Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 79

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 79
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ ÁGRIP VEGGSPJALDA V 1 DNA viðgerð í brjóstaþekjufrumulínum sem bera BRCA2 stökkbreytingu Jenný B. Þorsteinsdóttir1-2, Garöar Nlyrdai'. Jórunn E. FyíjönV . Helga M. Ögmundsdóttir1-3 'Rannsóknarstofa í sameinda- og frumulíffræði.Krabbameinsfélagi íslands, 2læknadeild HÍ,3geislalækningadeild Landspítala jbth@hi.is Inngangur: BRCA2 próteinið gegnir veigamiklu hlutverki í við- gerð á tvíþátta DNA broti og tekur þátt í myndun Rad51 bletta á brotstað. Sýnt hefur verið fram á að frumulínur, sem vantar virkt BRCA2 prótein, mynda ekki Rad51 bletti sem svar við geislun. Markmið rannsóknarinnar var að kanna myndum Rad51 bletta í tveimur nýlegum brjóstaþekjufrumulínum sem eru arfblendnar um 999del5 BRCA2 stökkbreytinguna. Efniviður og aðferðir: Frumurnar voru geislaðar með 8 Gy, rækt- aðar eftir það í fimm klukkustundir annars vegar og 48 stundir hins vegar og myndun Rad51 bletta metin með sértækri flúrmót- efnalitun og skoðun í confocal smásjá. Niðurstöður voru settar fram sem hlutfall frumna með >5 Rad51 bletti. Einnig var flúrlit- að gegn y-H2AX sem má nota til þess að meta tilvist og fjölda DNA brotstaða og niðurstöður metnar á sama hátt og áður. Niðurstöður: Fimm stundum eftir geislun innihéldu BRCA2 lín- urnar tvær 58,4% og 57,1% frumna með >5 Rad51 bletti sem var svipað og viðmiðunarlínan, MCF7, 57,8%. Eftir 48 stundir sáust ennþá Rad51 blettir í 29% og 31,4% frumna í BRCA2 línunum en hjá MCF7 sáust þeir aðeins í 6% frumna. Fimm stundum eftir geislun sáust y-H2AX blettir í öllum frumumlínum sem prófaðar voru en 48 klst eftir geislun voru 55% frumna hjá báðum BRCA2 línunum með >5 y-H2AX bletti en hjá MCF7 sáust þeir aðeins í 19% frumna Frumuhringsgreining með FLOW sýndi einnig sam- söfnun í G2/M fasa og fjöllitnun fruma eftir geislun. Ályktanir: Brjóstaþekjufrumulínur, arfblendnar um 999del5 BRCA2 stökkbreytinguna, sýndu eðlilega Rad51 svörun fimm klukkustundum eftir geislun en svarið var seinkað og enn til staðar 48 stundum eftir geislun. Það bendir til viðvarandi DNA skemmdar og var það staðfest með litun fyrir y-H2AX. V 2 Kjarnsýrurafdráttur á örgelum Guðmundur H. Gunnarsson1-2, Andri Ford1, Bjarki Guömundsson2, Hans G. bormar'y Jón Jóhannes Jónsson1 ‘Lífefna- og sameindalæknisfræöideild Landspítala, -Lífeind ehf., erföa og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ hans@hi.is Inngangur: Greiningar á einföldum og flóknum kjarnsýrusýnum með rafdrætti eru tímafrekar og kostnaðarsamar, hvort heldur um er að ræða rafdrátt á agarósageli eða á akrýlamíð geli með ein- eða tvívíðum rafdrætti. Aðferðir sem gerðu fólki kleift að framkvæma þessar greiningar á mun skemmri tíma yrðu til góða fyrir rannsóknarstofur. Við kynnum hér aðferð sem þróuð hefur verið á okkar rannsóknarstofu í samvinnu við líftæknifyrirtækið Lífeind ehf. Þessi aðferð gerir rannsakendum mögulegt að raf- draga sýni á um það bil 10 mínútum á örgelum. Efniviður og aðferðir: Akrýlamíðgel af mismunandi þéttleika voru steypt á smásjárgler. Þekkt DNA sýni voru rafdregin við hitastýrðar aðstæður í einni eða tveimur víddum í 5-10 mínútur. Hvorki var notaður hleðslubuffer í sýnin, né heldur rafdrátt- arbuffer annar en sá sem var í gelinu. Kannað var hvort aðskiln- aður við rafdrátt gæfi samsvarandi niðurstöður og við venjulegan rafdrátt á 7x8 cm akrýlamíð geli. Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður benda til þess að greining DNA sýna á örgelum gefi jafn góðan aðskilnað og 7x8 cm gel, hvort heldur er í einvíðum eða tvívíðum rafdrætti. Þessi tækni getur því flýtt rafdráttargreiningum um tæplega tvo klukkutíma, auk þess sem lágmarksmagn af sýni er notað. Lífeind ehf. vinnur nú að þróun og markaðssetningu rafdráttarbúnaðar byggðum á þessum niðurstöðum. V 3 Hlutverk SUMOýleringar í starfsemi Mitf umritunar- þáttarins í músum Bryndís Krogh Gísladóttir'.Norene 0’Sullivan2,Debbie Gilbert2,Neal G. Copeland2, Nancy A. Jenkins2, Eiríkur Steingrímsson1 'Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2National Cancer Institute, Maryland, USA bryndis@wice!l. org Inngangur: Stjórnun umritunarþátta í þroskun fjölfruma lífvera er háð mörgum áhrifaþáttum. MITF er prótein sem tilheyrir bHLHZip fjölskyldu umritunarþátta og er ómissandi fyrir eðlilega þroskun augans, litfrumna, mastfrumna og beináts- frumna. Margar rannsóknir hafa sýnt að umbreytingar á MITF hafa mikilvæg áhrif á virkni þess. Til dæmis hefur verið sýnt að frumuboðleiðir leiða til fosfórýleringar á MITF sem hafa áhrif á virkni og stöðugleika þess. MITF er einnig undir stjórn lýsin umbreytinga, og þar má nefna SUMOýleringu sem bælir umritunarvirkni MITF í frumurækt. Markmið þessa verkefnis var að skoða áhrif SUMOýleringar in vivo með því að búa til erfðabreyttar BAC mýs sem bera stökkbreytingar sem koma í veg fyrir SUMOýleringu á MITF. Efniviður og aðferðir: BAC plasmíði sem innihélt Mitf genið var stökkbreytt með samstæðri endurröðun (homologous recombination) í E. coli með svokallaðri “HIT and FIX” aðferð. Stökkbreyttu BAC klóni var komið fyrir í músum sem bera stökkbreytingu í MITF til að sjá hvort unnt væri að bjarga svip- gerð músarinnar með viðveru BAC klónsins. Niðurstöður: Erfðabreyttar mýs sem bera stökkbreytingar í SUMO setum Mitf gensins hafa verið útbúnar og svipgerð þeirra hefur verið skilgreind með tilliti til litar feldsins og þroskun aug- ans. Ályktanir: Til að staðfesta niðurstöðurnar verður að útbúa Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.