Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 80

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 80
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ fleiri músalínur og bera verður saman tjáningu Mitf genins milli músalínanna. Niðurstöðurnar hafa gefið okkur innsýn í hvaða áhrif SUMOýlering á MITF hefur í músum. Mikilvægast er þó að aðferðin hefur gefið okkur tæki til að útbúa erfðabreyttar mýs á skemmri tíma en ella til að skoða áhrif ýmissa umbreytinga á próteinum í músum. V 4 Stjórn TGFþ á genatjáningu í stofnfrumum úr fóstur- vísum (ES frumur) Hclga Eyja Urafnketsdóttir'.EiríkurSteingrímsson'JVjrarinn Guðjónsson2-3, Magnús Karl Magnússon1-2, Sigríður Valgeirsdóttir4, Christine Mummery5, Guðrún Valdimarsdóttir1 ‘Lífefna- og sameindalíffræðistofa Iæknadeild HÍ, 2Rannsóknarstofa í blóðmeinafræði og erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 3Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffræði, 4NimbleGen System á íslandi, 5Hubrecht Laboratory, Netherlands Institute for Developmental Biology and Heart-Lung Institute, Utrecht, Hollandi heh@hi.is Inngangur: Valið á milli þess hvort stofnfruma endurnýi sig eða sérhæfist er ákvarðað af ýmsum vaxtarþáttum sem leiða til virkj- unar umritunarþátta.Transforming growth factor beta,TGF stór- fjölskyldan ræður miklu um örlög ES frumna. Vegna mikilvægis TGF stórfjölskyldunnar munum við rannsaka hlutverk hennar í stjórnun á markgenum í endurnýjun og sérhæfingu hES frumna. Við munum bera saman ósérhæfðar og sérhæfðar ES frumur með tilliti til umritunarstjórnar á genatjáningu. Rannsóknir á stofnfrumum fósturvísa hafa að mestu verið upp- talning á tjáningu kennipróteina (markera) en minna hefur verið fjallað um raunverulegt hlutverk próteina í innanfrumu- boðleiðum. í þessu verkefni viljum við komast að því hvernig umritunarþættir ákveðinnar boðleiðar stjórna örlögum stofn- frumna. í fyrsta skipti á íslandi er unnið með stofnfrumulínur frá Bandaríkjunum sem búnar hafa verið til úr innri frumumassa fósturvísa manna (hES). Efniviður og aðferðir: í þessari rannsókn ætlum við að nota nýja aðferð, svokallaða ChlP-chip aðferð sem byggist á chromatin útfellingum (chromatin immunoprecipitation) og örflögutækni (microarray-based gene expression.) Þessar aðferðir veita okkur upplýsingar um hvernig umritunarþættir í ES frumum (pluripotent) og íTGF stórfjölskyldunni stjórna tjáningu þekktra og óþekktra gena ásamt því að gefa okkur vísbendingar um hlut- verk þeirra í þessu ferli í genamengi mannsins. Ætlunin er að nota chromatin útfellingar (ChlP) með mótefnum gegn umrit- unarþáttum sem þekktir eru í ósérhæfðum ES frumum (oct3/4 og nanog) annars vegar og umritunarþáttum sem tengdir eru TGFp fjölskyldunni (Smad 2/3, Smad 1/5 og Idl/3) hins vegar. Tjáning á því sem hefur bundist umritunarþáttunum er síðan ákvörðuð með örflögutækni. Niðurstöður og ályktanir: Kjörræktunarskilyrði fyrir ósérhæfðar og sérhæfðar hES frumur hafa verið stöðluð. Mótefni fyrir ChlP hafa verið prófuð og undirbúningur sýna fyrir ChlP er hafin. Þekkt markgen hafa verið athuguð með PCR. Skilyrði fyrir örflögutækni á ES frumum hafa verið stöðluð. Niðurstöðurnar ættu að efla skilning á líffræði hES frumna og ætti hún að vera skef í þá átt að bæta stöðluð ræktunarskilyrði fyrir bæði stofn- frumur úr fósturvísum manna og vefjasértækar stofnfrumur. V 5 Stökkbreytingaleit í LIMD1 og LTF genum á 3p21.3 í æxlum Þórgunnur E. Pétursdóttir1, Unnur Þorsteinsdóttir2, Páll H. Möller3, Jóhannes Björnsson1, Stefan Imreh4, Valgaröur Egilsson', Sigurður Ingvarsson5 ■Rannsóknarstofa í meinafræði Landspítala, frumuiíffræðideild, 3skurð- lækn-ingasvið Landspítala, 2íslensk erfðagreining, 4Karolinska Institutet, Microbiology and Tumorbiology Center, Stokkhólmi, 5Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum thorgep@landspitali.is Inngangur: Stutti armur litnings 3 í mönnum er afbrigðilegur í flestum æxlum. Et (elimination test) er próf sem var þróað af samstarfsaðilum okkar á Karolinska Institutet, til að finna litn- ingasvæði með æxlisbæligenum. Með notkun prófsins fannst svæði á 3p21.3 sem var nefnt CERl (common eliminated region 1). Á svæðinu eru 34 virk gen og miðað við núverandi þekkingu þykja LIMDl (LIM domain containing gene 1) og LTF (lactotr- ansferrin) líklegust sem æxlisbæligen. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem benda til þess að Ltf og Limdl próteinin eigi þátt í að verjast myndun æxla. Efniviður og aðferðir: Efniviðurinn samanstendur í heild af 576 mannaæxlum frá 10 líffærum.Til að meta tíðni úrfellinga var gerð LOH greining með microsatellite erfðamörkum. Útraðir voru skimaðar með SSCP aðferð fyrir fjölbreytileika í LTF (eingöngu lungnaæxli) og LIMDI og síðan var kannað með raðgreiningu hvort sá fjölbreytileiki sem fannst væru stökkbreytingar. Niðurstöður: Við rannsökuðum úrfellingatíðni á CERl og bárum saman við tíðni úrfellinga í sama efnivið á tveimur öðrum þekkt- um æxlisbæligenasvæðum á 3p. Úrfellingatíðnin var hæst á CERl svæðinu (84%). Við fundum fjölbreytileika í basaröðum bæði LIMDI og LTF en höfum engar stökkbreytingar fundið þegar þetta er skrifað. Ályktanir: Þar sem við fundum mjög háa tíðni úrfellinga á CERl bendir það til þess að á svæðinu geti verið æxlisbæligen. Úrfellingarnar voru ekki vefjasértækar þar sem há tíðni fannst í öllum æxlisgerðum eða 70-94%, nema í sarkmeinum þar sem tíðnin var 40%. Þó að engar stökkbreytingar hafi fundist höfum við ekki útilokað að um æxlisbæligen sé að ræða. Við munum kanna tjáningu genanna í æxlum og bera saman við eðlileg sýni. Ef tjáning er minnkuð munum við kanna hvort um “epígenetísk- ar” breytingar geti verið að ræða. V 6 Notkun RNA interference til að slá á tjáningu cystatín C og PrPC í frumuræktum Birkir Þór Bragason. Herborg Hauksdóttir, Stefanía Þorgeirsdóttir, Ástríður Pálsdóttir Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum birkirbr@hi.is Inngangur: Á Keldum er verið að vinna að rannsóknum á 80 Læ knablaðið/fylgirit 53 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.