Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 Helgi Magnússon, nýendurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins, hóf ræðu sína með því að segja að stundum hefði verið deilt um hvort athyglin hafi beinst um of að hagvextinum, hvort við hefðum blindast af efnishyggju og hagvaxtarþrá á kostnað annarra mikilvægra gilda. Hyggist Íslendingar hefja ferð sína upp úr öldudalnum, verði það ekki gert án öflugrar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. „Við vinnum ekki til baka töpuð lífskjör, fyrra atvinnustig og laskað atvinnulíf nema með því að nýta ÖLL þau tækifæri sem völ er á í íslensku atvinnulífi.“ Hann sagði að við hefðum ekki efni á að láta skynsamleg og raunhæf tækifæri fram hjá okkur fara, né efni á stjórn- málaöflum eða stjórnsýslustofnunum sem tefðu framvindu hagvaxt- arskapandi atvinnuuppbyggingar. Við þyrftum einungis kraftmikla og markvissa uppbyggingu. Viðfangsefnið væri EKKI, að mati Helga, að skapa hið NÝJA ÍSLAND heldur að finna GAMLA ÍSLAND og endurreisa þau gildi sem reynst hefðu mætavel um langan tíma og skapa nýtt á þeim grunni. „Íslendingar hafa orðið fyrir áföllum, sjálfsmyndin er sködduð ... Það er engin ástæða til uppgjafar. Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar. Við þurfum að finna hvar við stöndum og hvert við stefnum.“ Allt of margir festa sig við fortíðarvanda, líta ekki fram á veginn, reyna að finna sökudólga. „Þeir gera þjóðinni ekkert gagn. Hefndarþorsti mun ekki leiða til farsældar.“ Helgi Magnússon, formaður Si: Finnum Gamla Ísland enn sem komið er liggja fyrir hjá Hagstofu Íslands mjög ófullkomnar tölur um hlut iðnaðarins í landsframleiðslu árið 2008. yfirleitt eru ekki komnar tölur sem mark er á takandi fyrir nýliðið ár fyrr en að hausti árið eftir. Samkvæmt upplýsingum í gögnum Hagstofu Íslands bendir þó allt til þess að hlutur iðnaðarins verði svipaður árið 2008 og hann var árið 2007, en þá var hann 24,3%. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir árið 2008 eru 11,6% flokkuð undir iðnað, miðað við tölur frá því í byrjun mars. Samtök iðn- aðarins telja þó til iðnaðar mannvirkjagerð, stóriðju, hátækniiðnað og annan iðnað og á árinu 2007 varð niðurstaðan úr þessum flokkum hjá Si 24,3% af landsframleiðslu. Við þau 11,6% sem Hagstofan flokkar undir iðnað í bráðabirgðatölum sínum má því bæta bráðabirgðatölum um byggingastarf- semi og mannvirkjagerð, 10,6%. Samanlagt gera þessar tölur 22,25%. en þá vantar enn nokkuð upp á svo allt sé talið með sem er í tölum Si. Þær prósentur munu koma, samkvæmt upplýsingum Si, úr þjónustuhlutanum en vissir hlutar iðnaðar eru meðtaldir í þeim flokki, svo sem ljósmyndun, snyrting og hlutar af upplýsingatækni svo nokkuð sé nefnt. Vægi iðnaðar- ins hefur verið stöðugt í kringum fjórðung af landsframleiðslu í mörg ár, að því er segir í gögnum Si: „Mestur vöxtur hefur verið í mannvirkjagerð, en allar líkur eru á að sú grein dragist nokkuð saman á næstu misserum. Hins vegar standi vonir til að aðrar greinar iðnaðar geti sótt í sig veðrið.“ landsframleiðsla árið 2008 nam 1.465 milljöðrum króna og jókst raun- gildi framleiðslunnar um 0,3% frá árinu á undan. Vöxturinn frá 2006 til 2007 nam aftur á móti 5,5%. Hlutur iðnaðar í landsframleiðslu svipaður 2008 og 2007 Helgi Magnússon, nýendurkjörinn formaður samtaka iðnaðarins. iðnþing 2009 Landsframleiðsa og skipting verðmætasköpunar 2007 Annar iðnaður 8,0% Hátækniiðnaður 3,9%,Stóriðja 2,0% Mannvirkjagerð 10,4% Hlutfall iðnaðar af landsframleiðslunni árið 2007 var 24,3%. Verslun, hótel veitingahúsa- rekstur 11,5% Fræðslu- starfsemi 4,9% Samgöngur og flutningar 5,7% Fjármála þjónusta og tryggingar 9,1% Fasteigna- viðskipti ýmis sérhæfð þjónusta 14,3% Opinber stjórnsýsla 5,5% land- búnaður 1,4% Önnur samfélags- þjónusta 3,3% Heilbrigðis- og félags- þjónusta 9,1% Veitu- starfsemi 4,3%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.