Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 106

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 106
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Efnablandan var síðan hreinsuð frekar með endurkristöllun og efni aðgreind með súluskiljun og magnbundinni HPLC. Vetnis- og kolefniskjarnsegulgreining (NMR) var svo notuð til að ákvarða sameindabyggingu virkra efna. Eftir aðgreiningu efna var bakteríuhemjandi virkni hreins efnis og efnablöndu könnuð aftur á sömu bakteríustofna. Lágmarksheftistyrkur (MIC) og lágmarksdrápstyrkur (MBC) voru ákvarðaðir. Niðurstöður: NMR-greining gaf til kynna að virk innihalds- efni væru fimmhringja tríterpenar, úrsolínsýra og oleanolínsýra. Ursolínsýra sýndi mjög áhugverða virkni gegn Gram-jákvæðum sýklalyfjaónæmum bakteríustofnum með lágmarksheftistyrk frá 2-16 pg/mL. Aiyktanir: Úrsolínsýra hamdi vöxt ónæmra stofna enterókokka og stafýlokokka sem geta valdið alvarlegum sýkingum. Stefnt er að frekari rannsóknum á úrsolínsýru og oleanolínsýru til að kanna verkunarmáta þeirra og virkni gegn fleiri sýklum. V 75 Veiruhemjandi efni úr íslenskum fléttum Anna Kristín Óladóttir1, Sesselja Ómarsdóttir', borgerður Árnadóttir2, Auður Antonsdóttir2, Kristín Ingólfsdóttir' ‘Lyfjafræðideild HI, 2rannsóknastofa í veirufræði Landspítala sesselo@hi.is Inngangur: Þriðjungur lyfseðilsskyldra lyfja á rætur sínar að rekja til náttúrunnar. Fléttur hafa hins vegar lítið verið rannsakaðar með tilliti til lífvirkni. Markmið rannsóknarinnar var að skima útdrætti úr fléttum fyrir veiruhemjandi virkni gegn RS- og herpes simplex I- og Il-veirum, með það fyrir augum að einangra og byggingarákvarða virk innihaldsefni og bera virknina saman við skráð veirulyf. Efniviður og aðferðir: Útdrættir úr 10 fléttum voru gerðir í Soxhlet búnaði með misskautuðum leysiefnum og veiruhemjandi virkni þeirra metin in vitro með PRA (plaque reduction assay) aðferð. Auk þess voru eituráhrif fléttuefnanna á ósýktar apanýrnafrumur (MA104) metin með smásjárskoðun og litun. í hverjum útdrætti eru fjölmörg efni og til að þrengja leit að virku efni er stuðst við lífvirknileidda einangrun. Við einangrun virkra efna á hreinu formi var notuð fastfasasúluskiljun (solid phase extraction), endurkristöllun og þunnlagsgreining. Sameindabyggingar virkra efna voru ákvarðaðar með vetnis- og kolefniskjarnagreiningu og bræðslumarki. Veiruhemjandi virkni hreinna og efnafræðilega skilgreindra fléltuefna var metin með PRA og ELISA aðferðum. Niðurstöður:Tveir útdrættir sýndu áhugaverðustu niðurstöðurnar gegn öllum veirunum þremur, það er annars vegar útdráttur úr Parmelia saxatilis (snepaskóf) og hins vegar úr Alectoria rtigricans (surtarkræða). Lífvirknileidda einangrunin leiddi í ljós að virku efnin voru depsidónsambandið salazínsýra úr snepaskóf og bensýl-depsíðsambandið alectorialínsýra úr surtarkræðu. Virkni fléttuefnanna beggja var öflugri heldur en virkni markaðssetta lyfsins ríbavírin gegn RS-veirunni. Þannig var IC50 gildi fyrir salazínsýru í ELISA prófi gegn RSV 11,9 pg/ml, fyrir alectorialín sýru 17,0 pg/ml og fyrir ríbavírín 22,9 pg/ml. Fléttuefnin sýndu ekki eituráhrif á frumur í veiruhemjandi styrkleikum. Virkni fléttuefnanna gegn HSV-I og HSV-II var minni en gegn RSV. Alyktanir: Veiruhemjandi virkni var staðfest fyrir tvö fléttuefni, salazínsýru og alectoralínsýru gegn RSV og var virknin öflugri en fyrir markaðssetta lyfið ríbavírín. Unnið er að frekari rannsóknum á veiruhemjandi verkun þessara tveggja fléttuefna. V 76 Sílikon sem matrixkerfi fyrir bólgueyðandi lyf Bergþóra S. Snorradóttir1, Már Másson1, Pálmar I. Guðnason2, Reynir Scheving1 'Lyfjafræðideild HÍ.2Össur hf. bss@hi.is Inngangur: Matrixkerfi eru kerfi þar sem lyfi er dreift um óniðurbrotshæfa fjölliðumatrixu. Matrixkerfi eru útbúin með því að blanda saman lyfi við fjölliðu og mynda æskilega lögun, með því að setja blönduna í þar til gerð mót. Þegar um matrixkerfi er að ræða fæst losun samkvæmt Higuchi lögmáli, losun er í réttu hlutfalli við kvaðratrót af tíma. Efniviður og aðferðir: Rannsakað var notagildi sílikons sem matrixkerfi fyrir bólgueyðandi lyf (NSAID). Þrjár gerðir af sílikonum voru notaðar í matrixkerfi fyrir íbúprófen, ketóprófen, díklófenak, naproxen og díflúnisal. Skoðuð voru áhrif lyfjanna á herslu sílkonmatrixanna og efniseiginleika sílikonmatrixkerfa. Losun lyfja úr sílikonmatrixkerfum var mæld í Frans-flæðisellum og metin áhrif ýmissa þátta á losunina. Losunarferlarnir voru bestaðir með fræðilegum jöfnum og skilgreind frávik frá þeim fræðilegum ferlum. Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöðurnar leiddu í ljós að hersla á sílikonum er háð gerð utanað komandi efna. Losun lyfja úr sílikonmatrixkerfum sem útbúin voru í þessari rannsókn fylgja lögmáli Higuchi nema hjá díflúnisali. Losun er breytileg eftir því hvaða lyf er um að ræða, íbúprófen > ketóprófen > naproxen > díklófenak > díflúnisal. Sýklódextrín móttökufasi hentar vel til flæðimælinga og fosfat buffer salin kom sambærilega út úr flæðimælingum en etanól og metanól henta ekki. Fyrstu mælingar benda til að hækkað hitastig auki losun og að hægt sé að hafa áhrif á losun með ýmiss konar meðhöndlun á sílikonmatrixum. Teygni sílikonmatrixkerfanna breytist lítið hvort sem kerfin eru með eða án lyfja. V 77 Áhrif sýklódextrína á leysni, stöðugleika og oktanól- vatns dreifingu kúrkúmínóíða Már Másson1, Marianne Tomren2, Hanne Hjorth Tpnnesen2, Ögmundur V. Rúnarsson'.Þorsteinn Loftsson' 'Lyfjafræðideild HÍ, 2Universtiy of Oslo, School of Pharmacy, Dep. of Pharmaceutics mmasson@hi.is Inngangur: Kúrkúmín (l,7-bis(4-hýdroxý-3-metoxýfenýl)-l,6- hepatadíen-3,5-on) og aðrir kúrkúmínóíðar eru náttúruleg efni sem er að finna í kryddi og notuð sem matarlitur. Þessi efni hafa margskonar líffræðilega virkni í því er lyfjafræðileg notkun þeirra mjög áhugaverð. Lyfjaþróun er þó takmörkuð að lítill leysni og efnafræðilegum og ljósefnafræðilegum óstöðugleika. Sýnt hefur verið fram á að sýklódextrín geta aukið leysni Læknablaðið/fvlgirit 53 2007/93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.