Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Síða 38

Frjáls verslun - 01.09.2006, Síða 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 „Tískuvörumarkaðurinn er erfiður og frekur á tíma. Við vorum byrjaðir í fasteigna- viðskiptum og vildum einbeita okkur alfarið að því, sem og að eiga möguleika á að fara í önnur verkefni. Slíkt er erfitt þegar maður er með rekstur af einhverju tagi. Maður er alltaf með hugann við reksturinn og okkur fannst við vera bundnir af honum. Því seldum við reksturinn til NTC í ársbyrjun 2005, sem var geysilega mikil viðurkenning fyrir okkur bræður og Sölva því að NTC er stærsta og þekktasta fyrirtækið í tískubransanum hér á landi.“ Algjör straumhvörf Óhætt er að segja að straumhvörf hafi orðið í fasteignaviðskiptum hérlendis þegar við- skiptabankarnir fóru síðla sumars 2004 að bjóða íbúðalán til almennings á mun lægri vöxtum en áður höfðu tíðkast. Markaðurinn gjörbreyttist og Íbúðalánasjóður fékk í fyrsta sinn raunverulega samkeppni. „Þarna sköpuðust í raun alveg ný tæki- færi, bæði fyrir athafnamenn og almenn- ing. Með nýjum lánamöguleikum varð fólki mun auðveldara að komast úr leiguhúsnæði í litla blokk- aríbúð, úr íbúð í raðhús eða úr raðhúsi í einbýlishús. Að komast upp um eina tröppu varð fólki ekki sama átak og verið hafði,“ segir Bjarki og bætir við að þeir bræður hafi ákveðið að nýta möguleikana þegar svigrúmið skapaðist. Þeir keyptu sex íbúðir í bygg- ingu í Álfkonuhvarfi í Kópa- vogi og nokkrar íbúðir í Grafarholti. „Við vildum einfaldlega sjá hvernig fasteignamark- aðurinn virkaði og hvort við gætum náð þar árangri í samræmi við okkar markmið, sem raunin varð,“ segja bræðurnir. Þau ár sem Arnar og Bjarki bjuggu erlendis kynntust þeir starfsemi fasteignafélaga er hafa með höndum fjölþætt verkefni, frá kaupum byggingarlanda, skipulagningu þeirra og til sölu fullbúinna íbúða. Bræðurnir afréðu að stofna slíkt félag og kynntu þær fyrirætlanir fyrir Guðna Bergssyni félaga sínum sum- arið 2004. Honum leist strax vel á hugmyndina, gekk í málið og fékk til liðs við þá Valsarana Brynjar Harðarson og Jón Grétar Jónsson og Sigrúnu Þorgrímsdóttur sem öll störfuðu hjá fasteignasöl- unni Húsakaupum. Hanza-hópurinn heppnast vel Tjarnarbyggð ehf., sem nú heitir Hanza- hópurinn, varð til í kringum fyrsta verkefnið sem hópurinn tókst á við, sem var á svo- nefndum Rafha-reit við Lækjargötu í Hafn- arfirði, þar sem reist voru fjögur hús með 89 íbúðum. „Ég held að Hafnfirðingar séu Svona mun hverfið á Arnarneshæð líta út fullbyggt, eftir um þrjú ár. Framkvæmdir eru komnar á gott skrið, en þarna verða alls um 330 íbúðir. „Betra hefði verið ef bankarnir hefðu strax í upphafi verið stífir á greiðslumatinu. Þá hefði ekki þurft að koma til þessara aðhaldsaðgerða í sumar.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.