Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 12
6
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
byggði hann á tveimur Sjálfstæðismönnum, sem af einhverjum
furðulegum ástæðum fylgdu honum í einu og öllu. Frumvarp var
borið fram á Alþingi samkvæmt tillögum listamannaþingsins um
að hreyta skipun ráðsins þannig, að hver deild Bandalags íslenzkra
listamanna fengi þar fulltrúa í viðbót við þá fimm menn, sem kosn-
ir eru af flokkum á Alþingi. I sambandi við flutning þess frum-
varps gafst tækifæri á sjálfu Alþingi til að fletta ofan af starfshátt-
um Jónasar í menntamálaráði. Hinir frjálslyndari þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins höfðu fullan skilning á því, að slíkir starfshættir
voru þjóðinni til smánar og vildu afplána sök flokksins í þessu máli.
Börðust þeir fyrir því innan síns flokks, að liann skipti um háða
fulltrúa í menntamálaráði, þegar kosning þess fór fram, og sigruðu
þeir í málinu. Vegna breyttra hlutfalla á Alþingi missti Fram-
sóknarflokkurinn ennfremur annan fulltrúa sinn til Sósíalista. en
svo blygðunarlaus var þessi þingflokkur að endurkjósa Jónas frá
Hriflu í ráðið, mann, sem gert hafði flokknum og þjóðinni allri
svo mikla smán í þeirri stöðu, að hann hafði unnið sér til marg-
faldrar óhelgi í augum hvers siðaðs manns.':t Eftir að kosning
menntamálaráðs hafði farið á þessa leið, sá Jóna$ frá IJriflu sitt
óvænna. Veitingavaldið yfir listamannalaunum hafði verið eitt aðal-
kúgunartæki hans, og þegar hann sá, að hann gat ekki beitt því
lengur, bauð hann algera uppgjöf og lagði til í fjárveitinganefnd,
að bandalagsfélögum listamanna yrði falið- að úthluta fénu. Með
þessu tvennu, þremur nýjum fulltrúum í menntamálaráði og út-
hlutun listamannalauna kominni í hendur listamanna sjálfra, var
stærri sigur unninn en þótt samþykkt hefði fengizt frumvarpið um
breytingu á skipun menntamálaráðs, og lögðum við, sem málinu
fylgdum, það til, að því yrði vísað frá að svo komnu í trausti þess,
að hið nýkjörna menntamálaráð hyði Félagi íslenzkra myndlista-
* Ef til vill sem alþýðleg afsökun á jafn furðulegu hlygðunarleysi, hefur sú
þjóðsaga myndazt, að flokkurinn liafi reyndar ekki ætlað að kjósa Jónas, held-
ur Pálma Hannesson í ráðið. Jónasi sem þáverandi formanni þingflokksins
hafi verið falið að leggja frant lista með nafni Pálnta, en rétt áður en kjósa
átti, ltafi hann komið til flokksmanna sinna og sagt þeim, að Pálmi vildi ekki
taka kosningu og hann yrði þá sjálfur að vera í kjöri. Eftir þessari sögusögn
á Jónas að hafa platað sig inn í menntamálaráð! En hvort vegur Framsókn-
arþingmanna er meiri, ef þessi saga væri sönn, skal ósagt látið.