Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Síða 119

Frjáls verslun - 01.04.2009, Síða 119
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 119 lS Retail er sennilega ekki fyrsta fyrirtækið sem kemur í hugann þegar rætt er um hugbúnaðarútflutning. Engu að síður hafa lausnir fyrirtækisins verið settar upp í yfir 130 löndum um allan heim og eru notaðar af fyrirtækjum á borð við Ikea, Adidas og Bestseller sem rekur verslanirnar Vero Moda, Jack & Jones og fleiri. Sem dæmi um stöðu LS Retail má nefna að nýlega voru opnaðir í Dubai stórmarkaðir undir heitinu Aswaaq í eigu ríkisstjórnar S.A.F., þar sem ekkert var til sparað við að nýta nýjustu tækni og þar varð LS Retail fyrir valinu. LS Retail þróar viðbætur við Microsoft Dynamics viðskiptalausn- irnar þannig að úr verða heildarlausnir fyrir verslanir. „Við bjóðum verslunum kerfi sem þjóna öllum þeirra þörfum fyrir viðskiptahug- búnað, allt frá afgreiðslukassa yfir í lagerstýringu og bókhald,“ segir Gunnar Björn Gunnarsson, framkvæmdastjóri LS Retail. Vel hefur tekist til því LS Retail hugbúnaður er notaður í yfir 24.000 versl- unum og hefur yfirgnæfandi markaðshlutdeild á heimsvísu hvað varðar verslunarlausnir er byggjast á Microsoft-viðskiptahugbúnaði. Í innsta kjarna Microsoft En hvernig getur íslenskt fyrirtæki með um 36 starfsmenn staðið að baki svo útbreiddri hugbúnaðarlausn? „Mestu máli skiptir að við bjóðum fyrsta flokks heildarlausn sem byggir á áratuga reynslu starfsfólks af þróun hugbúnaðar og þekkingu á verslunargeiranum. Jafnframt vinnum við í gegnum samstarfsfyrirtæki um allan heim sem selja okkar lausnir á sínum heimamarkaði, innleiða þær og sérsníða. Þannig höfum við byggt upp sölu- og þróunarkerfi þar sem á bilinu 10.000–15.000 manns um heim allan vinna daglega meira eða minna við að forrita, þjónusta og selja LS Retail,“ segir Gunnar. Þessi árangur hefur ekki farið framhjá Microsoft en félagið hefur veitt LS Retail aðgang að „Microsoft Inner Circle“– kjarna- hópi samstarfsaðila. Í hann kemst einungis 1% samstarfsfyrirtækja Microsoft Dynamics – einungis þeir samstarfsaðilar sem fyrirtækið telur sína verðmætustu. Þarf að nálgast erlenda markaði rétt En hvernig hefur gengið eftir hrunið í haust? „Ég þurfti vissulega að svara mörgum erfiðum spurningum frá viðskiptavinum og sam- starfsaðilum, en góð staða félagsins þýðir að áhrifin hafa ekki verið sérstaklega mikil. Við erum með 98% af tekjum okkar í erlendum gjaldeyri og félagið er skuldlaust, þannig að við eigum ekki í miklum vandræðum með að standa núverandi ástand af okkur. Auðvitað finnum við fyrir alþjóðlegri fjármálakreppu en sem betur fer hugsum við frekar um áframhaldandi vöxt þessa dagana og bætum við okkur fólki. Til dæmis erum við þessa dagana að stofna dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum og Singapore til þess að geta sinnt betur samstarfsfyrirtækjum okkar í Ameríku og Austurlöndum fjær. Við finnum að í þeim geira sem við sinnum hugsa menn nú þegar um að vera undir það búnir að vaxa á ný í kjölfar kreppu.“ Gunnar segir að íslensk upplýsingatæknifyrirtæki ættu hik- laust að skoða möguleika á útflutningi. „Tækifærin eru fyrir hendi erlendis. Það skiptir þó máli að nálgast útflutninginn rétt. Margir hafa farið af stað með óraunhæfar væntingar um skyndigróða þegar raunin er sú að það tekur mikinn tíma, vinnu og dugnað að hasla sér völl. Eins skiptir miklu máli að taka smærri skref og forðast offjárfestingar í upphafi.“ Gunnar Björn Gunnarsson, framkvæmdastjóri LS Retail: Með yfirgnæfandi markaðs- hlutdeild á heimsvísu Gunnar Björn Gunnarsson, framkvæmdastjóri LS Retail.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.