Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 93

Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 93
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 93 Hönnun: ÚR SMIÐJU LOUIS POULSEN Jóhann Halldórsson lögmaður sótti í september ítölskunám- skeið í málaskólanum Lingva. „Röð tilviljana réði því,“ segir hann. „Ég hef farið oft til Ítalíu á undanförnum árum og verið sér- staklega mikið í Toskana-héraði.“ Þess má geta að Jóhann stendur í fasteignarekstri á Ítalíu og hann segir að það sé aldrei að vita nema þau hjónin flytji til Ítalíu; konan hans talar reiprennandi ítölsku en hún vann á Ítalíu á sínum tíma. „Ég vil geta bjargað mér skammarlaust á ítölsku, en Ítalar tala lítið ensku.“ Um tungumálið sjálft segir Jóhann: „Ítalska er einföld í framburði og liggur vel við okkur Íslendingum. Á námskeiðinu var lögð áhersla á framburð og talmál og var kennt á hverjum virkum degi. Námskeiðið var bæði lifandi og skemmtilegt.“ Jóhann býst við að fara á annað námskeið í Lingva. Ungur hönnuður, Louise Campell, hannaði þennan flotta lampa sem framleiddur er hjá Louis Poulsen. Lampinn, sem fæst í Epal, kallast Collage. Louis Poulsen þykir fara inn á nýjar brautir í framleiðslu á lampanum þar sem hönnuðurinn, Louise Campell, hugsar í nýjum víddum og efnum. Lampinn er listaverk og þeir sem að honum standa hlutu eftirsótt hönnunarverðlaun, iF Product Design Award, árið 2004. Hjá Epal fengust þær upplýs- ingar að ofurbirtuvörn sé fengin með þremur lögum af leiserskornum akríl með mynstri sem skorið er með sporbaugslaga ferli og minnir á skóg- arferð þar sem geislar sólarinnar skína í gegnum laufkrónur trjánna. Eins og í mörgum lömpum sem framleiddir eru hjá Louis Poulsen er ljósgjafinn glópera. Þess vegna á lampinn að gefa því rými, sem hann lýsir upp, notalegan og hlýlegan blæ. „Ítalska er einföld í fram- burði og liggur vel við okkur Íslendingum,“ segir Jóhann Halldórsson. Tungumálanám: BELLA ITALIA Æskumyndin er af Margréti Kristmannsdóttur, fram- kvæmdastjóra Pfaff og formanni Félags kvenna í atvinnurekstri. Myndin var tekin sumarið 1967 í sælu- reit fjölskyldunnar í Stekknum við Norðurá en Margrét var þá fimm ára. „Þarna var ég að spreyta mig á laxveiði í fyrsta skipti og alveg með ólíkindum að ég skuli ekki vera betri veiðimaður í dag miðað við hvað ég byrjaði snemma. Á þessum árum var veiðinni kannski haldið meira að bræðrum mínum sem skýrir það hvers vegna þeir eru miklu betri veiðimenn en ég. Ég hef þó mikla ánægju af að fara í tvær til þrjár veiðiferðir á hverju ári og skiptir þá útiveran og félagsskap- urinn mestu. Veiðin sjálf er bara bónus.“ Æskumyndin:

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.