Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 93

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 93
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Efniviður og aðferðir: Þrcttán svín (27-31 kg) voru svæfð og lögð í öndunarvél. Átta þeirra voru útsett fyrir minnkun á SMAF (15% á 30 mínútna fresti) meðan hin fimm voru viðmiðunarhópur. SMAF var mælt með „ultrasonic transit time“ flæðitækni og smáæðablóðflæði í slímhúð og vöðvalagi smáþarma og ristils var mælt með fjölrása leiser Doppler flæðitækni (LDF). PH í slímhúð smáþarma var mælt með tónómetry og efnaskipti (glúkósa, laktat og pyruvat) með míkródíalýsu. Helstu niðurstöður: Við minnkað SMAF varð smáæðablóðflæði í slímhúð smáþarma mjög ójafnt (herterogenous) þótt það minnkaði ekki að magni til til að byrja með. Þéttni glúkósu í smáþarmavegg minnkaði um nærri helming þegar við 15% minnkun á SMAF (p<0,05) og hélt áfram að minnka við frekari minnkun á SMAF. Aftur á móti fór ekki að bera á hækkun á laktat/pyruvat hlutfalli fyrr en eftir 45% minnkun á SMAF og pH lækkun í slímhúð smáþarma fyrr en eftir 60% minnkun á SMAF. Súrefnisnotkun í þörmum minnkaði og laktat í bláæðablóði þarma hækkaði fyrst eftir 75% minnkun á SMAF. Ályktanir: Þessi rannsókn bendir til að breytingar á svæðisblóðflæði og smáæðablóðflæði dragi úr truflunum á súrefnisháðum efnaskiptum í þörmum við skort á blóðflæði. Lækkun á glúkósu í þarmavegg þegar við óverulega minnkun á svæðisblóðflæði bendir til að það verði fyrr skortur á efni til brennslu (substrati) en á súrefni við blóðflæðisskort í smáþörmum. V 39 Tölfræðileg hönnun við örflögurannsóknir Kristín Bergsteinsdóttir', Jason C. Hsu2, Jane Chang3,Tao Wang4, Yoonkyung Lee2, Youlan Rao2, Sigríður Valgeirsdóttir5, Magnús Karl Magnússon1, Eiríkur Steingrfmsson6 ■Landspítali, 2The Ohio State University, Columbus, Ohio, USA, 3Bowling Green State University, Bowling Green, Ohio, USA, 4University of South Florida,Tempa, Florida, USA, 5NimbleGen Systems, Reykjavík, filífefna- og sameindalíffræðideild HI eirikurs@hi.is DNA örflögur hafa vakið mikla athygli sem hugsanlegt tæki til notkunar í sjúkdómsgreiningum framtíðarinnar og er vonast til að unnt verði að nota þær til að meta horfur og ákveða meðferð. Margar rannsókninr hafa verið gerðar á tjáningamynstri gena í krabbameinssýnum, en lítil samsvörun hefur reynst vera á milli niðurstaðna rannsóknahópa og erfitt hefur verið að staðfesta tjáningarmynstur tiltekinna sjúkdóma í öðrum þýðum. Nauðsynlegt er því að bæta aðferðir við genatjáningarannsókir til að þær standist tölfræðilegar kröfur um næmni og sértækni (sensitivity and specificity). Við höfum notað örflögur til að sýna að með því að beita tilraunahögun (statistical design) og nota „randomization, replication og blocking" við framkvæmd genatjaáningarannsókna fæst óbjagað mat á tjáningarmun gena milli sýna (Jason og fl. 2006). Slembiröðun (randomization) kemur í veg fyrir bjögun. Ef staðsetning þreifara á örflögum er ekki slembiröðuð er ekki víst að unnt sé að bera saman niðurstöður sem fást af einni gerð örflaga við aðra gerð örflaga. Endurtekning (replication) leyfir mat á breytileika og „blocking“ eykur næmi samanburðarins með því að fjarlægja áhrif samþættingar (confounding effects). Rannsóknir okkar hafa sýnt að tölfræðileg hönnun eykur næmni og sértækni í genatjáningarannsóknum. Til að prófa aðferðina okkar á vefjum úr mörgum einstaklingum sem eru í nokkrum ólíkum hópum, notum við mýs með mismunandi stökkbreytingar í microphthalmia transcription factor (Mitf) geninu. Mitf umritunarþátturinn er meðlimur í Myc fjölskyldu basic Helix-Loop-Helix zipper próteina og stjórnar tjáningu margra gena í nokkrum mismunandi frumugerðum. Við munum kynna niðurstöður okkar á greiningu genatjáningar í milta úr Mitf stökkbreyttum músum og eðlilegum músum. V 40 Geta heilbrigðra einstaklinga til að virkja stöðug- leikakerfi mjóbaks án þess að virkja ytra hreyfivöðvakerfið Þorfinnur Andreascn, Guðmundur Þór Brynjólfsson, Þórarinn Sveinsson Rannsóknastofa í hreyfivísindum, Lífeðlisfræðistofnun HÍ thorasve@hi.is Inngangur: Að kenna einstaklingum að virkja þverlæga kviðvöðv- ann (stöðugleika vöðvi) án þess að hreyfivöðvakerfi bols sé virkj- að er forvörn sem ráðlögð er gegn verkjum í mjóbaki. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort hægt sé með einfaldri fræðslu að kenna heilbrigðum einstaklingum að virkja þverlæga kviðvöðvann án íhlutunar ytri hreyfivöðva bols. Efniviður og aðferðir: Sextán heilbrigðir einstaklingar, fjórar konur og 12 karlar á aldrinum 20-57 ára, tóku þátt í rannsókn- inni. Virkni þverlæga kviðvöðvans var mæld með ómsjá en virkni réttivöðva hryggjar, mið-þjóvöðva, beina kviðvöðva og ytri skávöðva kviðar með þráðlausu yfirborðs vöðvarafriti (KinePro). Þátttakendur voru mældir í þremur mismunandi stöðum, í hlið- arlegu, í fjórfóta stöðu og í standandi stöðu. í byrjun fengu þátt- takendur stutta fræðslu í að virkja stöðugleikavöðva mjóbaks. Voru þeir síðan beðnir um að virkja þá þrisvar með slökun á milli án þess að virkja ytra vöðvakerfi bols. Hlutfallsleg þykkt- araukning var reiknuð fyrir þverlæga kviðvöðvann en hlutfallsleg rafvirkni fyrir ytri hreyfivöðvana. Niðurstöður: Aukin virkni varð í ytri bolvöðvum (p<0,05),það er í réttivöðva hryggjar (8% aukning; SF: 2%), mið-þjóvöðva (12% ;SF: 4%), beina kviðvöðva 11% (SD: 3%); og ytri skávöðva kvið- ar (10%; SF: 2%) við samdrátt í þverlæga kviðvöðvanum (0,50 mm (SF: 0,03) miðað við 0,71 mm (SF: 0,09); p<0,05), í öllum lík- amsstöðum. Ályktanir: Heilbrigðir einstaklingar sem fengið hafa stutta kennslu í að virkja þverlæga kviðvöðvann einangrað, ná ekki að spenna hann án íhlutunar ytri bolvöðva. V 41 Hugbúnaðarviðmót til mælinga á súrefnismettun í æðlingum sjónhimnu Róbert Arnar Karlsson', Jón Atli Benediktsson1,Sveinn Hákon Harðarson2, Gísli Hreinn Halldórsson1, Þór Eysteinsson2, Einar Stefánsson2 'Verkfræöideild HÍ, 2augndeild Landspítala rak@hi.is Inngangur: Súrefnismettun í æðlingum augnbotna gæti reynst þýðingarmikill mælikvarði á ástand sjónhimnu. Mikilvægt er að þróa aðferð sem augnlæknar geta notað án sérþekkingar á Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.