Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 58

Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 Íslenskur iðnaður BAKARAMEISTARINN bakar „þjóðarkökuna“ Það vakti mikla hrifningu á meðal þjóðarinnar á sínum tíma þegar foringjar atvinnurekenda og verkalýðsins bökuðu saman „þjóðarkökuna“ í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Þeir tókust síðan á um skiptingu kökunnar. Þetta var táknrænt. Þetta voru þeir Davíð Scheving thorsteinsson, formaður VSÍ, og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar. Þeir Davíð og Guðmundur voru miklir mátar þótt þeir tækjust á við samningaborðið. „Þjóðarkakan“ er auðvitað landsframleiðslan hverju sinni. en til að leika okkur með þessa köku fengum við fyrirtækið BAKARAMeiStARANN til að baka fyrir okkur „þjóðarkökuna“ til að kynna hér á síðunni mikilvægi íslensks iðnaðar fyrir þjóðarbúskapinn. iðnaðurinn er með 25% hlutdeild í landsframleiðsluni og munar um minna í þeirri baráttu sem þjóðin háir í efnahagsmálum. iðnaðurinn hefur margföldunaráhrif þannig að eitt starf í iðnaði skapar um þrjú störf í þjónustu. iðnaðurinn sparar auk þess stórfé í gjaldeyri sem kemur sér vel í þeirri gjaldeyriskreppu sem ríkir. Þegar Styrmir Jóhannsson bakarmeistari hjá BAKARAMeiStARANUM lyfti kökunni í myndatökunni mátti auðvitað leika sér með það og segja að landsframleiðslan væri í höndunum á íslenskum iðnaðarmönnum. Hlutur iðnaðar er 25% af landsframleiðslunni. styrmir Jóhannsson, bakara meirstari hjá BakaRa- MEistaRanUM, með þjóðar- kökuna sem hann bakaði sér- staklega fyrir frjálsa verslun. Símar Stigahlíð: 533 3000 Mjódd: 557 3700 Glæsibær: 533 2201 Húsgagnahöllin: 577 3100 Smáratorg: 555 6100 Austurver: 553 6700 Fax: 533 3001 28 SÍðNA BlAðAUKi FRJálSRAR VeRSlUNAR UM ÍSleNSKAN iðNAð bakarameistarinn á 6 stöðum

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.