Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 82

Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 iðnaður ölVishOlt BRuGGhús Stærsti bjórútflytjandi landsins Aðalhugsun félaganna Bjarna Einarssonar og Jóns Elíasar Gunnlaugssonar að baki stofnunar brugghússins að Ölvisholti var sú að þeir vildu framleiða hágæða sælkerabjór af miklum metn- aði – úr fyrsta flokks vöru. Handverksbrugghús Bjarni er eggjabóndi að Miklaholtshelli í Flóa- hreppi og Jón Elías er garðyrkjubóndi að Ölvis- holti. Félagarnir eru gamlir vinir og nágrannar. Jón kom að máli við Bjarna með hugmyndina að brugghúsi og hann sló til og í dag standa þeir með öfluga verksmiðju sem er stærsti bjórútflytjandi landsins: „Við breyttum gömlum útihúsum; súrheys- gryfju sem er brugghús í dag, hesthús sem er maltlager og hlöðu sem er pökkunarrými og lager. Við notum einungis úrvals hráefni og að sjálfsögðu er íslenska vatnið hið besta í heimi. Brugghúsið er handverksbrugghús og engin tölvutækni er notuð við bruggunina – eingöngu hugvit og handverk.“ Fjölþætt samstarf „Við erum í mjög góðu samstarfi við K. Karls- son varðandi sölu og markaðssetningu hér heima og líka við Wickedwine í Svíþjóð og Gourmetbryggeriet í Danmörku. Wickedwine sér um sölu til Noregs og Finnlands.“ Sá rauði og Skjálfti „Við bruggum rautt öl undir heitinu Móri í brugghúsinu í Ölvisholti sem er nú seldur um allt Ísland og nýlega hófum við að selja Móra í Svíþjóð. Hann er frábrugðinn Skjálfta að því leyti að í honum eru fleiri tegundir af malti og humlum. Bragðið er einkar margslungið og til Jón E. Gunnlaugsson með ferskan Skjálfta og gerjunartankarnir í baksýn.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.