Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 96

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 96
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ að samhengi sé á milli þeirrar röskunar sem verður á dægursveiflunni hjá vaktavinnustarfsfólki við heilsufar. Markmið rannsóknarinnar var lýsa og bera saman heilsufar, svefn, veikindi, óþægindi í vinnuumhverfi og starfsánægju hjá kvenkyns hjúkrunarfræðingum sem vinna vaktavinnu. Efniviður og aðferðir: Urtak 600 hjúkrunarfræðinga var tekið úr félagaskrá Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Gagna var aflað með spurningalista þar sem meðal annars var spurt um heilsufar, veikindi, gæði svefns, starfsánægju og vinnuumhverfi. Gögnin voru greind út frá tegundum vakta sem hjúkrunarfræðingarnir unnu (einungis dagvaktir, dagvaktir og kvöldvaktir, dag-, kvöld- og næturvaktir). ANOVA og krosspróf voru notuð við grein- inguna eftir því sem við átti. Niðurstöður: Enginn munur var á milli þátttakendanna út frá teg- undum vakta þegar horft var til veikinda, svefns og starfsánægju. Hjúkrunarfræðingar sem unnu dag-, kvöld- og næturvaktir greindu frá lengri vinnudegi, meiri óþægindum í vinnuumhverfi, að starfið væri líkamlega erfiðara og þeir ættu erfiðara með að stýra vinnuhraða sínum. Heilsufar var almennt gott, þó greindu hjúkrunarfræðingar sem unnu einungis dag- og kvöldvaktir frá því að þeir hefðu oftar einkenni frá meltingarfærum og stoðkerfi samanborið við hina. Ályktanir: í heildina voru þátttakendur ánægðir með starf sitt og vaktafyrirkomulag virðist ekki hafa mikil neikvæð áhrif á heilsufar þeirra. Hjúkrunarstjórnendur ættu þó að skoða betur skipulag starfa á næturvöktum og hvíldarfyrirkomulag þeirra sem skipta reglulega af kvöldvöktum yfir á morgunvaktir. V 48 Af hverju hætta hjúkrunarfræðingar störfum hjá Landspítala? Birna G. Flygenring Hjúkrunarfræðideild HÍ bgf@hi.is Inngangur: Starfsmannavelta hjúkrunarfræðinga hefur um árabil verið ein sú mesta sem um getur í nokkurri starfsstétt. Hún er heilbrigðisstofnunum dýr og hefur áhrif á gæði meðferða. Starfsmannavelta hjúkrunarfræðinga á Landspítala hefur verið kringum 10-14% síðustu fimm árin. Er það mun minni velta en var fyrir 20 árum. Samt sem áður er skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa og er þessi starfsmannavelta því of há. Tilgangur þessarar rannsókna er að kanna helstu ástæður fyrir því að hjúkrunarfræðingar hætta sjálfviljugir störfum á Landspítala og viðhorf þeirra til starfsins. Efniviður og aðferðir: Um var að ræða lýsandi megindlega rannsókn. Spurningalisti var sendur öllum hjúkrunarfræðingum (N=166) sem hættu störfum á árunum 2000-2001. Undanskildir voru þeir hjúkrunarfræðingar sem hættu vegna aldurs. Spurningalistinn samanstóð af völdum spurningum úr mælitæki Price og Mullers (1981), ásamt spurningum frá höfundi. Notaðar voru bæði fjölvalsspurningar og opnar spurningar. Niðurstöður: Pátttakendur (N =67) nefndu meðal annars óánægju með laun (90%),lítil áhrif á stjórnun (61%), vaktavinnu (55%) og litla möguleika á stöðuhækkun (53%), sem ástæður fyrir því að þeir hættu störfum. Þeir hjúkrunarfræðingar sem starfað höfðu í 6-10 ár nefndu óánægju með starfið marktækt oftar sem ástæðu fyrir að hætta störfum, heldur en þeir sem starfað höfðu lengur eða skemur F(6) =3,61; p<,006. Flestir þátttakendur (92,5%) átti auðvelt með að fá vinnu hjá öðrum vinnuveitanda Ályktanir: Þættir sem tengjast vinnuumhverfi, svo sem óánægja með laun, vaktavinna, vinnuálag og lítil áhrif á stjórnun, tengjast ákvörðun þáttakenda um að hætta störfum á Landspítala. Hjúkrunarfræðingar búa yfir sérþekkingu, faglegri færni og reynslu og eru þannig dýrmætir starfsmenn. Því er mikilvægt að hlúa að þessum mannauði og stuðla að festu í starfi. V 49 Hjúkrun og öryggi sjúklinga á skurðstofum Herdís Alfreðsdóttir', Kristín Björnsdóttir* 2 2Landspítali Hringbraut, 2hjúkrunarfræðideild H1 herdisal@landspitali. is Inngangur: í könnun, sem fyrsti höfundur gerði vorið 2003, kom fram að hjúkrunarfræðingar á skurðstofum töldu það meginþátt starfs síns að tryggja og efla öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir mistök. Þetta beindi athyglinni að því hvernig stuðlað væri að öryggi sjúklinga á skurðstofum Landspítala-háskólasjúkrahúss, hvernig unnið væri með mistök eða atvik sem upp koma og hvað gæti ógnað öryggi sjúklinga á skurðstofum. Markmið: 1. Afla þekkingar á því hvernig hjúkrunarfræðingar á skurðstofum stuðla að öryggi sjúklinga sem fara í skurðaðgerðir og hvað þeir álíta geta ógnað öryggi sjúklinga sem eru í þeirra umsjá. 2. Vinna að bættu öryggi sjúklinga sem fara í skurðaðgerðir. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var eigindleg, gerð með sniði þátttökurannsókna. Gagna var aflað með viðtölum við hjúkrunarfræðinga á tveimur skurðstofum Landspítala og umræðum rýnihópum. Gögn voru greind með túlkandi innihaldsgreiningu og greining einstaklingsviðtala var rædd í rýnihópum. Niðurstöður: Lýst var þáttum sem styrkja öryggi sjúklinga, svo sem fyrirbyggingu í skurðhjúkruninni, sérhæfðum teymum og góðu samstarfi, en einnig þáttum sem gætu ógnað öryggi og þá fyrst og fremst þáttum sem lúta að skipulagi og vinnuumhverfi, svo sem miklum hraða, auknum kröfum, vinnuálagi, ójafnvægi í mönnun og því að hafa ekki stjórn á aðstæðum. Atvik sem upp hafa komið voru rædd og skoðuð. í rýnihópum var jafnframt rætt um leiðir til að efla öryggi sjúklinga, svo sem betri upplýsingagjöf fyrir aðgerðir og við afleysingar, ásamt því að ræða hugmyndir um ýmsa þætti er snúa að skipulagi teyma og úrvinnslu atvika. Ályktanir: Hagnýtt gildi rannsóknarinnar felst í því að með þátttöku hjúkrunarfræðinga sem starfa á deildunum voru greindir þættir í starfsemi þeirra sem styrkja öryggi sjúklinga og ástæða er til að hlúa að, en einnig þættir sem ógna öryggi. Þátttaka hjúkrunarfræðinganna og hugmyndir um umbætur fela í sér tækifæri til markvissra umbóta til að tryggja öryggi sjúklinga sem fara í skurðaðgerðir. 96 læ knablaðið/fylgirit 53 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.