Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 97

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 97
AGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA V 50 íslenskir og bandarískir unglingar með astma. Þættir sem hafa áhrif á lífsgæði Erla Kolbrún Svavarsdóttir1, Brynja Örlygsdóttir1, Patricia V. Burkhart2, Marsha G. Oakley2, Susan Westneat2, Mary Kay Rayens2 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2hjúkrunarfræðideild Háskólans í Kentucky, Lexington, USA eks@hi.is Inngangur: Astmi hefur áhrif á 9% íslenskra barna og 12% bandarískra barna. Takmarkaðar rannsóknir eru til um lífsgæði unglinga með astma. Tilgangur þessarar pílot rannsóknar var að kanna lýðfræðilega, persónubundna, samskipta og sjúkdómsmiðaða þætti sem hafa áhrif á lífsgæði unglinga með astma bæði hér á landi sem og í Bandaríkjunum. Efniviður og aðferðir: Þessi lýsandi þverskurðarrannsókn innihélt unglinga með astma (N=30; «=15 íslenska unglinga; «=15 bandaríska unglinga) á aldrinum 13-17 ára, sem að stærstum hluta fengu heilbrigðisþjónustu á læknastofum og göngudeildum barna og unglinga í Mið-Kentucky og í Reykjavík. Megnið af úrtakinu voru af evrópskum uppruna. Bandarískir unglingar (47% karlkyns;53% kvenkyns) voru að meðaltali 14,6 ára (SD=- 1,5); íslenskir unglingar (73% karlkyns; 27% kvenkyns) voru að meðaltali 15,1 ára (SD=\,5). Sjö spurningarlistar sem mældu breytur á borð við bakgrunnsupplýsingar, þunglyndiseinkenni og astmaspurningar (fjórir þættir mældu áhrif astma á daglegt líf), takmarkanir vegna astmans og lífsgæði, var dreift til unglinganna. Aðhvarfsgreining var notuð til að spá fyrir um lífsgæði unglinga með astma. Niðurstöður: Hærri þunglyndiseinkenni, fleiri einkenni um að vera félagslega illa staddur/stödd vegna astmans og það að þurfa að takmarka hreyfingu og/eða íþróttaiðkun vegna astmans, spáði marktækt fyrir um lægri lífsgæði meðal unglinganna. Þjóðerni (íslenskir á móti bandarískum) og kyn unglinganna höfðu hins vegar ekki marktæk áhrif. Ályktanir: Hjúkrunarmeðferðir sem yrðu þróaðar til að minnka þunglyndiseinkenni og félagslega einangrun gætu bætt lífsgæði unglinga með astma. Takmarkanir rannsóknarinnar var lítil úrtaksstærð og spurningalistakönnun sem gæti hafa haft áhrif á réttmæti og áreiðanleika gagnanna. Þakkir: Rannsóknin var styrkt af Faculty Research Support Grant at the University of Kentucky og Astra Zeneca. V 51 Tilfinningaleg líðan og tengsl heilbrigðra og langveikr íslenskra barna við skólann Erla Kolbrún Svavarsdúttir Hjúkrunarfræðideild HI eks@hi.is Tilgangur: Að meta tengsl barna og tilfinningalega líðan þeirra í skólum meðal 10-12 ára íslenskra barna sem eru heilbrigð eða með langvinna sjúkdóma. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er þverskurðarrannsókn þar sem 480, 10 til 12 ára börn (209 drengir og 271 stúlka) og 38 kennarar tóku þátt frá 12 grunnskólum í Reykjavík, sem voru valdir af handahófi. Gögnum var safnað í mars 2004 og stóð gagnasöfnun yfir fram í byrjun júní 2004. Aðhvarfsgreining og óháð t-próf voru notuð til að prófa tilgátur. Niðurstöður: Stúlkur voru marktækt tengdari skólanum og höfðu marktækt jákvæðari tilfinningaleg tengsl við skólann en drengir. Börn með langvinna sjúkdóma voru marktækt minna tengd skólanum og höfðu marktækt neikvæðari tilfinningaleg tengsl við skólann heldur en heilbrigð börn. íslensk börn með geðræn (andleg) sjúkdómseinkenni eða námserfiðleika voru marktækt minna tengd skólanum og höfðu marktækt neikvæðari tilfinningaleg tengsl við skólann en skólafélagar þeirra sem voru með langvinna líkamlega sjúkdóma. Mat kennara á félagsfærni barnanna spáði marktækt fyrir um tengsl bæði drengja og stúlkna við skólann sem og tilfinningalegri líðan þeirra í skólanum. Ályktanir: Nauðsynlegt er að skólahjúkrunarfræðingar sem og aðrir starfsmenn skólann noti forvarnir til að koma í veg fyrir tengslaleysi barna í skólum landsins, sérstaklega meðal 10-12 ára drengja og meðal langveikra barna og þá sérstaklega barna sem eiga við geðræn (andlega) sjúkdómseinkenni og námserfiðleika að stríða. V 52 Fræðslu og stuðningsmeðferð fyrir aðstandendur einstaklinga með átröskun til að styðja fjölskyldumeðlim við bata Margrél Gísladúttir1, Erla Kolbrún Svavarsdóttir2 'Landspítali, 2hjúkrunarfræðideild HÍ marggisl@landspitali. is Inngangur: Eitt til þrjú prósent kvenna eru talin þróa átröskun á aldrinum 14-19 ára og allt að 10% kvenna eru talin þróa átröskunareinkenni. Tilgangur rannsóknarinnar var að hjálpa aðstandendum í stuðningshlutverki í bataferli fjölskyldumeðlims með átröskun. Efniviður og aðferðir: I rannsókninni var notað aðlagað tilraunasnið (quasi) með eins hóps fyrir og eftirprófun. Fjölskyldumeðlimir með átröskun höfðu sjúkdómsgreininguna lystarstol, lotugræðgi eða átröskun ekki skilgreind að öðru leyti. Aðstandendur voru foreldrar, makar eða systkini eldri en 18 ára. Veitt var fræðsla og stuðningsmeðferð fyrir 21 þátttakenda í þremur hópum. Stuðst var við Calgary fjölskyldumeðferðarlíkan (Wright og Leahey, 2005). Lagðir voru fyrir spurningalistarnir, “Level of expressed emotion scale” (Cole og Kazarian, 1998), “Family questionnaire” (Wiedemann, Rayki, Feinstein og Hahlweg 2002) og “Anorectic behavior observation scale” (Vanderycken, 1992), fyrir og eftir síðasta meðferðartímann. Lagður var fyrir bakgrunnsspurningalisti um þeirra mat á fræðslu og stuðningsmeðferðinni eftir síðasta tímann. Niðurstöður: Marktæk breyting varð á kvörðunum skilningur í LEE spumingalistanum og matarhegðun, áhyggjur af þyngd og mat og innsæi í sjúkdóm í ABOS spurningalistanum og klínísk breyting varð á öðrum kvörðum í rétta átt. Aðstandendur voru 80-95% ánægð með fræðsluna, stuðningsmeðferðina og umræðu í tímum og verkefnin virk hlustun, að skrifa og ræða reynslu sína af að vera aðstandandi og að skrifa og ræða breytingar í samskiptum og hefðum. Læknablaðið/fylgihit 53 2006/93 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.