Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 81

Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 81
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 81 iðnaður Alþingi samþykkti nýverið lög um 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað, bæði íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa. Nýju lögin eru tímabundin ráð- stöfun og gilda til 1. janúar 2011. Að sögn Árna Jóhannssonar, forstöðu- manns mannvirkjasviðs SI, hefur þetta verið kappsmál Samtaka iðnaðarins: „Samtökin fagna þessum viðbrögðum ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Nú er tæki- færi til að nýta sér þessa tímabundnu ráð- stöfun og ráðast í framkvæmdir. Sérstök athygli er vakin á því að lögin ná til nýframkvæmda og viðhalds sumarbústaða. Þá er nýlunda að allar fasteignir sveitarfélaga falla undir lögin.“ Nú er rétti tíminn „Um þessar mundir er einmitt rétti tím- inn til að ráðast í nýjar framkvæmdir og huga að endurbótum og viðhaldi. Eig- endur íbúðarhúsnæðis geta út næsta ár fengið virðisaukaskatt af vinnu á bygging- arstað endurgreiddan og nú þarf enginn að stunda nótulaus viðskipti til að spara sér aurinn. Góðir iðnaðarmenn í öllum greinum bjóða fram vinnufúsar hendur og hugvit. Á liðnum árum hefur nán- ast verið ógjörningur að fá góða fagmenn til að sinna nauðsynlegum verkum vegna stórra og viðamikilla verkefna. Nú eru aðrir tímar og kjörið tækifæri fyrir íbúða- eigendur að láta hendur standa fram úr ermum og laga þakið, endurnýja dren- lagnir, endurnýja glugga og gler, pússa parket, yfirfara raflagnir, mála utanhúss og innan, færa skilveggi, opna rými eða loka þeim. Ekkert verkefni er of smátt og ekkert of stórt. Reglur um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu gagnast öllum óháð umfangi. Ég hvet íbúðaeigendur til þess að láta vaskinn ekki fara í vaskinn heldur fá hann endurgreiddan!“ Veljum rétt, veljum meistara til verksins „Ábyrgð meistara í byggingariðngreinum er lögbundin. Það er því ótvíræð gæðatrygging fyrir viðskiptavininn að skipta við meistara og fagmenn sem hafa tilskilin réttindi. Því vilja Samtök iðnaðarins hvetja fólk til að skipta aðeins við löggilta meistara með tilskilin réttindi.“ „Það er því ótvíræð gæða- trygging fyrir viðskiptavin- inn að skipta við meistara og fagmenn sem hafa til- skilin réttindi.“ Árni Jóhannsson er forstöðumaður mannvirkjasviðs SI. 100% endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu við nýbyggingar og viðhald saMtöK iÐnaÐaRins

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.