Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 67
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
E 120 Parkinsons veiki og heilkenni á íslandi 1951-2005
Sigurlaug SvcinbjörnsdóUir
Landspítali
sigurlaugs@hotmail.com sigurls@landspitali.is
Inngangur: Parkinsons veiki er algengur taugasjúkdómur efri
ára auk þess sem ýmis heilkenni gefa svipuð einkenni. Lýst er
niðurstöðum rannsóknar á faraldsfræði Parkinsons veiki og
heilkenna sem hófst á árinu 1995 og tekur til tímabilsins 1950-
2005.
Efniviður og aðferðir: Upplýsinga um sjúklinga var aflað á
margvíslegan hátt, svo sem úr fyrri faraldsfræðirannsókn frá
árunum 1954-1963, við fram- og afturvirka leit að sjúklingum
í tölvukerfum Landspítala, úr læknabréfum taugadeilda, hjá
Parkinsonssamtökunum á íslandi og hjá taugalæknum og
heimilislæknum. Alls hafa 498 sjúklingar verið skoðaðir á
rannsóknartímabilinu. 70% tiltækra sjúkragagna um hópinn hafa
verið yfirfarin til þess að meta áreiðanleika sjúkdómsgreinmga.
Niðurstöður: Tæplega 2.300 tilfelli fundust, þar af voru 1.685
taldir hafa dæmigerða Parkinsons veiki. Nýgengi sjúkdómsins á
árunum 1951-2000 var 11-12/100.000 en algengið hækkaði úr 130
í 162/100.000 á rannsóknartímabilinu samhliða hækkandi með-
alaldri við byrjun einkenna úr 64,5 í 67,5 ára. Kynjahlutfall var
1:1,2 körlum í vil. Af þeim 593 sem ekki töldust með dæmigerðan
sjúkdóm voru 23% ranggreiningar, 14% höfðu lyfjaframkölluð
einkenni, 8% heilaæðasjúkdóma, 8% Parkinsons einkenni sam-
hliða heilabilun, 22% þekkt Parkinsons heilkenni svo sem Lewy
sjúkdóm, Multiple System Atrophy, Progressive Supranuclear
Palsy og Corticobasal Ganglionic Degeneration, og 5% höfðu
skjálfta sem eina einkennið. Um bráðabirgðaniðurstöður er að
ræða því yfirferð sjúkragagna er ekki lokið.
Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að nýgengi Parkinsons
veiki hafi staðið í stað á fslandi síðastliðin 20 ár en algengið vaxið
samhliða hækkandi meðalaldri þjóðarinnar og auknu langlífi.
E 121 Arfgerðin C4B*Q0 eykur hættu á kransæðastíflu og
tengdum dauðsföllum meðal þeirra sem reykja
Guðmundur Jóhann Arason1, Judit Kramer2, Bernadett Blaskó’, Ragnhildur
Kolka', Perla Þorbjörnsdóttir', Karólína Einarsdóttir', Aöalheiöur
Sigfúsdóttir1, Sigurður Þór Siguröarson4, Garðar Sigurðsson4, Zsolt Rónai ,
Zoltán Prohászka36, Mária Sasvári-Székely5, Sigurður Boðvarsson ,
Guðmundur Þorgeirsson4, George Fiist3-6
1 Rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisfræðideild, 4lyfjadeild Landspitala,
2Jahn Ferenc Hospital. Búdapest, 35'6SemmeIweis University, Búdapest
Scrason@landspitali.is
Inngangur: Magnakerfið er einn öflugasti bólgumtðtll
mannslíkamans. Við höfum áður sýnt að tíðni arfgerðarinnar
C4B*Q0 (ótjáð C4B úr magnakerfinu) minnkar með aldrinum t
úrtaki heilbrigðra einstaklinga, og tengt þetta við aukna áhættu a
að fá hjartaáfall og/eða heilablóðfall. Reykingar eru áhættuþáttur
fyrir kransæðasjúkdómi og var því kannað samband reykinga og
C4B*Q0 í kransæðasjúkdómi.
Efniviður og aðferðir: Skoðaðir voru 74 íslenskir sjúkhngar með
hjartaöng (angina pectoris), 84 með innlögn vegna hjartaáfalls,
109 með fyrri sögu um kransæðastíflu og 382 heilbrigðir.
Einnig voru skoðaðir 233 ungverskir sjúklingar með alvarlegan
kransæðasjúkdóm og 274 heilbrigðir. Reykingasaga var tekin
við komu, og fjöldi C4A og C4B gena var ákvarðaður með
prótínrafdrætti eða með PCR.
Niðurstöður: Tíðni C4B*Q0 var marktækt hækkuð í íslenskum
sjúklingum sem greindust með hjartaöng (p=0,02) eða
kransæðastíflu (p=0,001) eftir reykingar, og sama gilti um
ungverska sjúklinga með alvarlegan kransæðasjúkdóm (P=0,023)
en á meðal þeirra sem ekki reyktu var enginn munur milli
sjúklinga og heilbrigðra. Eftirfylgni sjúklinga í 66,5 mánuði sýndi
að líkur á dauðsföllum C4B*Q0-arfbera með hjartaáfall voru
7,78, óháð öðrum áhættuþáttum, og 85,7 á fyrstu sex mánuðunum.
Styrkur CK (creatin kinase) í blóði, sem talinn er endurspegla
umfang hjartadreps, var hærri í þeim sem reyktu og voru með
C4B*Q0 (p=0,0019) miðað við aðra sjúklinga. Aldurstengt
brottfall C4B*Q0, sem áður hafði greinst í viðmiðunarhópi bæði á
íslandi og í Ungverjalandi, sást einungis meðal þeirra sem reyktu,
og sást strax eftir fimmtugt.
Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að C4B*Q0 arfgerðin geti
stóraukið hættu reykingafólks á því að fá hjartaáfall og deyja úr
því.
E 122 Áhættumat hjarta- og æðasjúkdóma á íslandi
Tlior Aspelund', Guðmundur Þorgeirsson* 1'2, Gunnar Sigurðsson1-2,
Vilmundur Guðnason1'3
'Hjartavernd,2Landspítali,3læknadeild HÍ
aspelund@hjarta.is
Inngangur: Áhættureiknivél Hjartaverndar hefur verið í notkun
síðan 2003. Einstaklingsbundnar líkur á hjartasjúkdómi á næstu
10 árum eru metnar. Evrópusamtökin um forvarnir hjarta- og
æðasjúkdóma gáfu út leiðbeiningar um áhættumat 2003. Lagt
er til að svonefnd SCORE- áhættukort verði notuð við mat á
líkum á dauðsfalli vegna hjarta- og æðasjúkdóma á næstu 10
árum. Sitt hvort kortið er notað fyrir svæði með lága eða háa
áhættu. Samkvæmt SCORE átti ísland að vera í hópi þjóða með
háa áhættu. Spurt hvort þetta kallaði á breytingu í áhættumati á
íslandi.
Efniviður og aðferðir: Gögn rúmlega 15.000 einstaklinga
úr Hóprannsókn Hjartaverndar voru notuð. Dánardagur og
dánarorsök voru fengin frá Hagstofu íslands. Sömu aðferðafræði
var beitt og við gerð SCORE-kortanna. Grunnáhætta á
hjartasjúkdómi og dauða á næstu 10 árum vegna hjarta- og
æðasjúkdóma var metin svo og hlutfallsleg áhættuaukning fyrir
hvern einstakling út frá aldri, reykingasögu og heildarkólesteróli.
Niðurstöður: Hlutfallsleg áhættaukning á dauða metin frá
ofangreindum áhættuþáttum er næstum sama á íslandi og í
Evrópu. Grunnáhætta karla er nær lágri en hárri áhættu, eins og
hún er skilgreind af SCORE, og grunnáhætta kvenna telst lág.
Fylgni milli áhættumats Hjartaverndar og SCORE er 0,98 hvort
sem notast er við spá fyrir hjartasjúkdómi eða dauða.
Ályktanir: Góð fylgni er á milli áhættumats Hjartaverndar og
SCORE en íslensk gögn gefa betri mynd af grunnáhættunni.
Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 67