Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 20

Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 FORSÍÐUGREIN Grímur segir að búnings- og baðaðstaða muni taka miklum stakkaskiptum. „Áhersla er lögð á að skapa þægilega og rúmgóða aðstöðu fyrir gesti. Þrátt fyrir mikla stækkun fjölgum við ekki skápum nema mjög lítið, markmið okkar er því fyrst og fremst að bæta og auka þjónustu auk þess að styrkja hina einstöku upplifun sem gestir okkar leita eftir. Auk rúmgóðrar almennrar búnings- og baðaðstöðu munum við einnig bjóða gestum okkar aðgang að VIP einkaklefum. Þessi aðstaða er sniðin að þörfum þeirra sem vilja njóta heimsóknarinnar enn frekar. Algengt er að þekktir einstaklingar heimsæki okkur og við fáum næstum daglega fyrirspurnir um slíka aðstöðu,“ segir hann. Auk þess að tvöfalda búnings- og baðaðstöðu verður nýr og glæsi- legur veitingasalur tekinn í notkun. „Salurinn er fallega hannaður og verður án efa einn sérstakasti veitingasalur landsins. Hann mun rúma allt að 250 gesti. Bláa Lónið er nú þegar vinsæll funda- og ráðstefnu- staður enda segjast menn fyllast orku á staðnum,“ segir Grímur. Sigurður Þorsteinsson, iðnhönnuður og vörumerkja- sérfræðingur, hefur starfað með Bláa Lóninu í 10 ár. Könnun á þekkingu á vörumerkinu Blue Lagoon Iceland Bandaríkin: 9% 91% 32,2% 67,8% 34,2% 65,8% 36,5% 63,5% 55,1% 44,9% 63% 37% Þýskaland: Bretland: Svíþjóð: Danmörk: Noregur: Í könnun, sem unnin var af IMG Gallup, voru 16-74 ára Netnotendur spurðir hvort þeir hefðu heyrt um Blue Lagoon Iceland. Já Nei Svona kemur Bláa Lónið til með að líta út næsta vor þegar framkvæmdum við nýju heilsulindina lýkur. Sigríður Sigþórsdóttir hefur verið arkitekt allra mann- virkja Bláa Lónsins frá upphafi.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.