70% kvenna á meðferðarstöðvum hafði batnað alveg á 24. viku miðað 53% á samanburðarstöðvum. Ályktanir: Álykta má að stuðningsmeðferð hjúkrunarfræðinga á meðferðarstöðvum hafi tilætluð áhrif þar sem það dregur marktækt úr þunglyndiseinkennum og er háð þekkingu þeirra. E 82 Hindrun magnakerfis minnkar vefjaskemmdir í kjölfar kransæðastíflu í rottum Perla Þorbjörnsdóttir'. Michaele D’Amico2, Clara DiFilippi2, Guðmundur horgeirsson3, Girish J. KotwaP, Guðmundur Jóhann Arason' 'Rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisfræðideild, 22nd University of Naples, Napólí, 3lyfjadeild Landspítala, 4University of Cape Town, Höfðaborg garason@landspitali. is Inngangur: Magnakerfið er einn öflugasti bólgumiðill manns- líkamans og sýnt hefur verið fram á að bólga veldur helmingi þeirra vefjaskemmda sem verða í hjartadrepi þegar hin stíflaða æð er enduropnuð (endurflæðisskemmdir). Petta gefur vontr nm að magnahindrar geti hentað sem lyf til að minnka umfang hjartadreps eftir kransæðastíflu. í þessari rannsókn voru ahrif magnahindrans VCP (yaccinia virus complement control protein) athuguð í rottulíkani. Efniviður og aðferðir: Hjartaáfall var framkallað í Sprague- Dawley rottum með því að binda fyrir kransæð. Blóðþurrð var leyfð í 30 mínútur og æðin síðan enduropnuð, en fimm mínútum fyrir opnun æðarinnar var VCP eða saltvatni sprautað í hálsslagæð. Endurflæði var í þrjár klukkustundir. Að tilraun lokinni var hjartað fjarlægt, en fyrst var sprautað Evans blama í æð meðan aftur var hnýtt fyrir kransæðina. Pannig var hægt að sjá hvaða hluti hjartans varð fyrir súrefnisskorti. Pessi hluti hjartans var einangraður og litaður með NBT, sem litar lifandi frumur. Umfang vefjaskemmda var metið með því að vigta lifandi og dauða hluta hjartans. Niðurstöður: í rottum sem fengu saltvatn í æð (N=3) námu vefjaskemmdir eftir hjartadrep 56±2,5% af svæðinu sem varð fyrir blóðþurrð, en í þeim rottum sem fengu 4 (N=3) eða 20 mg/kg VCP (N=2) námu þær 48±2,5% og 32±6%. Petta benti til að ná mætti hámarks vernd með VCP í skammtinum 8-12mg/kg. Pegar gefin voru 8,5 mg/kg VCP námu vefjaskemmdir 31±2% blóðþurrðarsvæðis. Miðað við saltvatn reyndist VCP þannig vernda um 14% (p=0,017), 44% (p<0,001) eða 43% (p=0,007) þegar það var gefið í skömmtunum 4 mg/kg, 8,5 eða 20. Ályktanir: VCP hefur skammtaháð áhrif á vefjaskemmdir sem verða í kjölfar kransæðastíflu. E 83 Oxavarnaensímin cerúlóplasmín og súperoxíð- dismútasi og hrörnunarsjúkdómar í miðtaugakerfi Guölaug Þórsdóttiru, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir2, Grétar Guðmundsson2, Stefán Hreiðarsson4, Jakob Kristinsson1, Jón Snædal3, Þorkell Jóhannesson, prófessor emeritus' 'Rannsóknarstofa Háskólans í lyfja- og eiturefnafræði, 2taugalækningadeild Landspítala Fossvogi, 3öldrunarsvið Landspítala Landakoti, 4Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins gudlatigt@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna magn, oxun- arvirkni og sértæka oxunarvirkni cerúlóplasmíns (CP) og virkni súperoxíðsdismútasa (SODl) í blóði sjúklinga með hrörnunar- sjúkdóma í miðtaugakerfi og/eða meðfæddan breytileika í mið- taugakerfi. Efniviður og aðferðir: Gerðar voru paraðar rannsóknir þar sem magn, virkni og sértæk oxunarvirkni CP í sermi ásamt virkni SODl í rauðum blóðkornum voru ákvörðuð í sjúklingum með Alzheimers sjúkdóm (AS), Parkinsons sjúkdóm (PS) eða amyot- rophic lateral sclerosis (ALS). Einnig í einstaklingum með Downs heilkenni (DH), einhverfu og arfblendni fyrir Wilsons sjúkdóm (aWS). Sömu þættir voru skoðaðir í heilbrigðum viðmiðunarhópi. Rannsóknin var endurtekin á sömu PS sjúklingum sem enn voru á lífi fimm árum síðar. Niðurstöður: í AS og PS sjúkdómi var marktækt minnkuð oxun- arvirkni CP og SODl borið saman við viðmiðunarhóp. Þessi munur var enn til staðar hjá PS sjúklingum fimm árum seinna. Enginn marktækur munur var á CP magni/virkni í einstaklingum með DH og viðmiðunarhópi en SODl virkni var um 50% hærri (genið sem skráir gerð SODl er á litningi 21). Bornir voru saman yngri og eldri (>40 ára) einstaklingar með DH og var SODl og sértæk oxunarvirkni CP marktækt lægri í eldri hópnum. Enginn marktækur munur var á milli sjúklinga með ALS, einstaklinga með einhverfu eða aWS og viðmiðunarhópa þeirra. Ályktanir: Oxunarvirkni CP og SODl í blóði sjúklinga með AS 0g PS er minni en í viðmiðunarhópi. Það má því gera ráð fyrir að oxunarvörnum þessara sjúklinga sé ábótavant. Greina má breyt- ingar á CP og SODl hjá eldri einstaklingum með DH en sá hópur þróar með sér AS líkt ástand um og eftir fertugt. Rannsaka þarf hvort breytingar á starfsemi CP og SODl í AS og PS tengist orsök sjúkdómanna fremur enn að vera afleiðing þeirra. Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.