Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 53

Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 53
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 53 Í flokknum tímaritsauglýsingar voru tilnefndar: Heitar pizzur (Domino’s Pizza), framleiðandi O! Auglýsingastofa, Lagarfljótsormurinn – íslensk þjóðsaga (ZO ON), framleið- andi Hvíta húsið, Mín skoðun (Kit Kat, Ölgerðin), framleið- andi ENNEMM, Nóbelsverðlaun (Háskólinn í Reykjavík), framleiðandi Hvíta húsið, og Það var svona sem við hugs- uðum það (Icelandair), framleiðandi Íslenska. Heitar pizzur sigraði og þess má geta að O! Auglýsingastofan var með eina tilnefningu og fékk verð- laun, 100% nýting þar. Einar Gylfason, hönnunarstjóri hjá O!, stofnaði fyrirtækið ásamt Þóri Ómari Jónssyni og í dag starfa þar átta manns: „Hugmyndin með Heitar pizzur var að vekja athygli á fljótri og góðri heimsendingarþjónustu Domino’s Pizza. Við vildum með auglýsingunni sýna fram á að pítsurnar væru ennþá heitar þegar þær berast við- skiptavininum.“ Þegar Einar er spurður hvort erfitt sé að koma með góðar og frumlegar hugmyndir þegar pítsur eru annars vegar segir hann svo ekki vera: „Það veltur allt á manni sjálfum að koma með nýjar hugmyndir og finna hliðar á vöru, eða leið til að selja vöru, sem allir þekkja. Það er í sjálfu sér ekki erfiðara að finna góðar og frumlegar auglýs- ingar fyrir pítsur frekar en eitthvað annað. Domino’s Pizza hefur jafnframt verið góður viðskiptavinur og þar höfum við gott svigrúm til að gera skemmtilega og flotta hluti. Við fengum mjög góð viðbrögð og fólki fannst auglýsingin skemmtileg. Hún vakti athygli og var meðal annars valin til birtingar á vefsíðunni Ads of the World.“ Einar segir verkefnastöðuna góða og hafi verið það frá byrjun: „Við höldum áfram að vinna okkar vinnu með hæfi- legri blöndu af gleði og metnaði.“ TímariTsauglýsingar Vildum vekja athygli á góðri heimsendingar- þjónustu ÍMARK verðlaunin ó! Einar Gylfason, hönnunarstjóri.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.