Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 55
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
örverurannsókninni kom verulega á óvart hve vægar reglur
Evrópsku lyfjaskrárinnar eru varðandi örveruinnihald lyfja og ef
til vill þyrfti að endurskoða þær. Útbúa þyrfti staðlaðar aðferðir
til að nota við greiningar á örveruinnihaldi við lyfjaframleiðslu
svo hægt sé að bera saman greiningar milli framleiðenda.
E 87 Áhrif acetylsalicilic sýru á liðagigt í rottum
Jóna Freysdóttir1-2, Guðrún Lilja Kristinsdóttir', Eggert Gunnarsson3, Arnór
VíkingssonM
1 Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum, Landspítala, 2rannsóknastofa í
ónæmisfræði, Landspítala, 3Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum.
4gigtardeild Landspítala
]onaf@lundspitali. is
Inngangur: Lágskammtameðferð með acetylsalicilic sýru (magnýl)
hefur sannað ágæti sitt í að fyrirbyggja kransæðaáföll og gefið
lofandi niðurstöður í fyrirbyggjandi meðferð við margvíslegum
krabbameinum og við Alzheimers sjúkdómi. Ýmis fræðileg rök
eru fyrir því að lágskammta magnýlmeðferð gæti haft varnandi
áhrif á myndun og/eða þróun liðagigtar.
Efniviður og aðferðir: í þessu verkefni voru áhrif mismunandi
skammta af magnýli á myndun og þróun liðbólgu könnuð í
rottulíkani að liðagigt. Rottur voru meðhöndlaðar með lágum
skömmtum (ýmist 3 eða 15 mg) eða venjulegum skammti (40
mg) af magnýli sem var gefið í tveimur skömmtum um munn á
hverjum degi. Til samanburðar voru rottur meðhöndlaðar með
vatni eða lyfinu piroxicam (Felden) sem búið er að sýna að dragi
verulega úr liðbólgu í rottulíkaninu. Vakasértæk liðbólga í hnjálið
rottna var framkölluð með því að bólusetja þær með BSA og
sprauta síðan BSA í vinstri hnjálið þeirra. Til samanburðar var
saltvatni sprautað í hægri hnjáliðinn. Þvermál beggja hnjáliða var
mælt og var mismunurinn mælikvarði á magn liðbólgunnar. Fylgst
var með liðbólgunni í fimm vikur.
Niðurstöður: Rottur sem fengu lágu skammtana af magnýli fengu
tölfræðilega marktækt minni liðbólgu en rottur sem fengu bara
vatn, þó ekki í sama mæli og sást hjá rottum meðhöndluðum með
Feldeni. Þetta átti við bæði bráða og langvinna fasa bólgunnar.
Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að lágir skammtar af
magnýli geti verið fyrirbyggjandi meðferð við liðbólgum.
E 88 Tengsl reykinga, arfgerðarinnar C4B*Q0 og lang-
vinnrar lungnateppu
Guðmundur Jóhann Arason1, Karólína Einarsdóttir', Bryndís
Benediktsdóttir2, Þórarinn Gíslason2-3
Rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisfræðideild, -læknadeild HÍ,
lungnadeild Landspítala
Sorason@landspitali.is
Inngangur: Reykingar eru sameiginlegur áhættuþáttur þess að
lá langvinna lungnateppu (LLT) og kransæðasjúkdóm, en þó
er margt óljóst um einstaklingsbundna áhættuþætti og þróun
meingerðar. Við höfum áður lýst minnkandi tíðni arfgerðarinnar
C4B*Q0 (ótjáð C4B) eftir miðjan aldur meðal einstaklinga sem
reykja. Ástæða þessara hlutfallslegu fækkunar C4B*Q0 arfbera
eftir miðjan aldur hefur verið rakin til þess að þeir hafa auknar
líkur á að fá hjarta- og heilaáföll. Tilgangur þessarar rannsóknar
er að kanna samband C4B*Q0 við langvinna lungnateppu.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn var slembiúrtak
Islendinga á höfuðborgarsvæðinu, 40 ára og eldri, sem tóku
þátt í alþjóðlegri faraldsfræðirannsókn á algengi langvinnrar
lungnateppu www.kpchr.org/boldcopd Þátttakendur voru alls 758
(80% svörun). Langvinn lungnateppa var skilgreind samkvæmt
alþjóðaviðmiðun (www.goldcopd.org). Reyndist 131 (18%) með
stig I af langvinnri lungnateppu eða hærra. Fjöldi C4A og C4B
gena var ákvarðaður með prótínrafdrætti og lýkur mælingum í
desember 2006.
Niðurstöður: Meðal 131 sjúklings með langvinna lungnateppu
voru 90 án sögu um hjarta- og/eða æðasjúkdóma. Þar af reyktu
28 en 26 höfðu aldrei reykt. Einstaklingar án langvinnrar
lungnateppu og kransæðasjúkdóms mynduðu viðmiðunarhóp,
þar af reyktu 77 en 229 höfðu aldrei reykt. Búið er að greina 10%
sýna og sýna þær niðurstöður að C4B*Q0 arfberar eru mun færri
í hópi heilbrigðra sem eru eldri en 55 ára og reykja (p=0,08).
Jafnframt sést að sjúklingar með langvinna lungnateppu sem
reykja eftir 55 ára aldur eru oftar arfberar C4B*Q0 (14%) en
viðmiðunarhópur (0%), sem styður tilgátu um að C4B*Q0 auki
áhættu reykingafólks á að fá langvinna lungnateppu (p=0,05).
Ályktanir: Frumniðurstöður okkar samrýmast tilgátu um að
C4B*Q0 auki áhættu reykingafólks á að greinast með langvinna
lungnateppu. Stærð þýðis okkar mun jafnframt veita möguleika á
að skoða samspilið við hjarta- og æðasjúkdóma ásamt sykursýki.
E 89 Öndunarhreyfingar og öndunarvöðvastyrkur eru
skertar hjá Parkinsons sjúklingum með 2,5 stig á Hoehn og
Yahr kvarða
María Ragnarsdóttir1, Yoshimi Matsuo2, Ella K. Kristinsdóttir3
'Sjúkraþjálfun, Landspítala Hringbarut, 2Kobe Gakuin Univerity, Osaka,
Japan, 3sjúkraþjálfunarskor læknadeild HÍ
mariara@landspitali.is
Inngangur: Áhrif Parkinsons sjúkdóms á beinagrindarvöðva
eru vel þekkt. En áhrif sjúkdómsins á öndunarvöðva eru ekki
mikið rannsökuð, þrátt fyrir að lungnabólga sé aðaldánarorsök
Parkinsons sjúklinga. Lungnabólgu fylgir aukin slímmyndun og
besta aðferðin við að hreinsa lungun er hósti. Árangursríkur hósti
krefst mikils innöndunarlofts, eðlilegra öndunarhreyfinga og
kröftugrar útöndunar.
Markmið rannsóknarinnar var að bera saman lungnarýmd,
öndunarhreyfingar og öndunarvöðvastyrk sjúklinga með
Parkinsons sjúkdóm við viðmiðunargildi.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 36 (17 karlar meðalaldur
58,1 ár og 19 konur meðalaldur 62,2 ár) með Parkinsons sjúkdóm.
Meðalstig þeirra á Hoehn og Yahre kvarða var 2,5. Lungnarýmd
var mæld með Spiro 2000 Medikro (Kuopio, Finnlandi), öndunar-
hreyfingar með ÖHM-Andra (ReMo, Keldnaholti, Reykjavík)
og öndunarvöðvastyrkur með MicroRPM (Micro Medical,
Rochester, UK). Niðurstöður voru bornar saman við viðmið-
Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 55