Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Síða 32

Frjáls verslun - 01.09.2006, Síða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 D A G B Ó K I N 29. október EKSTRABLAÐIÐ KALLAR ÍSLENSKA ATHAFNAMENN „BÓFA“ Um fátt hefur verið meira rætt en ótrúleg skrif danska Ekstrablaðsins um íslenska athafnamenn að undanförnu. Þetta hefur verið umsvifamikill greinaflokkur af hálfu blaðsins og hefur hann gengið út á að kalla íslenska athafnamenn „bófa“ og hafa allir helstu for- kólfarnir í íslensku útrásinni fengið sinn skammt. Meginlínan í skrifunum hefur verið sú að íslensku fjárfest- arnir séu óheiðarlegir og hafi komist í álnir á vafasaman hátt. Langflestir íslensku fjár- festanna, sem um hefur verið fjallað í þessum ótrúlega greinaflokki, hafa ekki séð ástæðu til að svara skrifunum – ekki talið þau svara verð. Áður en Ekstrablaðið hóf þessa umfjöllun sendi það frá sér tilkynningu um að von væri á umfangsmiklum skrifum um „íslenska kraftaverkið“ og hvaðan peningarnir koma. ,,Hefur þú átt viðskipti við Sterling, Merlin eða Magasin? Og viltu vita hvert pening- arnir þínir fóru? Eða hefurðu lesið Nyhedsavisen nýlega og furðað þig á því hvaðan pen- ingarnir koma? Kauptu þá Ekstrablaðið,“ sagði í tilkynn- ingu vegna greinaskrifanna. „Við höfum komist til botns í hinu íslenska „kraftaverki“ og fylgt peningunum frá Rússlandi til Lúxemborgar, til Karíbahafsins, til Íslands, til Danmerkur. Og það er nú ekki falleg sjón. Við munum sýna þér viðskiptalíkan með bófum, háttsettum stjórnmálamönnum og tugmilljörðum króna,“ sagði ennfremur í tilkynningunni. Þá hampaði blaðið því í umræddri fréttatilkynningu að dönsku blaðamennirnir tveir sem stóðu að umfjölluninni hefðu báðir unnið til „danskra blaðamannaverðlauna“ en einnig var boðað að rússneskur fréttaritari kæmi að skrifunum. Ekstrablaðið hefur farið ham- förum gegn íslenskum athafna- mönnum að undanförnu. 30. október Skrif Ekstra- blaðsins fáránleg Frjáls verslun mun hér aðeins stikla á nokkrum fréttum Ekstrablaðsins um íslensku fjár- festana. Við skulum hér líta á „fyrstu viðbrögðin“ frá Íslandi þegar Morgunblaðið og RÚV spurðu Sigurð Einarsson um skrif Ekstrablaðsins. Sigurður svaraði því til að skrif Ekstrablaðsins um fyrir- tækið væru ósönn og í raun fáránleg. Hann bætti því við að Kaupþing banki væri orðinn ýmsu vanur í erlendum fjöl- miðlum en skrif Ekstrablaðsins tækju öllu öðru fram í þeim efnum. Ekstrablaðið hélt því m.a. fram að Íslendingar tækju út fé í fyrirtækjum sem þeir eigi í Danmörku og kæmu því til Lúxemborgar og þaðan áfram án þess að greiða skatt í Danmörku. Sigurður sagði við Morgunblaðið að Kaupþing banki hefði aldrei tekið neitt í arð úr danska bankanum FIH þrátt fyrir góðan hagnað þess banka. Þá segir Sigurður að þessar ásakanir séu út í hött þar sem enginn munur sé á því hvort menn greiði arð frá dönskum fyrirtækjum t.d. til Svíþjóðar, Lúxemborgar eða þá Íslands. 31. október Danski lögfræð- ingurinn Claus Abildström Í umfjöllun sinni um íslensku fjárfestana fjallaði Ekstrablaðið að þessu sinni sérstaklega um danska lögfræðinginn Claus Abildström sem starfað hefur náið með Baugi og komið að fjárfestingu fyrirtækisins í Danmörku. Ekstrablaðið er ekkert að skafa utan af því og bendlar Abildström þennan við peninga- þvætti. Lögfræðingurinn er með- eigandi í lögfræðistofunni J. P. Galmond. Jeffrey Galmond hefur einnig starfað með Íslendingum HART SÓTT AÐ ÍSLENSKUM ATHAFNAMÖNNUM Í DÖNSKU PRESSUNNI: Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings banka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.