Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 45

Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 45
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 45 s t u ð u l l baráttan um Tal er sagan endalausa. Hún er illvíg forræð-isdeila. Hún snýst um yfirráð í félaginu þrátt fyrir að Teymi eigi 51% hlut í því. En þessi deila snýst líka um sjálfstæði Tals því Teymi á 100% í símafyrirtækinu Voda- fone sem keppir við Símann, Tal og Nova af fullum krafti. Teymi er sakað um að gæta hagsmuna Vodafone á símamarkaðnum og koma þannig í veg fyrir eðlilega samkeppni og gera Tal eins og hverja aðra áskriftarleið hjá Vodafone. Mikil dramatík hefur verið í deil- unni. Forstjórinn rekinn og nýr forstjóri ráðinn. Gamli forstjórinn ráðinn inn aftur. Nýi forstjórinn sakaði fulltrúa minnihlutans um frelsissviptingu á skrifstofunni. Samkeppniseftirlitið vék tveimur fulltrúum Teymis úr stjórninni og skipaði nýja sem sögðu af sér eftir nokkra daga orðlausir og sögðust aldrei hafa kynnst eins miklum viðskiptasóðaskap. Hermann Jónasson. Ragnhildur Ágústsdóttir. Helstu atburðir í hluthafadeilunni 30. desember 2008. Hermanni Jónassyni, forstjóra tals, er sagt upp störfum á þeim forsendum að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn tals en annar samningur var þá þegar í gildi við Vodafone. Ragnhildur Ágústsdóttir var ráðin inn sem forstjóri. 7. janúar 2009. Samkeppniseftirlitið gerir húsleit á starfstöð teymis og dótt- urfélaganna Og fjarskipta og iP fjarskipta. 26. janúar 2009. Samkeppniseftirlitið skipar svo fyrir í bráðabirgðaákvörðun að fulltrúar teymis í stjórn tals víki og í stað þeirra skuli skipaðir tveir óháðir menn sem tilnefndir séu af Samkeppniseftirlitinu. 4. febrúar 2009. Samkeppniseftirlitið ákveður að leggja þriggja milljóna króna dagsektir á teymi þar sem enn sé ekki búið að skipta um stjórnarmenn samkvæmt bráðabirgðaákvörðun þess. 6. febrúar 2009. Þórdís J. Sigurðardóttir og Ólafur Þór Jóhannesson víkja loks úr stjórn tals og í þeirra stað koma tveir fulltrúar frá Samkeppniseftirlitinu. ekki kom til innheimtu dagsektanna áður en breytingarnar á stjórninni voru framkvæmdar og þar af leiðandi kom ekki til þess að teymi greiddi dagsektir. 12. febrúar. Fulltrúar Samkeppniseftirlitsins segja sig úr stjórninni þar sem deilur í eigendahópnum hafi verið of fyrirferðarmiklar og ekki unnt að starfa við þessi skilyrði. 25. febrúar. Fjármálaráðuneytið úrskurðar að fyrirtækjaskrá ríkisskatt- stjóra beri að afmá tilkynningu um breytingu á fram- kvæmdastjórn og prókúruhafa tals frá 12. janúar. Í sam- ræmi við þessa niðurstöðu ráðuneytisins var skráningu breytt til fyrra horfs og Hermann Jónasson skipaður forstjóri á nýjan leik í stað Ragnhildar Ágústsdóttur. 2. mars. ný stjórn tals skipuð. Í henni sitja Jóhann Óli Guðmundsson, Jón Steinar Guðjónsson, Arnþór Halldórsson og telma Halldórsdóttir. Þórdís J. Sigurðardóttir. Árni Pétur Jónsson.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.