Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 67
„Í Bandaríkjunum
er gríðarlega þróað
hagkerfi og viðskipti
á milli Íslands og
Bandaríkjanna eru
mjög þróuð,“ segir
Magnús Bjarnason.
AMERÍSK-ÍSLENSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ
Magnús Bjarnason, sem er formaður Amerísk-íslenska viðskipta-ráðsins, er framkvæmdastjóri hjá Glitni en þar ber hann ábyrgð
á viðskiptum bankans í Norður-Ameríku og Kína.
Þegar Magnús er spurður hverju hann persónulega vilji koma til
leiðar segist hann vilja sjá áframhald á þeirri þróun að efnilegt íslenskt
fólk fari til Bandaríkjanna í háskóla, vinni þar og kynnist bandarísku
samfélagi með þeim hætti. „Að sama skapi myndi ég vilja sjá banda-
ríska háskólanema og aðra eiga góðan aðgang að því að koma hingað
til Íslands og starfa hér. Ég held að þetta sé lykillinn að góðum sam-
skiptum okkar við Bandaríkin.“
Magnús segir að markmið Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins sé að
búa til umhverfi sem sé þægilegt fyrir alla til þess að stunda viðskipti
milli Íslands og Bandaríkjanna og auka samskipti á milli landanna.
„Við getum tekið sem dæmi að þeir sem flytja inn vörur frá Banda-
ríkjunum gætu lent í vandræðum. Fyrir nokkrum árum breyttust til
dæmis allar reglur á Íslandi um merkingar á vörum og þeir sem fluttu
inn vörur frá Bandaríkjunum þurftu að sérmerkja vörurnar. Þetta er
dæmi um hagsmunamál sem menn geta tekið upp á svona vettvangi.
Mönnum getur líka fundist að einhverjir tollar eða gjöld séu óhagstæð
og reynt þá að hafa áhrif á stjórnvöld til þess að slík gjöld verði felld
niður. Við reynum alltaf að hjálpa til við að laga umhverfið sem við
vinnum í með því að hafa áhrif á bandarísk og íslensk stjórnvöld.“
Bandarísk fyrirtæki alþjóðleg
Amerísk-íslenska viðskiptaráðið hefur komið að því með Íslensk-
ameríska viðskiptaráðinu í Bandaríkjunum að halda ráðstefnur bæði
hér á landi og í Bandaríkjunum. „Sem dæmi má nefna ráðstefnu í
ársbyrjun þar sem fjallað var um viðskipti Íslands og Norður-Amer-
íku og hvernig þau eru að þróast. Við tókum líka þátt í því með Við-
skiptaráði og öðrum aðilum að fá bandarískan hagfræðing, Frederick
Mishkin, til þess að gera hlutlausa úttekt á íslenska efnahagskerfinu
þegar mörg spjót stóðu á Íslandi. Þetta ráð hefur staðið fyrir ýmsum
atburðum í gegnum tíðina og reynt að vera þessi hlutlausi aðili sem
skapar vettvang þar sem menn geta rætt ýmsa hluti.“
Magnús segir að viðskiptin milli Íslands og Bandaríkjanna séu
miklu umfangsmeiri en fólk gerir sér grein fyrir. „Ef horft er á
,,hagstofutölurnar“ sést að útflutningur okkar til Bandaríkjanna og
innflutningur þaðan sveiflast á bilinu 10-15% af heildarút- og inn-
flutningi okkar. Hins vegar eru hér vörumerki eins og Coca Cola
og Pepsi Cola, fyrirtæki eins og Alcoa sem er að byggja á Reyð-
arfirði og vörumerki eins og IBM og Intel. Þetta eru allt bandarísk
vörumerki en bandarísk fyrirtæki eru mjög alþjóðleg. Coca Cola er til
dæmis framleitt á Íslandi og er í rauninni íslensk vara en bandarískt
vörumerki. Það sama er að segja um ýmsa matsölustaði hér á landi.
Maður sér ekkert um þetta í tölum yfir inn- og útflutning. Stærstu
erlendu fjárfestingarnar á Íslandi eru til dæmis bandarískar fjárfest-
ingar. Bandaríska hagkerfið er gríðarlega þróað og viðskipti á milli
Íslands og Bandaríkjanna eru mjög þróuð.“
Hvað varðar útflutning til Bandaríkjanna nefnir Magnús sjávar-
afurðir og bendir á að Bandaríkin séu mikilvægur markaður fyrir
frosinn fisk. „Spennandi hlutir eru að gerast eins og með útflutning
á vatni og vörur eins og 66°Norður framleiðir eru að sækja á. Það er
ekki spurning að öll sú vinna sem hefur farið fram í Norður-Ameríku
hefur vakið áhuga á Íslandi og því sem héðan kemur. Auk þess sjáum
við sífellt fleiri bandaríska ferðamenn koma til Íslands og það hefur
aukið eftirspurn eftir íslenskum vörum.“
Mikilvæg viðskipti við Bandaríkin
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 67
„Viðskiptin á milli
Íslands og Banda-
ríkjanna eru miklu
umfangsmeiri en fólk
gerir sér grein fyrir.“