Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 31
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 31
D A G B Ó K I N
Það var eins og hálf þjóðin
hefði unnið í hvalstöðinni í
gamla daga, svo mikill var
fjöldinn sem lagði leið sína
upp í Hvalfjörð sunnudag-
inn 22. október til að
fylgjast með því þegar
fyrsta langreyðurin á þess-
ari vertíð var dregin á land
og skorin.
Þetta var hvalaskoðun
á þurru landi og var fólk
mætt í hátíðahöldin á
tíundatímanum þennan
sunnudagsmorgun. Leyft
verður að veiða 9 lang-
reyðar og 30 hrefnur í
atvinnuskyni á þessu
fiskveiðiári. En auk þess
mun Hafrannsóknastofnun
veiða 39 hrefnur í vís-
indaskyni.
Mikil óánægja er innan
ferðaþjónustunnar með að
sjávarútvegsráðuneytið
hafi leyft hvalveiðar á ný
og segir hún að verið sé
að fórna stórfelldum hags-
munum fyrir sáralitla. Þá
hafa Greenpeace-samtökin
mótmælt þessu harðlega
og hvatt Íslendinga til að
sinna frekar hvalaskoðun
en hvalveiðum.
Kristján Loftsson, for-
stjóri Hvals, sagði við
fréttamenn að sínir menn
hefðu engu gleymt.
„Þetta hefur gengið
eins og menn hafi verið að
þessu stanslaust í áratugi.
Þeir hafa engu gleymt,“
sagði Kristján Loftsson,
forstjóri Hvals, í blaðavið-
tali eftir að búið var að
draga langreyðina á land.
22. október
HVALASKOÐUN Í HVALFIRÐI
Múgur og margmenni í hvalstöðinni – og fyrsta langreyðurin
komin á land. Myndir: Sigurður Bogi Sævarsson.
Halldór Blöndal vann við hvalskurð í
hvalstöðinni í fimmtán vertíðir.
Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Kristján
Loftsson, forstjóri Hvals.