Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 út af tekjum, m.a. við „að pakka inn dílum“. Skuldir þjóð- arinnar hafa aukist vegna þess að erlendu bankarnir hafa ausið í okkur fé. ÞAÐ ÞARF EKKI annað en að benda á nýlegt lánshæfis- mat Fitch Ratings á ríkissjóði þar sem segir að Ísland sé skuld- ugast af öllum löndum sem Fitch meti til lánshæfis. Bent er á að erlendar skuldir hafi numið 357% af erlendum tekjum þjóðarbúsins árið 2005 og að það hái Íslendingum hvað þeir séu orðnir skuldugir. ORÐ FITCH RATINGS um að við séum skuldugasta þjóð, sem fyrirtækið meti til lánshæfis, er engin ný bóla. Þetta hefur verið á allra vitorði – líka Dana. Fyrr á árinu gekk öll umræðan í Danmörku einmitt út á það hvernig okkur tækist að endurfjármagna skammtímalán okkur. Hvar voru blaðamenn Ekstrablaðsins þá? VAR ÞAÐ EKKI einmitt Den Danske Bank sem snemma á árinu spáði ragna- rökum í íslensku efnahagslífi og hafði miklar áhyggjur af skuldum þjóðarinnar og viðskiptahalla? Var það ekki einmitt Den Danske Bank sem spáði því að íslensku bankarnir gætu lent í vandræðum með end- urfjármögnun á skammtímalánum? Núna hafa íslensku bankarnir leyst það verkefni þótt lánsféð sé dýrara en áður. ERLENDU BANKARNIR hafa treyst íslenskum fjár- festum og íslenskum bönkum. Hvers vegna ættu virtir banka- stjórar erlendis – með allt sérfræðingastóðið í kringum sig – að vera svona óttalega vitlausir að lána Íslendingum? ÞAÐ ER VISSULEGA ágæt blaðamennska að „þora að spyrja spurninga“. Það er hins vegar enn betri blaðamennska að svara ekki eigin spurningum með einhverju rugli og get- gátum – og vísa til þess að engin svör sé að fá. EINHVER ORÐAÐI ÞAÐ svo að blaðamenn hefðu vinnu af því að „láta ljúga í sig“ og mættu því ekki vera of trúgjarnir. En til hvers eru blaðamenn að hringja í viðmælendur sína ef þeir trúa ekki orði af þeim svörum sem þeir fá vegna þess að þau „hljóma ekki nægilega vel“. DÖNSK KÍMNI HEFUR þótt góð. En danskir blaða- menn – sem allt þykjast vita um blaðamennsku – eru ekki fyndnir; þeir eru hlægilegir. Jón G. Hauksson „VERTU ORÐVAR!“ Þannig var fyrirsögn á net- pósti sem ég fékk nýlega frá lesanda Frjálsrar versl- unar sem sagðist sammála mér að mestu leyti um að skrif Ekstrablaðsins um íslenska athafnamenn væri óvönduð blaðamennska. Hann hafði lesið pistil eftir mig um þetta mál á vefsíðunni heimur.is. Hann bað mig samt um að „vera orðvar“ og taka ekki of afdráttarlausa afstöðu gegn dönsku blaðamönn- unum þar sem Danirnir væru að spyrja spurninga sem við Íslendingar hefðum ekki „viljað eða þorað að spyrja“. HANN HÉLT ÞVÍ líka fram að það væri rétt hjá Dönunum að svörin, sem hingað til hefðu verið gefin, væru ófullnægjandi – og ergó: Þegar svörin væru ófullnægjandi, eða snúið væri út úr, væri ekkert að því að spyrja: „Hvað er verið að fela?“ Hann bætti síðan við að það væri alla vega ágæt blaðamennska að þora að spyrja spurninga. ÉG STALDRAÐI VIÐ þennan póst og velti honum fyrir mér. Ég hafði sagt í pistlinum að skrif Ekstrablaðsins væru óskiljanleg, þau væru uppspuni og að um „einbeittan brotavilja“ væri að ræða, eins og lögfræðingar orða það. En sem betur fer tækju fáir mark á Ekstrablaðinu – þótt alltaf væru einhverjir tilbúnir að trúa því sem „hljómaði vel“, eða veltu því fyrir sér hvort ekki væri eitthvað til í þessum skrifum. ÉG ÁKVAÐ AÐ svara þessum pósti og sagðist sammála honum í því að það væri gott að vera orðvar – og spurði hann að því hvort hann hefði sagt blaðamönnum Ekstrablaðsins frá því. ÍSLENDINGAR HAFA undanfarin ár spurt sig að því á hverjum einasta degi hvernig útrásin sé fjármögnuð og hvernig hægt sé að kaupa og kaupa fyrirtæki án þess að þurfa nánast nokkurn tíma að losa eignir á móti. EN HVAÐAN KOMA peningarnir? Með lánum og eigin fé – sem að vísu hefur byggst hratt upp á allra síðustu árum vegna verðhækkana á hlutabréfum. Bankarnir hafa tekið erlend lán. Og íslensku fjárfestarnir hafa tekið lán, bæði hér heima og milliliðalaust erlendis. Þegar íslenskir fjárfestar hafa keypt erlend stórfyrirtæki hafa heilu staflarnir af fréttatilkynningum farið í að útskýra hvaða bankar fjármagni kaupin. ÍSLENDINGAR ERU NÚNA með allra skuldugustu þjóðum – á hvern íbúa. Bankarnir hafa stækkað og bólgnað ÁRÁS EKSTRABLAÐSINS: Hafa Íslendingar ekki þorað? RITSTJÓRNARGREIN Þyrping hf, Kringlunni 4–12, 103 Reykjavík 594 4200 594 4201 thyrping@thyrping.is www.thyrping.is sími fax netfang vefslóð þróunarfélag property development Þyrping reisir sérhannað 12000m² skrifstofuhúsnæði að Borgartúni 26. Bílastæði verða annars vegar í bílageymslu undir húsinu fyrir um 200 bíla auk bílastæða við bygginguna. Húsnæðið skiptist í tvo misháa hluta, 8 hæðir vestan megin og 5 hæðir austan megin. Á jarðhæð verður verslun og þjónusta en á öðrum hæðum hússins er gert ráð fyrir skrifstofu- og þjónustustarfsemi. Húsnæðið verður sérhannað út frá þörfum framsækinna fyrirtækja með frábæru útsýni. Húsnæðið afhendist tilbúið til innréttinga vorið 2007. Á vefsíðu Þyrpingar, www.thyrping.is, er að finna frekari upplýsingar auk ítarlegra teikninga af húsinu í heild og einnig hverri hæð fyrir sig. Frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Þyrpingar í síma: 594 4200. Til leigu: Glæsilegt skrifstofuhúsnæði í hjarta helsta fjármálahverfis Reykjavíkur norður vestur suður austur hz et a eh f Þegar íslenskir fjárfestar hafa keypt erlend stórfyrirtæki hafa heilu staflarnir af fréttatilkynningum farið í að útskýra hvaða bankar fjármagni kaupin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.