Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 52

Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 Í flokknum Dagblaðsauglýsingar voru tilnefndar: Sjómannadagurinn (Landsbankinn), framleiðandi Gott fólk, 19. júní (Landsbankinn), framleiðandi Gott fólk, Kona forsæt- isráðherra (Háskólinn í Reykjavík), framleiðandi Hvíta húsið, Til hamingju strákar (Mjólkursamsalan), framleiðandi Hvíta húsið, og Þetta helst í 95 ár (Árvakur/Morgunblaðið), framleiðandi Fíton. „Hugmyndin að auglýsingunum var að nálgast vel þekktar ljósmyndir frá sögulegum atriðum er tengjast sjómanna- stéttinni. Í þessu tilfelli er frægt atvik úr Þorskastríðinu end- urskapað þegar varðskipið Ægir veitir breska togaranum Everton eftirför 26. maí 1973. Hilmir Snær Guðnason er þar í hlutverki Guðmundar skipherra Kjærnested. Um leið vildum við vekja athygli á sterkum tengslum Landsbankans við alla landsmenn,“ segir Gary M. Wake, hönnunarstjóri hjá Góðu fólki, en þaðan kom verðlaunaauglýsingin Sjómannadagurinn. Þegar Gary er spurður hvort öðruvísi sé að vinna auglýs- ingar sem gilda aðeins í einn dag segir hann að eitt meg- inatriðið hljóti að vera að hún sé tilbúin á réttum tíma svo stundum þarf að hafa hraðar hendur: „Við höfðum góðan tíma sem gaf okkur, um leið og við unnum auglýsinguna, tækifæri til að hugleiða hvað er mikilvægt fyrir Landsbankann. Með auglýsingunni er ekki verið að selja neitt heldur aðeins verið að vekja athygli á einum sérstökum degi og að Landsbankinn ber virðingu fyrir sjómönnum.“ Viðbrögðin við auglýsingunni voru mjög jákvæð að sögn Garys: „Undirbúningsvinnan var mikil og þar komu margir til hjálpar, bæði okkar fólk og sagnfræðingur sem pass- aði upp á að allt væri rétt og Landhelgisgæslan sem veitti okkur allan þann stuðning sem við báðum um. Má nefna að á myndinni, sem Ari Magg tók, er Hilmir Snær með kíkinn sem Guðmundur Kjærnested notaði í þorskastríðinu.“ Dagblaðsauglýsingar Kíkir sem notaður var í þorskastríðinu ÍMARK verðlaunin Gott fólk Gary M. Wake, hönnunarstjóri ásamt Mörtu Þórðardóttur, sem starfaði sem tengill í auglýsingaherferðinni.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.