Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 61

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 61
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ E103 Munur milli Norðurlanda á lyfjanotkun aldraðra bráðadeildarsjúklinga. Gögn úr MDS-AC rannsókninni Ólafur Samúelsson1, Gösta Bucht2, Jan Björnson3, Pálmi V. Jónsson1 ’Landspítali/Háskólasjúkrahúsiö í Umeá,3Diakonhjemmet Osló olafs@landspitali.is Inngangur: Gögn úr rannsókn á Minimal Data Set - Acute Care (MDS-AC) öldrunarmatstækinu voru notuð til að bera saman lyfjanotkun eldri bráðadeildarsjúklinga á lyflækningadeildum á N orðurlöndunum. Efniviður og aðferðir: MDS-AC er heildrænt öldrunarmatstæki sérhannað til notkunar á bráðadeildum. Árin 2001 og 2002 var gerð rannsókn á völdum bráðasjúkrahúsum á öllum Norðurlöndunum til að prófa MDS-AC tækið. í hverju landi voru valdir með slembiúrtaki 160 sjúklingar 75 ára og eldri sem lögðust brátt á lyflækningadeildir sjúkrahúsanna. Gögnum var safnað við innlögn, á völdum tímapunktum meðan á dvölinni stóð og fjórum og 12 mánuðum eftir útskrift. Upplýsingar um lyfjanotkun voru skráðar við útskrift. Með því að tengja MDS-AC gagnagrunninn og lyfjanotkunina má skoða áhrif lyfjanotkunar á færni og útkomu. Athuganir sem hér eru tíundaðar sýna samanburð á lyfjanotkun þessara sjúklinga á Norðurlöndunum. Niðurstöður: Sjö hundruð og sjötíu sjúklingar tóku þátt. Meðalaldur var 84 ár. Meðalfjöldi lyfja var 3,4 í Noregi (N), 6,5 í Finnlandi (F), 7,3 í Danmörku (D) og íslandi (í) og 7,5 í Svíðþjóð (S). Benzódíazepínnotkun var mest 20% (í) og minnst 6% (S). Svefnlyfjanotkun var mest 40% (í) og minnst 23% (D og N). Notkun geðdeyfðarlyfja var mest 30% (í) og minnst 10,6% (N). Notkun sefandi lyfja var mest 12,8% (F) og minnst 3,1% (D). Notkun kalsíum og vítamína var mest 19% (í) og 23% (I). Notkun statína var mest um 10% (í og S). Ályktanir: Það er athyglisverður munur á lyfjanotkun á Norðurlöndunum meðal annars svipaðs hóps aldraðra bráða- deildarsjúklinga. Til að meta þýðingu þessa er frekari vinna fyr- irhuguð þar sem lyfjaupplýsingar verða tengdar við upplýsingar um vitræna og líkamlega færni og útkomu í MDS-AC matinu. E 104 Virkni til dægrastyttingar á hjúkrunarheimili Dagmar Huld Matthíasdóttir', Rúnar Vilhjálmsson2, Ingibjörg Hjaltadóttir2 ' 'Sunnuhlíð hjúkrunarheimili, 2hjúkrunarfræðideild HÍ, T.andspítali dhm@hi.is Inngangur: Rannsókninni var ætlað að lýsa virkni til dægrastyttingar hjá skjólstæðingum hjúkrunarheimila með tilliti 01 líkamlegrar og andlegrar færni, lýsa eftirlætisvistarverum þeirra til virkni og hvaða tómstundir þeir kjósa helst. Athugað var hvort munur sé á meðaltíma í virkni til dægrastyttingar hjá skjólstæðingum hjúkrunarheimila í tengslum við aldur, kyn, fyrri búsetu, ADL-kvarða, vitræna getu og RUG-III flokkun. Efniviður og aðferðir: Gögnin voru unnin upp úr gagnasafni um heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunarstofnunum (RAI- mælitækið). Úrtakið (N=1.825) eru þeir heimilismenn sem voru aietnir með RAI-mælitækinu haustið 2004. Um er að ræða þversniðsrannsókn, við gagnavinnslu var notuð bæði lýsandi og skýrandi tölfræði. Niðurstöður: í ljós kom að 26,1 % íbúa hjúkrunarheimila á landinu öllu haustið 2004 voru virkir í daglegum athöfnum. Þeir sem voru með meðaltíma í virkum athöfnum mikinn eða þó nokkurn voru 45,9%. Eigið herbergi heimilismanna hjúkrunarheimila var eftirlætisvistarvera til virkni, en eftirlætistómstundir þeirra samræður, útvarp, sjónvarp og tónlist. Því minni sem geta einstaklings er til að sinna athöfnum daglegs lífs (ADL) því minni var virkni hans og því meiri sem vitræn skerðing var því minni var virknin. Tónlistin sker sig á þann hátt frá annarri dægrastyttingu að allir kjósa hana, burtséð frá ADL færni eða vitrænni getu. Ályktanir: Sá hópur sem þarf sérstaklega að horfa til varðandi aukna virkni á hjúkrunarheimilum eru þeir sem eru með mikla vitræna skerðingu og þeir sem þurfa mikla aðstoð við athafnir daglegs lífs. Hjúkrunarheimili ættu því að bjóða upp á virkni til dægrastyttingar með markvissum hætti og starfsfólk þarf að hvetja til og skipuleggja slíka dægrastyttingu á hjúkrunarheimilum, sérstaklega með tilliti til samskipta, samveru og tónlistar. E 105 Sjálfsbjargargeta langlífra íslendinga sem búa á eigin heimilum Hlíf Guðmundsdóttir Skrifstofa sviðstjóra öldrunarsviðs Landspítala hlifgud@landspitali.is Inngangur: Tilgangurinn með þessu rannsóknarverkefni var að kanna sjálfsbjargargetu langlífra íslendinga sem búa á eigin heimilum, hvaða stuðning þeir fá frá aðstandendum og hinu opinbera og hvaða þættir hafa áhrif á þann stuðning sem veittur er. Efniviður og aðferðir: Um var að ræða nánari úrvinnslu á þversniðsrannsókn þar sem safnað var upplýsingum um heilsufar og hjúkrunarþarfir allra íslendinga 90 ára og eldri (N=539) sem bjuggu á eigin heimili. Notast var við atriði úr RAI mælitækjum til að safna upplýsingum. Rannsóknin fór fram á tímabilinu frá mars árið 2000 til september árið 2002. Við gagnaúrvinnslu var notuð bæði lýsandi og skýrandi tölfræði. Helstu niðurstöður: Niðurstöður sýndu að um 50% þátttakenda voru alveg sjálfbjarga við alla 11 þætti grunnathafna daglegs lífs (GADL) en einungis tæp 10% þátttakenda voru sjálfbjarga um alla sjö þætti almennra athafna daglegs lífs (AADL). Sjötíu og fjögur prósent þátttakenda fengu stuðning frá aðstandendum, 65% fengu stuðning frá félagslegri heimilisaðstoð og 41% frá heimahjúkrun. Af niðurstöðum má einnig álykta að aðstandendur og formleg þjónusta á höfuðborgarsvæði bregðist við með auknum stuðningi þegar skerðing á getu eykst en svo virðist sem aðrir þættir en skerðing á getu séu ákvarðandi um hvaða formlega þjónusta sé veitt á landbyggðinni. Kyn, aldur, sambúðarform (eða búsetuform) skýrðu mun minna en skerðing á sjálfsbjargargetu. Ályktanir: Þessi rannsókn styður að mikilvægt er að kom á reglulegu mati á heilsufari og hjúkrunarþörf aldraðra til að auka þekkingu á hvaða stuðnings og þjónustu er þörf þegar sjálfsbjargargeta skerðist. Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.