Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 65
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ með terpentínu og sermis- og lifrarsýni tekin á mismunandi tímasetningum í allt að 10 daga. Jafnframt var átfrumupróf gert á hvítfrumum einangruðum úr nýra á hverjum tímapunkti. Helstu niðurstöður: Ólíkt því sem haldið hefur verið fram í erlendum rannsóknum hefur þorskur bæði CRP og SAP. Mikill einstaklingsmunur var á gerð og magni CRP í sermi. Ahrif terpentínumeðhöndlunar á CRP í sermi var því óljós en hún hafði bælandi áhrif á átfrumuvirkni. Tekist hefur að útbúa míníprep fyrir CRP og raðgreining á CRP innskoti gekk vel. Verið er að gera PCR og tvívíddar rafdráttargreiningu á þessum sýnum. Alyktanir: Með þessum rannsóknum verður lagður grunnur að þekkingu á einum af lykilþáttum í ónæmisviðbragði fiska og einnig má vænta þess að magnmælingar á CRP í sermi geti reynst nytsamt tæki til að meta heilbrigðisástand og eldisskilyrði þorsks í eldi. E 115 Áhrif æðaþels á ummyndun brjóstaþekjustofnfruma í bandvefsfrumu svipgerð Valgarður Sigurðsson''2'3, Geir Tryggvason3, Ragnar Pálsson3, Magnús K. Magnússon3, Þórarinn Guðjónsson1-2'3 'Læknadeild HÍ, 2Rannsóknastofa Krabbameinsfélags fslands í sameinda- og frumulíffræði, 3blóðmeinafræðideild Landspítaia <horarin@landspitali. is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að brjóstaæxlisfrumur geta myndað bandvefslíkar frumur sem afleiðing af þekjuvefs-bandvefs umbreytingu. Við höfum nýlega búið til þekjuvefsstofnfrumulínu úr brjóstkirtli (D492). D492 var búin til með innskoti á E6 og E7 æxlisgenunum frá vörtuveiru-16. Rannsóknir benda til að æðaþelsfrumur spili lykilhlutverk í formgerð ýmissa vefja og okkar niðurstöður benda til þess að æðaþel hafi ríkjandi áhrif á vöxt og sérhæfingu frumna í brjóstkirtli. Markmið: Að kanna hvort æðaþelsfrumur undir ákveðnum kring- umstæðum miðli boðum um óeðlilegan vöxt í brjóstastofnfrumu- línu sem inniheldur æxlisgen og ýti þar með undir æxlisvöxt. Aðferðir og niðurstöður: Þrívíðar samræktir í grunnhimnugeli milli D492 og æðaþelsfrumna gáfu þrjár mismunandi formgerðir hjá brjóstastofnfrumulínunni, 1) kirtilganga- og kirtilberjalíkar kóloníur, 2) stórar kúlulaga kóloníur og 3) kóloníur með bandvefslíkum frumum. Frumur úr bandvefslíkum kóloníum voru einangraðar og ræktaðar áfram sem D492F undirlína. D492F sýndi dæmigerða bandvefsfrumu svipgerð bæði í hefðbundinni tvívíðri frumurækt sem og í þrívíðu kollagen geli. Með því að nota mótefnalitun og Western blettun fyrir kennipróteinum þekjuvefs °g bandvefsfrumna kom í ljós að bandvefslíka undirlínan var afleiðing af EMT. Ólíkt móðurlínunni D492 sýndu D492F frumurnar enga tjáningu á E-kadheríni, minnkaða tjáningu á cýtókeratíni 5/6, 14, 17 og 19 en aukna tjáningu á vimentini °g EMT tengda umritunarþættinum Snail. D492F frumurnar sýndu ennfremur merki krabbameinsumbreytingar með vexti í mjúkagar. Ályktanir: Samantekið þá höfum við sýnt fram á að ®ðaþelsfrumur geti örvað EMT í stofnfrumum úr brjóstkirtli °g að mögulegt sé að æxli með EMT svipgerð eigi upptök sín í stofnfrumum brjóstkirtilsins. E 116 Tengsl Aurora-A mögnunar við BRCA2 í brjósta- æxlum Sigríður Kluru Böðvursdóttir12, Hólmfríður Hilmarsdóttir1'2 Valgerður Birgisdóttir1-2, Margrét Steinarsdóttir3, Jón Gunnlaugur Jónasson1-4, Jórunn Erla Eyfjörð1'2 'Læknadeild HÍ, 2Rannsóknastofa HÍ og Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffæði, 3iitningarannsóknadeild Landspítala, 4meinafræðideild Landspítala skb@krahh.is Inngangur: Þekkt er að Aurora kínasi A gegni lykilhlutverki í seinni stigum frumuskiptinga. Aurora-A genið er staðsett á litningssvæði 20ql3 sem oft reynist magnað í brjóstaæxlum, einkum af BRCA2 uppruna. Mögnun og yfirtjáning Aurora-A gens leiðir til mögnunar geislaskauta og tregðu í frymisskiptingu sem leiðir til litningaóstöðugleika. Þetta einkenni þekkist í brjóstaæxlum, einkum þeim sem bera kímlínubreytingu í BRCA2 geni eða TP53 stökkbreytingu. Tilgangur þessa verkefnis var að kanna tengsl Aurora-A mögnunar við galla í BRCA2 eða TP53 genum í brjóstaæxlum. Efniviður og aðferðir: Valið var 61 brjóstaæxli með þekktan litn- ingaóstöðugleika; 20 með kímlínubreytingu 999del5 í BRCA2 geni; 20 með BRCA2 samsætutap og 21 án galla í BRCA2 geni. Auk þess höfðu 16 æxlanna stökkbreytingu í TP53 geni, þar af þrjú BRCA2 æxli. Paraffínsteyptar vefjasneiðar úr brjóstaæxl- um voru meðhöndlaðar með FISH (fluorescence in situ hybri- dization) á Aurora-A gen og þráðhaft 20. Yfir 100 kjarnar voru greindir í hverju sýni. Mögnun á Aurora-A var metin þegar með- alhlutfall gens og þáðhafts var yfir 1,5 eða meðalfjöldi gens var yfir fjórum. Helstu niðurstöður: Mögnun Aurora-A gens greindist í 70% BRCA2 stökkbreyttra brjóstaæxla en aðeins í 22% brjóstaæxla án BRCA2 stökkbreytingar, munurinn var marktækur (p<0,001). Ekki reyndist marktækur munur á milli æxla með samsætutap í BRCA2 geni og æxla án galla í BRCA2. Helmingur æxla með TP53 stökkbreytingu reyndist hafa Aurora-A mögnun. TP53 stökkbreytingin tengdist marktækt Aurora-A mögnun í æxlum án BRCA2 kímlínubreytingar (p<0,01). Ályktanir: Greinileg tengsl eru milli Aurora-A mögnunar í æxl- isvef og stökkbreytinga í BRCA2 eða TP53. Lyf sem virka hindr- andi á Aurora kínasa geta því orðið ákjósanleg til meðferðar á bjóstaæxli með stökkbreytingu í BRCA2 eða TP53 geni. E 117 Kortlagning erfðabrenglana með hjálp örflögutækni í brjóstaæxlum sjúklinga úr fjölskyldum sem bera kímlínustökkbreytingu í BRCA1 og BRCA2 genunum og úr fjölskyldum með hækkaða tíðni meinsins án BRCA1/2- stökkbreytingar Haukur Gunnarsson1, Göran Jonsson2, Aðalgeir Arason1, Bjarni A. Agnarsson3, Óskar Þór Jóhannsson4, Johan Vallon-Christersson2, Johan StaaF. Hakan Olsson2, Ake Borg2, Rósa Björk Barkardóttir1 'Sameindalíffræðieining, rannsóknastofu í meinafræði Landspítala, 2krabbameinsdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, 3rannsóknastofa í meinafræði Landspítala, 4krabbameinsdeild, Landspítala haukuÆandspitali. is Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.