Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 75
AGRIP ERINDA / XIII.
VÍSINDARÁÐSTEFNA
H I
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er óslembuð og náði til
allra sjúklinga sem fóru í aðgerð vegna sjálfkrafa loftbrjósts á
Landspítala 1991-2005. Af 210 sjúklingum (160 karlar,meðalaldur
28,7 ár) voru 200 með loftbrjóst án einhvers lungnasjúkdóms
(95%). Sjúklingum var skipt í tvo hópa: 134 sjúklinga sem fóru í
brjóstholsspeglun og 100 í opna aðgerð (axillar minithoracotomy).
Af sjö skurðlæknum framkvæmdu fjórir brjóstholsspeglun og val
á aðgerðartækni fór því eftir því hvaða læknir var á vakt hverju
sinni. Snemmkomnir fylgikvillar, ásamt endurteknu loftbrjósti
sem þarfnaðist aðgerðar, voru meðal þeirra breyta sem skráðar
voru niður.
Niðurstöður: Fleygskurður á lungnatoppi var framkvæmdur í öllum
aðgerðum og fleiðruertingu bætt við í 25% brjóstholsspeglana og
67% opnu aðgerðanna. Aðgerðartími (meðaltal) var marktækt
lengri fyrir speglunarhópinn, eða 65 mínútur á móti 51 mínútu
fyrir opna hópinn (p=0,001). Enduraðgerðir vegna síðkomins
endurtekins loftbrjósts voru þrjár eftir opna aðgerð og 10 eftir
brjóstholsspeglun (p=0,004) og viðvarandi loftleki sást hjá
tveimur og 14 sjúklingum í sömu hópum (p<0,05). Enduraðgerðir
vegna blæðinga voru hins vegar sambærilegar (2%). Enginn lést
eftir aðgerð. Legutími (miðgildi) var lengri eftir opna aðgerð, eða
fjórir dagar á móti þremur.
Ályktanir: Enduraðgerðir eftir brjóstholsspeglanir eru algengari
samanborið við opnar brjóstholsaðgerðir. Skýringin á þessu felst
aðallega í hærra hlutfalli viðvarandi loftleka og endurtekins
loftbrjósts. Báðar aðgerðirnar eru öruggar og meiriháttar
fylgikvillar sjaldgæfir. Legutími er styttri eftir brjóstholsspeglun,
en á móti kemur að aðgerðartími er lengri. Meiri áhyggjum
veldur þó hærri tíðni enduraðgerða samanborið við opna aðgerð
og er brýnt að finna lausnir á því.
E 142 Aldur sjúklinga hefur áhrif á árangur utanbastverkja-
meðferðar við brjóstholsaðgerðir
Gísli Vigfússon. Illugi Fanndal, Kristín Pétursdóttir
Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut
gislivig@landspitali. is
Inngangur: Rannsóknir sýna að aldur hefur áhrif á verkun og
frásog staðdeyfilyfja úr utanbasti. Um er að ræða fáar ransóknir
með litlu úrtaki sjúklinga. Engar stærri klínískar rannsóknir liggja
fyrir sem staðfesta áhrif aldurs á verkun utanbastverkjameðferðar.
í ljósi þessa voru gögn úr gagnagrunni svæfingadeildar
Landspítala-háskólasjúkrahúss skoðuð með tilliti til aldurs og
utanbastverkjameðferðar við brjóstholsaðgerðir.
Efniviður og aðferðir: Úr skráðum gögnum áranna 1996-2005 var
kannaður árangur utanbastverkjameðferðar eftir brjóstholsað-
gerðir (597 sjúklingar) hjá þremur aldurshópum; 50 ára og yngri
(171 sjúkingur, meðalaldur 34,1 ár), 51-70 ára (270 sjúklingar,
meðalaldur 60,4 ár) og 70 ára og eldri (156 sjúklingar, meðalaldur
24,8 ár). Árangur var metinn á fyrsta og öðrum degi eftir aðgerð
og notast við VAS kvarða. VAS<3 var metinn ásættanlegur árang-
ur. Dreypihraði í ml/klst. og notkun sterkra verkjalyfja voru borin
saman milli hópa.
Niðurstöður:
Verkjastilling í hvíld/hreyfingu < 50 ára 5 1-70 ára > 70 ára
Fyrsti dagur, VAS<3, í hvíld 88% 91% 93%
Fyrsti dagur, VAS<3, viö hreyfingu 61% 66% 76%
Annar dagur, VAS<3, í hvíld 91% 93% 94%
Annar dagur, VAS<3, viö hreyfingu 74% 84% 87%
Dreypihraði á öðrum degi 8,09 ml/ klst. 7,5 ml/ klst. 6,95 ml/ klst.
Notkun ópíat verkjalyfja 34,5% 25% 20,5%
Ályktanir: Verkjastilling var betri, dreypihraði lægri og notkun
sterkra verkjalyfja var minni í eldri aldurshópi en í öðrum hópum.
Ofangreindar klínískar niðurstöður staðfesta því fyrri rannsókn-
ir.
E 143 Óbein efnaskiptamæling á orkunotkun gjörgæslu-
sjúklinga
Bjarki Kristinsson', Kristinn Sigvaldason2, Sigurbergur Kárason2
'Læknadeild HI, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala
bjarkilcr@hi. is skarason@landspitali. is
Inngangur: Næringargjöf til gjörgæslusjúklinga er mikilvægur
þáttur í meðferð þeirra og hefur áhrif á fylgikvilla og dánartíðni.
Pó að orkuþörf sjúklinga sé mismunandi er ekki venja að mæla
hana. Markmið þessarar rannsóknar var að mæla orkunotkun
sjúklinga á gjörgæsludeild og bera saman við áætlaða orkunotk-
un og heildarnæringargjöf og að kanna mun á fyrirskipaðri og
raunverulegri næringargjöf.
Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar >18 ára sem voru með-
höndlaðir í öndunarvél >24 klukkustundir á gjörgæsludeildum
Landspítala á rannsóknartímabilinu voru hæfir til þátttöku.
Orkunotkun var mæld með óbeinni efnaskiptamælingu daglega
í 30 mínútur meðan á öndunarvélarmeðferð stóð. Áætluð
orkunotkun var metin með Harris-Benedict jöfnu með/án streit-
ustuðuls.
Niðurstöður: Rannsakaðir voru 12 sjúklingar. Mæld orkunotk-
un á sólarhring var 21,5±3,1 kcal/kg/dag (max 27±2,8, mín.
16,4±3,6). í samanburði vanmat Harris-Benedict jafnan án streit-
ustuðuls orkunotkunina (18±2kcal/kg/dag (p<0,001; r = 0,58)) en
ofmat með streitustuðli (25 ±3 kcal/kg/dag (p<0,001; r=0,55)).
Næringargjöf um sondu hófst að meðaltali 2,4±0,2 dögum eftir
upphaf öndunarvélarmeðferðar. Meðalnæringargjöf var 14±3,7
kcal/kg/dag. Munurinn á mældri orkunotkun og heildarnæringar-
gjöf var tölfræðilega marktækur (p<0,001; r = 0,16). Raunveruleg
sondunæring var minni en fyrirskipuð um 1,3±0,7 kcal/kg/dag (p<
0,001).
Umræða: Mæld orkunotkun er í samræmi við niðurstöður ann-
arra rannsókna. Talsverður munur var á mældri orkuþörf milli
einstakra sjúklinga og milli mælinga hjá sama sjúklingi. Lítil fylgni
var milli mældrar og áætlaðrar orkunotkunar en hvort tveggja
styður gagnsemi efnaskiptamælinga. Næringargjöf var einungis
Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 75