Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6
Blue Lagoon gjafakort
Upplýsingar í síma 420 8832 eða á bluelagoon@bluelagoon.is.
Bláa lónið Húðvörur Spa meðferðir Veitingar Gisting
Blue Lagoon gjafakortin eru skemmtilegur kostur fyrir þá sem vilja koma viðskiptavinum
og starfsmönnum á óvart með orkumikilli og óvenjulegri gjöf. Handhafi gjafakortsins getur
notað það í Bláa lóninu, fyrir gistingu í heilsulind, í verslun, í spa meðferðir og nudd
og á veitingastaðnum í Bláa lóninu.
Hvað framtíðina varðar þá er það deginum ljósara
að framtíðarvöxtur þessa iðnaðar mun eiga sér stað
á nýmörkuðunum í Asíu, Suður-Ameríku og aust-
urhluta Evrópu. Þar er gríðarlega stór óplægður akur.
Þar sem framtíð okkar liggur þarna er mjög mikilvægt
að ná að samþætta þessi fyrirtæki, sem eiga grunn sinn
í Evrópu og Bandaríkjunum, og ná þannig slagkrafti til
að ráðast inn á nýja markaði. Það er allt annað að fara
inn á þessa markaði með félag sem er fjórum til fimm
sinnum stærra en gamla Marel var árið 2005. Það felur
hreinlega í sér miklu minni áhættu og veitir okkur
þannig hugrekki til að fara inn á þessa markaði.“
Ótímabundinn fjárfestingarammi
- Nú ert þú bæði stjórnarformaður Marels og fram-
kvæmdastjóri Eyris, fjárfestingafélagsins sem á um
fjórðung í Marel. Hvernig spilar stefnumótun Eyris og
Marels saman?
„Eyrir hefur náttúrulega verið að þróast og þroskast
á þeim sex árum sem félagið hefur verið starfandi
og að meðaltali höfum við um það bil tvöfaldast á
Á R N I O D D U R Í E Y R I
Framtíðarsýn Marels
Framtíðarsýn Marels. Gert er ráð fyrir því að veltan verði um 1milljarður evra
árið 2015 eða um tæpir 90 milljarðar króna á núverandi verðlagi.