Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 84

Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 A tlantshafsbandalagið hefur staðið á krossgötum frá lokum kalda stríðsins. Samtökin hafa þurft að undirgangast verulegar breytingar í kjölfar þess að Sovétríkin, sem lengi voru helsta réttlætingin fyrir tilvist bandalagsins, lögðust af. Blaðamanni Frjálsrar verslunar var nýlega boðið í kynnisferð til höfuðstöðva Atlantshafsbandalagsins í Brussel og nýtti hann tækifærið til að skoða innviði alþjóða- samtaka í hamskiptum. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að mæta vopnuðum vörðum og mikilli öryggisgæslu í námunda við bækistöðvar öflugasta hernaðar- bandalags heims. Þar sem rútan sem flutti íslenska blaðamannahópinn var á vegum NATO, gekk okkur þó nokkuð greiðlega að komast inn – en samt þurftu sumir að skilja eftir farsíma og upp- tökutæki. Hópurinn þurfti líka snemma að venj- ast því að hver einasti fulltrúi NATO, sem rætt var við, skyldi, hefðum samkvæmt og til að gæta öryggis þeirra, vera nafnlaus. Fyrir innan hliðið var stemmningin þó fremur afslöppuð og hópurinn var heppinn með leið- sögufólk og fyrirlesara sem reyndu eftir fremsta megni að svara öllum spurningum sem lagðar voru fram. Spurningatímarnir voru eðlilega mest fræð- andi þar sem þá var hægt að koma að einstökum hagsmunamálum Íslands. Allir sem við ræddum við voru t.d. meðvitaðir um framlag landsins til Atlantshafsbandalagsins og þá spennu sem mynd- aðist á milli Íslands og Bandaríkjanna í nýlegum varnarviðræðum. Íslendingar fórnarlömb eigin velgengni Ónefndur bandarískur sérfræðingur í hryðjuverka- málum vildi þakka Íslendingum sérstaklega fyrir það sem hann kallaði „ómetanlega sérfræðiaðstoð“ við rekstur og viðhald flugvalla. „Íslendingarnir stóðu sig hreint út sagt frábær- lega við að reka flugvöllinn í Pristina í Kosovo. Þið hafið auðvitað engan her svo það má segja að þið hafið orðið fórnarlömb eigin velgengni í Pristina. SVIGNAR NATO EÐA BROTNAR? HEIMSÓKN TIL BÆKISTÖÐVA ATLANTSHAFSBANDALAGSINS Í BRUSSEL TEXTI: GUNNAR HRAFN JÓNSSON MYNDIR: Úr safni NATO H Ö F U Ð S T Ö Ð V A R N A T O Í B R U S S E L „Það er úrelt hugsun að vilja halda í sýnilegar en tilgangslausar varnir. Í dag er óvinurinn ekki að undirbúa flugskeytasendingu, heldur mætir hann með ferðatösku fulla af sprengiefni.“ Awacs þota.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.