Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Síða 48

Frjáls verslun - 01.02.2009, Síða 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 f r é t t a s k ý r i n G : t E k i s t á u m t a l eftirlitsins og ákvæði samkeppnislaga með því að hafa komist að samkomulagi um að Tal ætti að beina sjónum sínum að yngri mark- hópum og stunda ekki samkeppni gagnvart Vodafone. Þá telur Samkeppniseftirlitið að sennilegt sé að tiltekin ákvæði í sýndarnetssamningi Tals og Vodafone um aðgang Tals að farsímaneti Vodafone séu til að tryggja hagsmuni Vodafone og Teymis, sem sé andstætt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið telur líklegt að fulltrúar Teymis hafi beitt sér gegn samkeppnislegu sjálfstæði Tals og því sé nauðsynlegt að gera breytingar á stjórn Tals. Ella sé hætta á því að Teymi og Vodafone geti veikt Tal varanlega sem keppinaut á markaði. teymi vísar á bug getgátum um samráð Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, lýsti því yfir að ekki yrði unað við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og vísaði á bug getgátum um samráð. Í yfirlýsingu frá stjórn Teymis segir að þvert á móti hafi félögin átt í harðri samkeppni eins og skoðun á markaðsaðgerðum og vöruframboði félaganna beri vitni um. Stjórn Teymis segir einnig í yfirlýsingu að við rannsókn málsins hafi félagið lagt til við Samkeppniseftirlitið að stjórn Tals yrði að fullu skipuð óháðum aðilum á meðan rannsókn stæði yfir. Í bráða- birgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins sé hins vegar kveðið á um að óháðir aðilar taki við stjórnarsetu fyrir meirihlutaeigendur félagsins eingöngu, en fulltrúar minnihluta í stjórn geti setið áfram í stjórn félagsins en slíkt gæti augljóslega leitt til þess að Teymi hefði engin áhrif á stjórn Tals þrátt fyrir að eiga 51% í fyrirtækinu. Að mati Teymis var slík ákvörðun óviðunandi og því verði henni áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þar sem fulltrúar félags- ins hafi vikið úr stjórn Tals teljist Teymi ekki lengur hafa yfirráð yfir félaginu í skilningi reikningsskilastaðla og verði félagið því ekki tekið með í samstæðuuppgjör Teymis. aldrei kynnst svona miklum viðskiptasóðaskap Hilmar Ragnarsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson stöldruðu þó stutt við í stjórn Tals eða rétt tæpa viku. „Aldrei áður höfum við kynnst eins miklum viðskiptasóðaskap á þeim tíma sem við höfum tengst viðskiptum, kennslu í viðskiptafræðum og rekstri félaga, sam- anlögð reynsla sem spannar vel yfir 50 ár,“ segir í bréfi sem þeir sendu til Samkeppniseftirlitsins og annarra stjórnarmanna í Tali þegar þeir sögðu sig úr stjórninni. „Okkur hefur verið bent á að með því að gera það séum við að láta Teymi komast upp með að bola stjórninni frá. Það er auðvitað undarlegt að taka þannig til orða, sérstaklega þegar haft er í huga að Teymi er meiri- hlutaeigandi í félaginu og ætti að vilja veg þess sem mestan. Það virðist hins vegar fátt benda til þess að svo sé,“ segir ennfremur í bréfinu. Stjórn Teymis mótmælti í fréttatilkynningu harðlega fullyrðingum um að félagið hafi staðið óeðlilega að rekstri Tals. „Fullyrðingar um að Teymi hafi hlutast til um verkefni stjórnar eftir að fulltrúar Sam- keppniseftirlitsins tóku þar sæti eru stórlega orðum auknar. Einu afskipti Teymis af stjórnarsetu hinna óháðu stjórnarmanna fólust í áréttingu félagsins um að lögum væri fylgt í hvívetna,“ að því er fram kom í tilkynningunni. Hermann aftur í forstjórastólinn Aftur dró til tíðinda í deilunni 25. febrúar þegar fjármálaráðuneytið úrskurðaði að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra bæri að afmá tilkynningu um breytingu á framkvæmdastjórn og prókúruhafa Tals frá 12. janúar sl. þess efnis að Ragnhildur Ágústsdóttir tæki við forstjórastarfinu og prókúru af Hermanni Jónassyni. Í samræmi við þessa niðurstöðu ráðu- neytisins var skráningu breytt til fyrra horfs og Ragnhildi í framhald- inu vikið frá störfum og Hermann skipaður forstjóri á nýjan leik. Í úrskurði fjármálaráðuneytisins var fallist á kröfu þeirra Jóhanns Óla og Hermanns um að fyrirtækjaskrá hafi ekki verið heimilt þann 12. janúar sl. að staðfesta breytingar á stjórn Tals þar sem ákvarðanir um þær hafi ekki verið teknar með lögmætum hætti, í samræmi við sam- þykktir félagsins og lög um einkahlutafélög. Dramatíkinni var þó ekki lokið. Jóhann Óli og Stefán Þórisson, lögmaður hans, komu í höfuðstöðvar Tals 25. febrúar ásamt Hermanni. Á meðan Hermann kynnti ákvörðun fjármálaráðuneytisins fyrir starfs- mönnum Tals segir Ragnhildur að Jóhann Óli og Stefán hafi haldið sér nauðugri í fundarherbergi í hátt í klukkustund til þess að hún myndi ekki trufla fundinn. Jóhann Óli hefur neitað þessari ásökun. Ragn- hildur Ágústsdóttir kærði Jóhann Óla og Stefán til lögreglu fyrir frelsissviptingu. Lögreglan í Reykjavík hefur málið til meðferðar. Þórdís segir að með þessu hafi þeir brotið gróflega á Ragnhildi, sem þeir hafa ítrekað reynt að hrekja úr starfi forstjóra Tals á und- anförnum vikum, jafnvel þótt hún sem barnshafandi njóti laga- verndar gegn uppsögn, sagði Þórdís. Hún segir að úrskurður fjármálaráðuneytisins lúti ekki að lögmæti brottvikningar Hermanns úr starfi forstjóra eða ráðningar nýs forstjóra í kjölfarið heldur formreglum hlutafélagalaga. „Teymi lítur svo á að allar ákvarðanir sem Hermann tekur sem sjálfskipaður forstjóri Tals séu ólög- mætar þar til dómstóll hefur úrskurðað í málinu,“ segir Þórdís. málið ekki til lykta leitt nema frammi fyrir dómstólum Teymi gerði loks sátt við Samkeppniseftirlitið sem fól í sér að kosnir yrðu tveir óháðir einstaklingar í stjórn Tals, sem hefðu ekki hagsmuna- tengsl við Teymi. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 27. febrúar, þar sem fram kemur að Teymi hafi fallist á óháða stjórnarmenn, kemur jafnframt fram að Teymi hafi fallist á að félaginu sé óheimilt að beita atkvæðavægi sínu eða eignarhlut í Tali til þess að hafa áhrif á störf stjórnar Tals. Stjórn Teymis lýsti því jafnframt yfir í kjölfarið að það mundi ekki grípa til neinna ráðstafana sem raskað gætu samkeppnislegu sjálfstæði Tals. Á hluthafafundi Tals 2. mars var skipuð ný stjórn Tals. Í henni sitja Jóhann Óli Guðmundsson, Jón Steinar Guðjónsson, Arnþór Halldórs- son og Telma Halldórsdóttir. Arnþór Halldórsson og Telma Halldórsdóttir voru tilnefnd af hálfu Teymis til stjórnarsetunnar. Jón Steinar kemur í stað Hermanns sem ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Arnþór er fyrrverandi forstjóri Hive og Jón Steinar starfaði einnig hjá fyrirtækinu áður en það og Sko sameinuðust og úr varð Tal. Telma starfar sem lög- fræðingur. Þessi dramatík endar sem dómsmál.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.