Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 92

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 92
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ sjúklingum með kransæðaþrengsli. Búast má við endurþrengslum hjá 20-30% þessara sjúklinga en oft reynist erfitt að greina end- urþrengsli þar sem ekki er til gott greiningarpróf. Nýlega hafa rutt sér til rúms 64 sneiða tölvusneiðmyndatæki sem bjóða upp á mun betri myndgæði en eldri tölvusneiðmyndatæki. Markmið rannsóknarinnar var að kanna með hversu miklum áreiðanleika hægt væri að greina endurþrengsli í stoðnetum með 64 sneiða tölvusneiðmyndatæki. Efniviður og aðferðir: Fimmtíu og fjórir sjúklingar sem gengust undir stoðnetsísetningu voru teknir inn í rannsóknina en sjúklingar með bráða kransæðastíflu og nýrnabilun voru útilokaðir. Sex mánuðum eftir kransæðaþræðingu og stoðnetsísetningu gengust sjúklingar undir tölvusneiðmyndarannsókn og endurþræðing var gerð. Niðurstöður: Sextán sjúklingar (30%) höfðu stöðuga hjartaöng, 21 sjúklingur (39%) hafði hvikula hjartaöng og 17 sjúklingar (32%) höfðu NSTEMI við komu. Meðaltími frá kransæðaþræð- ingu að endurþræðingu voru 197 (SD+35) dagar en meðaltími frá tölvusneiðmynd að endurþræðingu voru fjórir (SD+7) dagar. Næmi tölvusneiðmynda til greiningar endurþrengsla reyndist 27% og sértæki 84%. Jákvætt forspárgildi var 25% og neikvætt forspárgildi 86%. Ef úrtakinu var lagskipt eftir aldri kom í ljós að sjúklingar yngri en 58 ára voru rétt greindir með tölvusneið- myndatækni í 88% tilfella en sjúklingar eldri en 69 ára í 60% tilfella. Alyktanir: Tölvusneiðmyndatæknin hafði hátt sértæki og nei- kvætt forspárgildi og er því gagnleg til að útiloka endurþrengsli. Hjá yngri hópum sjúklinga reyndust niðurstöðurnar áreiðanlegri og tengist sennilega minna kalkmagni í æðum sem getur truflað úrlestur mynda. V 36 Lega innri hálsslagæðar sem áhriftaþáttur fyrir æðasjúkdóma í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar Lilja P. Ásgeirsdóttir', Michiel L. Bots2, Harpa D. Birgisdóttir1, Rudy Meijer2, Miran Chang1, Agnes P. Guðmundsdóttir1, Guðný Eiríksdóttir1, Tamara Harris3,Vilmundur Guðnason1 'Hjartavermd, 2háskólinn í Utrecht, Hollandi, 3ÖIdrunarstofnun Bandaríkjanna, Bethesda Sigurdur@hjarta. is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kann hvort að lega innri hálsslagæðar (ICA) hafi áhrif á myndun þrenginga í æðinni. Efniviður og aðferðir: Ómskoðun ásamt Meijers boga var notuð til að meta þrengingar og skrá niður legu innri hálsslagæðar við mót innri hálsslagæðar, ytri hálsslagæðar (ECA) og meginháls- slagæðar (CCA). Þrengingar í æðinni voru flokkaðar í; engin, lítil, nokkur og mikil og var lega skráð með því að meta undir hvaða horni skipting meginhálsslagæðar í innri hálsslagæð og ytri háls- slagæð sést best. Þykkt intíma- media (CIMT) æðaveggja í meg- inhálsslagæð var einnig mæld, en það er þekktur áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Niðurstöður: Gögn 1.151 þátttakanda (423 karlar og 728 konur) á aldrinum 66-93 ára (meðalaldur 76 ár) voru rannsökuð. Meðal CIMT var 0,96 mm. Meðalstig þrenginga í innri hálsslagæð var 2,14 (SD 1,1). Mikil fylgni var á milli baklægrar /bak-miðlægrar legu innri hálsslagæðar og stærðar þrengingar í æðinni: meðalstig þrenginga var 0,16 hærri (95% CI 0,02-0,32) borið saman við aðrar legur innri hálsslagæðar (leiðrétt var fyrir aldri og kyni). Nánari leiðrétting fyrir reykingum, blóðþrýstingi, hæð, þyngd, kólestróli, þekktum hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki, höfðu ekki áhrif á fylgni: meðalmunur var 0,20 (95% CI 0,05- 0,35). Lega innri hálsslagæðar sýndi öfuga fylgni við fjarvegg meg- inhálsslagæðar og jákvæða fylgni við nærvegg. Alyktanir: Rannsóknin leiddi í ljós að lega innri hálsslagæðar er stór áhrifaþáttur varðandi æðasjúkdóma í eldra fólki. Þessar niðurstöður eru ótengdar öðrum þekktum áhættuþáttum. V 37 Áhrif vökvagjafar á súrefnisþrýsting í smáþörmum og ristli við kviðarholsaðgerðir Gísli H. Sigurðsson1'2, Luzius B. Hiltebrand3, Andrea Kurz3 'Svæfinga og gjörgæsludeild Landspitala, 2læknadeild HÍ, 3Department of Anaesthesiology, Washington University, St. Louis, MO, USA gislihs@landspitali. is Inngangur:Ófullnægjandiblóðflæðiogsúrefnisþrýstingurígörnum getur leitt til alvarlegra aukakvilla eftir kviðarholsaðgerðir. Við könnuðum áhrif mismunandi vökvagjafar á súrefnisþrýsting í görnum við kviðarholsaðgerðir. Efniviður og aðferðir: Tuttugu og sjö svín voru svæfð, lögð í öndunarvél og skipt í þrjá hópa (n=9 í hverjum). Hópur A fékk 3 ml/kg/klst, B 7 ml/kg/klst og C 20 ml/kg/klst af Ringer lausn í æð. Auk þess fengu öll svínin ýmist 30% eða 100% innandað súrefni fyrst og síðar öfugt. Hjartaútfall var mælt með “thermodilution” og súrefnisþrýstingur í vefjum með “microoxymetry” (Licox) í smáþörmum, ristli og í undirhúðarfitu. Niðurstöður: Blóðþrýstingur (MAP) og hjartaútfall (CO) voru áþekk í hópum A og B en í hópi C voru blóðþrýstingur, hjartaútfall og undirhúðarsúrefnismettun marktækt hærri en í hinum hópunum. Súrefnisþrýstingur í smáþörmum og ristli var áþekkur í öllum hópunum, þrátt fyrir lægri fylliþrýsting, lægra hjartaútfall og minni þvagútskilnað í hópum A og B. Ályktanir: Mismunandi vökvamagn sem hóparnir þrír fengu meðan á aðgerð stóð virðist ekki hafa haft áhrif á súrefnisþrýsting í smáþörmum og ristli. Þessar niðurstöður benda til að „autoregulation“ á blóðflæði garna sé mjög virkt í heilbrigðum einstaklingum sem gangast undir kviðarholsaðgerðir. V 38 Efnaskipti í þörmum við lost Gísli H. Sigurðsson1, Luzius Hiltebrand2, Vladimir Krejci2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala og læknadeild HÍ, 2svæfingadeild Inselspital Háskólasjúkrahúsinu í Bern, Sviss gislihs@landspitali. is Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að það er samband milli minnkaðs blóðflæðis í þörmum, fjöllíffærabilunar og dánartíðni hjá bráðveikum sjúklingum. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna áhrif minnkaðs mesenterial blóðflæðis (SMAF) á smáæðablóðflæði og efnaskipti í þörmum. 92 Læ knablaðið/fylgirit 53 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.