Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 81

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 81
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ arfgengri heilablæðingu og riðuveiki. í báðum sjúkdómum gegnir eitt prótein lykilhlutverki, það er cystatín C í arfgengri heilablæðingu og príon-próteinið (PrPc) í riðu. Innnan þessara verkefna er unnið að því að því að setja upp RNA interference (RNAi) til að slá á tjáningu cystatín C og PrPc, sem tæki við rannsóknir á frumulíffræði próteinanna. RNAi byggir á því að nýta ensímkerfi í frumum sem er vel varðveitt í þróunarfræðilegum skilningi. Líffræðilegt hlutverk þess er meðal annars vörn gegn veirum og stökklum, auk stjórnunar á genatjáningu, til dæmis í þroskun. Kerfið byggir á því að tvíþátta RNA er bútað niður í stuttar tvíþátta RNA sameindir (siRNA eða miRNA). Utkoman er hindrun á tjáningu gena með samsvörun við RNA sameindirnar, annað hvort vegna hindrunar á þýðingu mRNA eða beins niðurbrots á mRNAinu. Fyrir utan að vera athyglisvert í líffræðilegum skilningi, þá er hægt að nýta þetta kerfi til að slá á tjáningu ákveðinna gena markvisst, til dæmis í frumuræktum, og er því gagnlegt rannsóknartæki í frumulíffræði. Efniviður og aðferðir: Útbúin voru plasmíð sem tjá stuttar siRNA sameindir með samsvörun við cystatín-C (fimm útgáfur) og PrPc (2 útgáfur). Þeim var ummyndað í frumulínur sem tjáðu annaðhvort cystatín-C-EGFP eða PrPc-EGFP samrunaprótein (EGFP: grænt flúrprótein). RNAi virkni sameindanna var metin með skoðun í flúrsmásjá og með Western-blot. Unnið er að magnbundnu mati með rauntíma-PCR. Niðurstöður og ályktanir: Eins og búast mátti við, þá höfðu siRNA sameindirnar mismikil áhrif. Áberandi mest áhrif feng- ust með annarri siRNA sameindinni gegn PrPc. Enn er verið að vinna að magnbundnu mati á áhrifunum og þær niðurstöður sem fyrir liggja verða kynntar. V 7 Áhrif cystaín C mýlildis á heilavef sjúklinga með arfgenga heilablæðingu Hanncs Blöndal, Finnbogi R. Pormóðsson Rannsóknastofa í líffærafræði. læknadeild HI finnbogi@hi.is Inngangur: Mýlildissjúkdómar í heilaæðum (Cerebral amyloid angiopathy eða CAA) einkennast af uppsöfnun mýlildis (amylo- id) í veggi æðanna og er vel þekkt meðal Alzheimers sjúklinga og einstaklinga með Downs heilkenni, en fylgir einnig ellihrörnun almennt. Til eru arfgengir mýlildissjúkdómar í heilaæðum, sem koma fram fyrr á ævinni, þar sem arfbreytt beta-prótein mynd- ar oftast mýlildið. Skæðastur þeirra er einskorðaður við ísland (HCHWA-I), en þar myndast mýlildið úr erfðabreyttu cystatín C, og orsakar heilablóðfall snemma á ævinni sem takmarkar með- allífslíkur sjúklingann við um 30 ár. I algengari beta-prótein mýlildissjúkdómum greinast hrörnandi (dystrophic) taugaþræðir utan heilaæða og önnur merki við- bragða við ertingu, en hér erum við að rannsaka hvort sama gildi um íslenska sjúkdóminn. Efniviður og aðferðir: Vefjasneiðar voru litaðar á hefðbundin hátt og einnig mótefnalitaðar fyrir cystatín C, GFAP,Tau og CD6. Niðurstöður: Mýlildisíferð út í taugavefinn frá æðum er yfirleitt ekki áberandi einkenni æðasjúkdómsins en sést að einhverju marki í öllum tilfellum. Þar sem um slíkt er að ræða sýna frumniðurstöður okkar einungis lítilsháttar astrócýtaviðbrögð, enga hrörnandi (dystrophic) taugaþræði, örfáar CD68 jákvæðar átfrumur umhverfis æðar og engar fjölkjarna risafrumur. Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þessa að cystatín C mýlildi hafi lítil sem engin ertandi áhrif á taugavefinn (neuropil) umhverfis æðarnar. Þetta er ólíkt því sem sést í æðaveggnum sjálfum, en þar veslast sléttvöðvafrumurnar upp og deyja samfara uppsöfnun mýlildisins. Það samrýmist því að við sjáum uppleyst cystatín C mýlildi drepa sléttvöðvafrumur í rækt. Kanna þyrfti hvort uppleyst cystatín C mýlildi hafi slík áhrif á taugafrumur í rækt. Þakkir: Rannsóknin er styrkt af Heilavernd. V 8 Merking heilavefja á segulómmyndir; aðferð til gæðaeftirlits á sjálfvirkri rúmmálsgreiningu heilavefja í ofurtölvu Bryndís Óskarsdóttir', Siguröur Sigurösson* 1, Lars Forsberg2, Jesper Fredriksson2, Ólafur Kjartansson', Alex Zijdenbos3, Gudný Eiríksdóttir1, Lenore Launer1, Vilmundur Guðnason1 'Hjartavernd, 2Raförninn ehf„ 3NeuraIyse Inc., Montreal, Kanada, 4Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins, Bethesda bryndis@hjarta.is Inngangur: Undanfarin ár hefur verið unnið mikið starf í Hjartavernd við þróun hugbúnaðar sem samanstendur af 48 raðtengdum örgjöfum og kallaður er ofurtölva. Hlutverk hennar er að meðhöndla rnikið magn segulómmynda af heila úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar meðal annars fyrir sjálfvirka rúmmálsgreiningu heilavefja. Hugbúnaður ofurtölvunnar byggir á tauganeti sem krefst þjálfunar með því að merkja handvirkt heilavefi segulómmynda og nauðsynlegt var að hanna aðferð til að handvirkt merkja heilavefi segulómmynda og bera saman við sjálfvirku merkingu heilavefja ofurtölvunnar. Hér lýsum við aðferð sem notuð hefur verið í Öldrunarrannsókninni til gæðaeftirlits á sjálfvirkri rúmmálsgreiningu ofurtölvunnar ásamt þjálfunar tauganetsins. Efniviður og aðferð: Til verksins var hannað tól kall- að BorderLine, sem samanstendur af Wacom teikniborði, teiknihugbúnaði og penna sem gerir notanda mögulegt að merkja og rúmmálsgreina eftirfarandi heilavefi: gráan vef, hvítan vef, hvítavefsbreytingar ásamt heila og mænuvökva. Endurtekningarhæfni eins notanda var mæld sem byggðist á því að heilavefir á fimm sneiðum voru merktir tvisvar sinn- um á fyrirframákveðnum svæðum heilans á eftirfarandi seg- ulómmyndaröðum: 3D SPGR Tl, FSE PD/T2 og FLAIR T2. Endurtekningarhæfni merkinga fyrir hverja myndeiningu (voxel) var mæld fyrir hverja sneið og hvern vef sérstaklega með útreikn- ingum byggðum á Kappa tölfræði (Dice Similarity Coefficient). Niðurstöður: Endurtekningarhæfni aðferðarinnar reyndist mjög há fyrir merkingu allra vefja og allra sneiða (meðal Kappa fyrir heilavefi, k=0,856±0,088 og heilasneiðar k=0,899±0,009). Ályktanir: Þróuð hefur verið öflug aðferð til handvirkrar merk- ingar á heilavefjum sem nýtist við þjálfun tauganets og gæðaeft- irlits á sjálfvirkri rúmmálsgreiningu heilavefja með ofurtölvu. Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.