Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 21

Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 21
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 21 Forsíðugrein Ljósið í myrkrinu Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma og formaður FÍS: Viljinn er okkar samkeppnisforskot Bara sú staðreynd að dagurinn er nú orðinn lengri en nóttin hjálpar strax. Það er trú mín að ef ný gildi verða ofan á í þjóðfélaginu, þar sem traust og gagnkvæm virð- ing ríkir, þá vinnum við okkur út úr þessu erfiða ástandi. Við þurfum hins vegar á leiðtogum að halda sem skapa þannig umgjörð að einstaklingarnir í landinu geti unnið að sínum málum án þess að hafa of miklar áhyggjur af utanaðkomandi aðstæðum. Það er styrkur fyrir Íslendinga að atvinnuleysi hefur aldrei náð að festa rætur og fólk er tilbúið til að taka þá vinnu sem gefst. Þetta er kannski mesta samkeppnisforskot okkar Íslendinga í samanburði við aðrar þjóðir þar sem einstaklingarnir treysta á að stjórnvöld leysi öll þeirra mál. Finnur Árnason, forstjóri Haga: Viðfangsefnið er hugarfarsbreyting Þessa dagana getur verið erfitt að sjá ljósið í myrkrinu. Efnahagslegt áfall þjóðarinnar er slíkt að við fyrstu sýn virðumst við vera í myrkrinu með blautar eldspýtur. Það er hinsvegar ekki allskostar rétt. Áfallið er jú mikið, en við stöndum ekki frammi fyrir heimsendi. Ég hef undanfarið hitt á nokkrum fundum jákvætt fólk úr ýmsum áttum, sem hefur komið saman til þess eins að horfa jákvætt fram á veginn. Þar hafa komið fram margar skemmtilegar hugmyndir að verkefnum til fram- fara. Hvað þjóðina varðar, þá eru auðlindirnar enn til staðar, fiskurinn í sjónum, orkan og fólkið með sína þekkingu, menntun og reynsla. Fjölmargir eru þegar farnir að finna lausnir á eigin vanda og sjá tækifæri í núverandi stöðu. Mitt mat er að meginviðfangsefni þjóðarinnar sé hugarfarsbreyting. Þar þurfum við öfluga forystu á hinum ýmsu sviðum. Atvinnulífið er ekki undan- skilið. Mikilvægasta verkefni stjórnenda nú er að taka forystu, finna lausnir og leiða fyrirtækin út úr þeim vanda sem þau eru í. Þar reynir á stjórnendur að vinna náið með samstarfsfólki sínu við mjög erfiðar aðstæður. Starf með öflugu fólki að krefjandi verkefnum er hinsvegar mjög gefandi. Ég hef sagt sem svo að það hafi aldrei verið meiri þörf fyrir öfluga þjálfara og fyrirliða, sem geta stillt upp liði með skýr markmið, leikgleði og sigurvilja. Finnur Árnason. Margrét Guðmundsdóttir.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.