Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 79
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 73 bókum? Og þessi mynd vekur með þér sáran trega alla æfi síðan, hvenær sem þú leitar eftir náttúrufegurð í veröldinni. Skeiðará sýndist ekki kvíðvænlegur farartálmi tvo fyrstu dag- ana okkar í Svínafelli. Ekkert nema örmjóar, dauðalegar lækjar- lænur, sem lyppuðust í ánalegum hlykkjum vesturí sandauðninni, einsog og þær nenntu varla að dragnast áfram hina löngu leið til sjávar. Hvernig gat rnanni komið til hugar, að þarna vesturfrá, þar sem allt virtist dautt og hreyfingarlaust, leyndist eitt af ægileg- ustu vatnsföllum landsins. En á þriðja degi tók hann að herða rign- inguna, og eftir því sem lengur rigndi, hillti lænurnar vesturí auðn- inni hærra og hærra og breiddu meira og meira úr sér. Hingað til höfðu viðræður okkar við fólkið hnigið að stjórnmál- um, lífsfílósófí og sögu sveitarinnar. En nú fór Skeiðará að flóa yfir víðara og víðara rúm í huganum og þenja sig yfir stærra og stærra svæði af umtalsefninu. Skvldi hún verða blaut í botninn? Staksteinótt? Straumhörð? Djúp? Breið? Hvljótt? Falla vel? Það varð um engar smugur framhjá því komizt, hvernig sem við leituðumst við, að Skeiðará var allt önnur nú á dögum en í forn- öld, þegar ekki fór meira fyrir henni en svo, að rétta mátti vefjar- skeið yfir hana, einsog sagan segir, að hún hafi hlotið nafn sitt af. Skeiðará vorra daga var geysilegt vatnsfall, straumhörð, vatnsmik- il, stórvirk og kenjótt. Hún gat breytt um farveg á skömmum tíma. Brot, sem var reitt þessa stundina, gat verið umhverft í ófæru eftir fáa stundarfjórðunga. Hún var að vísu ekki stórgrýtt. En hún átti það til að vera hyljótt og blaut í botninn. Hestar gátu brotizt um í henni og reiðtýgin runnið afturaf þeim, ef maður hélt sér ekki vel í faxið. Og ekki var fólki liðið það ennþá úr minni, að hestur með manni á, hafði horfið í skyndilegri svipan á bólakaf niðurí einn vatnspyttinn, þegar hann var að þreifa sig áfram í kolmórauðu jökulvatninu yfir ána. Hún óx auðvitað í rigningum, og í miklum rigningum gat hún orðið svo stórfengleg, að heimanfrá Svínafelli sýndist ein vatnsbreiða allar götur vestureftir Skeiðarársandi. Hún bætti líka í sig í hitum, einsog önnur jökulvötn, og dagana, sem við dvöldumst í Svínafelli, var alltaf hlýtt í veðri auk óveðursins, sem hlaut að gera öll vötn mikil. Margir höfðu komizt í hann krappan við Skeiðará. Stundum höfðu menn verið margar klukku-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.