Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.02.2009, Qupperneq 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 N æ r m y N d L ára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, er löngu kunn í íslensku samfélagi. Hún var framkvæmda- stjóri ASÍ á árunum 1988 til 1994 þegar hún söðlaði um og hóf rekstur eigin lögfræðistofu; Borgarlögmenn. Hún hefur unnið náið með Jóhönnu Sigurðardóttur og var aðstoðarmaður hennar í eitt ár þegar Jóhanna varð félagsmálaráðherra eftir alþingiskosningarnar 1987 en Lára var einmitt í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í þeim kosningum. Lára segist vera mikil Jóhönnu- konu í pólitíkinni. Lára fæddist þann 13. apríl 1951 í Reykjavík þar sem hún ólst upp en hún hefur aðeins einu sinni flutt á ævinni, úr húsi móður sinnar í hús ömmu sinnar, eins og hún segir sjálf. Hún var þriðja barnið í hópi fjögurra systkina en móðir þeirra var einstæð og Lára vandist því fljótt að gera flesta hluti sjálf. Hún hóf að bera út blöð átta ára gömul og segist ekki muna eftir sér öðruvísi en í vinnu með skóla um sumur og jól. Sem krakki var hún í sveit á sumrin en fór 14 ára gömul að vinna í prentsmiðju og var þar til 17 ára aldurs þegar hún fór að vinna á skrifstofu, þá hafði hún verið í Verslunarskólanum nokkra vetur og kunni að vélrita, sem nýttist vel til slíkra starfa. Á unglingsárunum fór Lára sem skiptinemi til Ameríku í eitt ár en bróðir hennar og frændi höfðu verið skiptinemar og síðar fóru börn Láru líka sem skiptinemar. Varð hún upp úr því formaður AFS-sam- takanna í ein átta eða níu ár og því lengi vel viðloðandi slík nem- endaskipti. ákveðin að fara í viðskiptafræði Aðspurð hvort Lára hafi snemma heillast af lögfræðinni segist hún fyrst muna eftir að hafa fundið fyrirmynd tíu ára gömul í Guðrúnu Erlendsdóttur sem var vinkona systur vinkonu Láru. Hún hafi ætíð litið upp til Guðrúnar og fylgst með hvernig henni vegnaði. Við útskrift úr Verslunarskólanum, þar sem Lára fékk verðlaun í við- skiptagreinum og tekið var við hana viðtal í Tímanum, þar sem hún var spurð hvað hún ætlaði sér næst, svaraði hún hins vegar ákveðin að hún ætlaði í viðskiptafræði en var mánuði seinna búin að skrá sig í lögfræði. Hún segir bróður sinn hafa lagt hart að sér að fara í lög- fræðina því það væri miklu betra að vera lögfræðingur en viðskipta- fræðingur án þess að hann rökstyddi það frekar. Hún hafi ekki séð eftir þeirri ákvörðun þó svo að sér hafi ekki fundist námið sérlega skemmtilegt, lesefnið fremur þurrt og mikill utanbókarlærdómur. Á háskólaárunum naut hún sín þó vel og tók þátt í félagslífi deild- arinnar og í stúdentapólitíkinni og var gjaldkeri stúdentaráðs, svo nokkuð sé nefnt. Genetískir kratar og miklir naglar Lára hefur lengi vel verið öflug í ýmiss konar félagsmálum og var strax sem barn komin í skátastarf. Hún segir að þennan áhuga megi vafalaust að einhverju leyti rekja aftur til ömmu hennar og móður sem báðar voru á sínum tíma í stjórn verkakvennafélagsins Fram- sóknar, báðar genetískir kratar og miklir naglar. Þetta segir Lára hafa smitað út frá sér þannig að hún hafi sterka réttlætiskennd og láti ekki allt yfir sig ganga. Árið 1975 á kvennafrídeginum, þegar Lára var á kafi í háskóla- pólitíkinni, var starfandi mjög öflug jafnréttisnefnd á vegum stúd- entaráðs háskólans og upp úr því kom til mikill jafnréttisáhugi hjá Láru. Hún tók þátt í starfsemi Kvennaframboðsins og vann heil- mikið í ýmsum kvennamálum árin 1984 og 1985. Meðal annars sat hún í framkvæmdanefnd um launamál kvenna en árið 1985 var aftur haldið kvennaár og þá var Lára í nefnd með Jóhönnu Sigurðardóttur sem varð til þess að hún fór að vinna með Alþýðuflokknum og fór í framboð 1987. Upp frá því segist hún hafa orðið mikil Jóhönnukona og þegar Jóhanna varð félagsmálaráðherra eftir alþingiskosningarnar árið 1987 gerðist Lára aðstoðarmaður hennar í eitt ár. Það ár tók hún sér hlé frá störfum hjá Alþýðusambandinu þar sem hún hafði hafið störf sem lögfræðingur árið 1982 og farin að starfa í félagsmálum, sem hún segir hafa verið mjög skemmtileg. Frá árinu 1988 til 1994 var Lára framkvæmdastjóri ASÍ, en þá hóf hún rekstur lögfræðistofu og rekur nú lögfræðistofuna Borgarlögmenn ásamt þremur öðrum konum. Lára hefur einnig unnið í hlutastarfi sem lektor við Háskóla Íslands frá árinu 1996. Hún kenndi fyrst í Verslunarskólanum þegar hún var nýútskrifaður lögfræðingur og féll þá fyrir kennslustarfinu. Á þeim tíma skrifaði hún einnig kennslubók í verslunarrétti í lögfræði. Þyngra en tárum taki Bankahrunið og allt sem því fylgdi segir Lára að sér hafi fundist skelfilegt og hún hafi nánast verið í losti í vetur yfir öllum þeim nei- kvæðu fréttum um spillingu og græðgi sem hafi smám saman verið að koma upp. Afar sorglegt sé hvernig ákveðnir einstaklingar hafi ger- samlega misst öll raunveruleikatengsl og það að verið sé að setja börn sín og barnabörn í skuldir þyki sér sárara en tárum taki. Hún kveðst Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og lektor við Háskóla Íslands tók nýlega við sem formaður bankaráðs Seðlabankans. Hún hefur jafnframt verið skipuð umsjónaraðili Íslenska lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs Eimskipafélags Íslands. TExTI: maría óLaFsdóttir ● MyNDIR: geir óLaFsson LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR, FORMAðUR BANKARÁðS SEðLABANKA Jákvæð, félagslynd og heilsteypt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.