Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 92

Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 ÚR EINU Í ANNAÐ TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl. Myndlist: ÁHRIF ENDURREISNAR- TÍMABILSINS Ung íslensk myndlistar- kona dvelur í klaustri í Róm á árunum 1987- 1988. Þar mundar hún pensilinn og lærir miðaldatækni. Hún heillast enda af mið- aldalist og kynnist endurreisnartímabilinu nánar. Í dag má sjá áhrif þess tímabils í málverkum Kristínar Gunnlaugsdóttur. Þá stundaði hún nám á árunum 1988-1993 við Accademia delle Belle Arti í Flórens. „Það er ákveðin dulúð og einfaldleiki í málverkum frá endur- reisnartímabilinu,“ segir listakonan, en dulúð og einfaldleiki einkenna einmitt mál- verkin hennar. „Myndir frá þessu tímabili eru fallegar.“ Kristín tileinkar sér aðferð miðalda en hún málar minni mál- verk með eggtemperu. Stærri verkin eru hins vegar máluð með olíulit. Hún segist vera fígúratífur málari sem málar mannsandann. Hún nefnir mann og umhverfi og innra líf mannsins. „Ég legg meðal annars áherslu á þörf mannsins fyrir Guð, aðskilnað við almættið og einmana- leika mannsins. Þetta er sýn á sérstakan heim.“ Hvaðan fær hún hugmyndir? „Þær teng- jast því hver maður er, hvað maður hefur séð og hvað hefur áhrif á mann.“ Blái liturinn einkennir nýjustu mál- verkin. Þau munu eftir áramót hanga uppi í Gerðarsafni þar sem Kristín mun taka þátt í samsýningu sem kall- ast Indigo. Töfrana á striganum má sjá nánar á heimasíðu Kristínar; kristing.is Kristín Gunnlaugsdóttir. „Ég legg meðal annars áherslu á þörf mannsins fyrir Guð, aðskilnað við almættið og einmanaleika mannsins. Þetta er sýn á sérstakan heim.“ Móðir með barn í íslenskri náttúru, 2001. Fjallgangan, 2001.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.