Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 99

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 99
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Markmið rannsóknarinnar var að kanna langtíma beintap á mjaðmarsvæði hjá tvö hundruð tuttugu og fimm 70 ára konum úr Reykjavík. Efniviður og aðferðir: Meðaltími á milli rannsókna var 5,6 ár. Beinþéttni (g/cm2) var mæld með dual x-ray absorptiometry (DXA). Samband breytinga á beinþéttni á rannsóknartímanum og eftirtalinna þátta var kannað: þyngdar, vöðvamassa og fitumassa við upphaf rannsóknar (mælt með DXA), þyngdarbreytinga, beinumsetningarvísa, hormóna, næringar og lífsstíls samkvæmt spurningakveri. Niðurstöður: Meðalbeinþéttni minnkaði marktækt meira í lærleggshálsi (-1,22%/ár) en í lærhnútusvæði (trochanter -0,54%/ ár) og heildarmjöðm (-0,66%/ár), p<0,01. Fjölþáttaaðhvarfsgrein ing var gerð sérstaklega fyrir þætti mælda í upphafi (prospective) og í síðari mælingu (retrospective) með tilliti til beinþéttni í lærleggshálsi og lærhnútusvæði. Konur sem héldu eða juku líkamsþyngd sína mældust með litlar eða jákvæðar breytingar á beinþéttni en konur sem töpuðu þyngd mældust með beintap. Ályktanir: Þyngdartap hjá 70 ára konum var marktækur áhættuþáttur fyrir beintap í mjöðm, sérstaklega í lærhnútusvæði. Niðurstöðurnar benda til að hvetja ætti eldri konur til að viðhalda líkamsþyngd sinni. Þrátt fyrir margar breytur sem kannaðar voru í þessari rannsókn er enn margt óútskýrt varðandi beintap sem verður með hækkandi aldri. V 56 Einmana heima Gríma Huld Blængsdóttir'-2'3,Thor Aspelund’, Pálmi V. Jónsson2 3 'Heilsugæsla Mosfellsumdæmis, 2Landspítali, ’rannsóknarstofa HÍ og rannsóknastofa Landspítala í öldrunarfræðum palmivj@landspitcili.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar er að skoða tengsl einmanaleika við andlega, Iíkamlega og félagslega þætti aldraðra sem nutu heimaþjónustu. Efniviður og aðferðir: Urtak rannsóknarinnar var allir sem skráðir voru í heimaþjónustu á fjórum heilsugæslustöðvum í Reykjavík, alls 257 einstaklingar og voru metnir með MDS-RAI HC mælitækinu. Leitað var með fjölþáttagreiningu að sjálfstæðum tengslum við einmanaleika. Niðurstöður: Einmanakennd upplifðu 20,3%, 18,3% karla á móti 20,9% kvenna, sem er ekki marktækur munur. Ekkjufólk var líklegra til að vera einmana en fólk í hjúskap, p=0,013. Karlar með erfiðleika í almennum athöfnum daglegs lífs (IADL) voru líklegri til að vera einmana. Konur með vitræna skerðingu voru líklegri til að finna til einmanaleika, p=0,022, og voru jafnframt líklegri til að sýna depurðareinkenni, p=0,025. Konur með fleiri lyf en sex voru líklegri til þess að vera einmana, 79,2% á móti 20,8%, p=0,018. Einmana konur voru og líklegri til að taka sterk geðlyf (p=0,007) en einmana karlar að taka svefnlyf (p=0,046). Af 48 einmana konum mátu 60,4% eigin heilsufar lélegt samanborið við 44,5% af þeim sem ekki voru einmana, p=0,053. Ekki var samband milli ferða utanhúss og einmanaleika og ekki kom fram munur á tíma formlegrar þjónustu milli þeirra sem voru einmana og ekki einmana. Þegar spurt var um hvort einstaklingur teldi sig betur kominn annars staðar, svöruðu 43,5% kvenna sem fundu til einmanaleika játandi á móti 12,7% kvenna án einmanaleika,p<0,0001. Sambærilegar tölur fyrir karla voru ómarktækar, 18,2% á móti 14,3%. Ályktanir: Unnt er að greina sjálfstæða áhættuþætti fyrir einmanaleika með MDS-RAIHC mælitækinu sem nú er innleitt í Heilsugæsluna í Reykjavík og gefur möguleika á því að greina og sinna sérstaklega þeim sem eru einmana. V 57 Atvinnuþátttaka og líðan í vinnu hjá konum sem hafa greinst með brjósta- eða eitlakrabbamein Hólmfríður K. Gunnarsdóttir', Guðbjörg Linda Rafnsdóttir1-3, Nanna Sigurðardóttir2, Þóra Jónsdóttir2, Jón Gunnar Bernburg3, Helgi Sigurðsson2 'Rannsóknastofa í vinnuvernd, 2Krabbameinsmiðstöð Landspítala, 3félagsvísindadeild HÍ hkg@ver.is Inngangur: Margir stunda vinnu eftir og á meðan á krabbameinsmeðferð stendur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna og bera saman atvinnuþátttöku og líðan í vinnunni hjá konum, sem hafa greinst með brjósta- eða eitlakrabbamein, Hodgkins- eða non-Hodgkins-sjúkdóm, og samanburðarhópi. Rannsóknin er hluti af norrænni rannsókn (Nordic Study of Cancer and Work, NOCWO). Efniviður og aðferðir: I rannsóknarhópnum voru konur frá Danmörku, Finnlandi, Islandi og Noregi sem greindar voru með fyrrnefnd krabbamein á árunum 1997-2002 og voru þá á aldr- inum 25-57 ára. Urtakið var valið bæði úr krabbameinsskrám og frá tilteknum sjúkrahúsum. Aldursstöðluð viðmið voru fengin úr þjóðskrám. Spurningalisti var sendur til 2247 kvenna sem höfðu greinst með krabbamein og 4710 viðmiða. Spurt var um lýðfræði- leg atriði, líkamlega og andlega vellíðan, félagslegan stuðning í vinnunni, breytingar á atvinnuþátttöku og vinnufærni. Niðurstöður: Svarhlutfall var 70,3% hjá þeim sem höfðu greinst með krabbamein, 53,4% hjá viðmiðum. Gild svör bárust frá 1490 konum með brjóstakrabbamein og 90 með eitlakrabbamein. Atvinnuþátttaka kvenna, sem greinst höfðu með brjóstakrabba- mein var 73%, eitlakrabbamein 70% en viðmiða 75%. Almennt var síðri útkoma varðandi líðan í vinnu hjá konum sem greinst höfðu með krabbamein en hjá viðmiðunum og síðri hjá konum sem greinst höfðu með eitlakrabbamein en konum sem höfðu haft brjóstakrabbamein, þó var það ekki algilt. Hjúskaparstaða, menntun, atvinnustaða og aldur hafði marktæk áhrif í mörgum tilvikum. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að tegund sjúkdóms og lýðfræðileg atriði ráði miklu um atvinnuþátttöku og líðan kvenna í vinnu eftir greiningu og meðferð krabbameins. Miklu skiptir að leiða í ljós hvað auðveldar þessum hópi að stunda vinnu og njóta sín þar. Læknablaðið/fylgirit 53 20 06/93 99 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.