Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.09.2006, Qupperneq 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 FORSÍÐUGREIN 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006* 400.000 300.000 200.000 100.000 0 Fjöldi gesta í Bláa Lónið 1999-2006 Lækningamátturinn hefur því allt frá upphafi skipað veigamikinn sess í starfsemi fyrirtækisins og á sl. ári tók Bláa Lónið í notkun nýja og glæsilega lækningalind þar sem veitt er meðferð við psoriasis. Lækningamátturinn var það sem fyrst vakti áhuga Gríms á Bláa Lóninu. Hann starfaði á þessum tíma sem heimilislæknir og hafði áhuga á gjaldeyrisskapandi ferðaþjónustu. Hann stofnaði Íslenska heilsufélagið, en markmið þess var að skoða möguleika á því sviði. Íslenska heilsufélagið og Grindavíkurbær stofnuðu Bláa Lónið hf. 1. júní 1992. Grímur segir að markmið Bláa Lónsins hf. hafi allt frá upphafi verið að stuðla með markvissum hætti að uppbyggingu við Bláa Lónið. Tveimur árum frá stofnun þess tók hið nýstofnaða félag við rekstri baðstaðarins við Bláa Lónið. Félagið opnaði jafnframt með- ferðarstöð þar sem veitt var meðferð við psoriasis. Starfsemin fór öll fram í bráðabirgðahúsnæði og óhætt er að segja að mikil vatnaskil hafi átt sér stað í starfsemi fyrirtækisins þegar ný heilsulind var tekin í notkun um mitt ár 1999. Opnun lækningalindarinnar árið 2005 markaði einnig tímamót fyrir fyrirtækið en þá fékk psoriasis-með- ferðin umgjörð sem sómi er að. Blue Lagoon í Reykjavík og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar „Verslanir okkar hafa verið í mikilli þróun að undanförnu,“ segir Grímur. „Fyrr á þessu ári opnuðum við verslun að Laugavegi 15 í Reykjavík og rúmgóða verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar bjóðum við jafnframt upp á handa- og fótameðferðir. Þetta er í fyrsta skipti sem slík þjónusta býðst í flugstöðinni, en spa-þjónusta er ört vaxandi í flugstöðvum erlendis og því er skemmtileg nýbreytni að geta boðið þessa þjónustu,“ „Öll hönnun verslananna er í anda okkar náttúrulega umhverfis og því á viðskiptavinurinn að finna fyrir sterkum Blue Lagoon hug- hrifum innan veggja verslananna. Sama hugsun gildir erlendis og verslanir okkar þar verða í sama anda, með sterkri skírskotun til Bláa Lónsins,“ bætir Grímur við. Hreyfing- heilsurækt í hópinn Fyrirtækið hefur að undanförnu verið að þróa frekar þann þátt starf- seminnar sem lýtur að því að bjóða Blue Lagoon upplifun utan Bláa Lónsins. ,,Íslendingar munu innan skamms getað notið Blue Lagoon meðferðar á höfuðborgarsvæðinu. Bláa Lónið festi kaup á Hreyfingu – heilsurækt á sl. ári. Starfsemi Hreyfingar verður flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði í Glæsibæ eftir rúmlega ár. Þar munum við bjóða fullkomnustu líkamsræktaraðstöðu landsins og þar fá gestir aðang að sérstöku Blue Lagoon spa með Blue Lagoon spa meðferðum. Ágústa Johnson sér áfram um rekstur Hreyfingar og stendur sig frábærlega vel þar.“ „Öll hönnun verslananna er í anda okkar náttúrulega umhverfis og því á viðskiptavinurinn að finna fyrir sterkum Blue Lagoon hughrifum. Sama hugsun gildir erlendis og verslanir okkar þar verða í sama anda, með sterkri skírskotun til Bláa Lónsins,“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.