Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 110

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 110
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Ostertagia ostertagi, Teladorsagia circumcincta og Trichostrongylus axei; í mjógörn voru þráðormarnir Capillaria bovis, Nematodirus filicollis og N. spathiger og bandormurinn Moniezia expansa.l langa fundust þráðormarnir Chabertia ovina og Oesophagostomum venulosum. Hvorki fundust þráðormar í lungum, sullir, ummerki um ögðusýkingar í meltingarvegi né óværa af neinu tagi. Alyktanir: Ormasýkingar voru það litlar og sjaldgæfar að þær eru eru almennt ekki álitnar valda vanþrifum. Allar tegundirnar nema C. bovis eru vel þekkt sníkjudýr annarra jórturdýra hér á landi, aðallega sauðfjár og geita, en einnig nautgripa (O. ostertagi) sem og hrossa (T. axei). Flestar illskeyttustu óværu- og ormategundir hreindýra í Noregi lifa ekki í hreindýrum hér á landi. V 86 Einangrun og virknimælingar á peptíðasa úr seyti fisksýkilsins Moritella viscosa Bryndís Björnsdúttir'. Guðmundur Ó. Hreggviðsson2, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir' 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum,2Prokaria bjarngud@hi.is Inngangur: Gram neikvæða bakterían Moritella viscosa veldur sjúkdómi sem kallast vetrarsár í laxfiskum og þorski. Markmið rannsóknarinnar voru að einangra MvPl peptíðasann sem finnst í seyti bakteríunnar og að gera á honum virknimælingar. Efniviður og aðferðir: Utanfrumuafurðir bakteríunnar voru þéttar með saltútfellingu og MvPl peptíðasinn einangraður á jónskipta- og gelsúlum. Azocasein próf og zymogram prótein rafdráttur voru notuð til að ákvarða virkni peptíðasans. Mismunandi ensímhindrum var blandað saman við peptíðasann og athugað hvort þeir hindruðu niðurbrot azocaseins. Gerð var N-enda amínósýru raðgreining á MvPl peptíðasanum og gen hans einangrað og raðgreint. Helstu niðurstöður: Virkur MvPl peptíðasi var framleiddur í veldisvexti bakteríunnar, hann hafði gelatín- og kaseinasavirkni og einkenni málmpróteasa. Próteolytískir eiginleikar utanfrumuafurða M. viscosa voru stöðugir upp að 50°C en mest virkni mældist við 30°C. Mólþungi einangraða peptíðsins, ákvarðaður með SDS-PAGE rafdrætti, var 39 kDa. Raðgreining gensins leiddi í ljós 2214 bp (738 as) opinn lesramma með 62% amínósýru samsvörun við málmpeptíðasa Pseudoalteromonas sp. A28 sem hefur mólþungann 38 kDa. Alyktanir: Eiginleikar og amínósýruröð MvPl leiddu í ljós að ensímið er vibriolysin (M4.003) í thermolysin fjölskyldu (M4) málmpeptíðasa (Merops). Hlutverk MvPl sem sýkiþáttur bakteríunnar M. viscosa er enn óþekkt, en nokkur thermolysin hafa verið tengd við sýkingarmátt baktería. V 87 Næmi þorsks fyrir sýkingu bakteríunnar Moritella viscosa og mat á ónæmissvörn hjá bólusettum fiski Bjarnheiöur K. Guðmundsdóttir, Bryndís Björnsdúttir, Sigrfður Guðmundsdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum bjarngud@hi.is Inngangur: Árleg afföll í laxeldi af völdum vetrarsára, sem bakterían Moritella viscosa orsakar, eru veruleg. Til er ein heimild um að M. viscosa sýki þorsk en ekki er vitað hve næmur þorskurinn er. Markmið rannsóknarinnar var að meta næmi þorsks í sýkingatilraunum og kanna hvort þorskur bólusettur með fjölgildu laxabóluefni væri varinn fyrir sýkingu bakteríunnar. Efniviður og aðferðir: M. viscosa stofn einangraður úr sjúkum laxi var notaður í sýkingartilraunir. Þorskur (35g) var sýktur með sprautun í vöðva eða kviðarhol eða með böðun í bakteríulausn. Fylgst var með fiskinum í fjórar vikur eftir sýkingu. Sýking var staðfest með endurræktun bakteríu úr framnýra. Bólusett var með fjórgildu laxabóluefni, sem inniheldur bæði M. viscosa og Vibrio anguillarum. Vörn var metin í sýkingartilraunum bæði með M. viscosa og V. anguillarum. Vörn var metin sem hlutfallsleg lifun bólusetts fisks miðað við óbólusettan fisk í baðsmiti. Niðurstöður: Þrjátíu og átta prósent af baðsýktum þorski drapst vegna sýkingar. Dauði sprautusýkts fisks var í réttu hlutfalli við þá skammtastæð sem hann fékk. Reiknaður fimmtíu prósent banaskammtur þorsks, sem sýktur var með sprautun í vöðva var l,5xl05 eyðumyndandi þyrpingar (EMÞ)/fisk og minnsti bana- skammtur hans 4xl04 EMÞ/fisk. Samsvarandi skammtar voru þrefallt hærri hjá þorski, sýktum með sprautun í kviðarhol. Af bólusettum þorski lifðu 72% baðsýkingu með M. viscosa en 67% af óbólusettum fiski lifðu sömu sýkingu. Allur bólusettur fiskur lifði sýkingu með V. anguillarum en aðeins 41% af óbólusetta fiskinum. Alyktanir: Sýking M. viscosa er áhættuþáttur í þorskeldi. Bólusetning með fjölgildu laxabóluefni veitti þorski ekki vörn gegn sýkingu M. viscosa, en hins vegar var fiskurinn vel varinn fyrir sýkingu V. anguilarum. Þróa þarf ný bóluefni gegn vetrars- árum í þorski. V 88 Sníkjudýr urriða (Salmo trutta) og bleikju (Salvelinus alpinus) í Elliðavatni og Hafravatni Sigurður H. Richter. Árni Kristmundsson Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum shr@hi.is Inngangur: Elliðavatn og Hafravatn eru í nágrenni Reykjavíkur. í þau bæði renna ár og aðrar úr þeim til sjávar. Enda þótt vötnin séu svipuð að staðsetningu og flatarmáli, þá eru ýmis lífsskilyrði talsvert ólík, einkum dýpt og vatnsmagn. Auk urriða og bleikju eru í vötnunum hornsíli, áll og lax. Efniviður og aðferðir: Á árunum 2002-2005 voru veiddir fimm urriðar og fimm bleikjur í hvoru vatni að vorlagi og og sami fjöldi af hvorri tegund og vatni að haustlagi. Samtals 20 urriðar og 20 bleikjur. Lengd og þyngd fiskanna voru skráðar og aldur greind- ur. Fiskarnir voru síðan krufnir vandlega í leit að sníkjudýrum, þau greind til tegundar eða ættkvíslar og fjöldi þeirra talinn eða metinn. Sérstök áhersla var lögð á að leita að smásæjum sníkju- dýrum, en vitneskja um þau var rnjög takmörkuð fyrir. Munur á tegundasamsetningu og tíðni sníkjudýra milli hýsiltegunda, vatna og árstíma var skoðaður. Helstu niðurstöður og ályktanir: Að minnsta kosti 21 tegund sníkjudýra fannst. 110 Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.